Nú er mælirinn fullur !!

ASÍ hefur nú hafið auglýsingaherferð í fjölmiðlum. Herferð, sem jafnvel stjórnmálaflokkar myndu skammast sín fyrir í undanfara kosninga. Þarna er spjótum beint að ríkisstjórninni og aðgerðum hennar. Efnislega eru aðgerðir ríkisstjórnarinnar teknar úr samhengi og einstök málefni gerð að upphrópunnarefni. Til hvers þetta er gert, er illskiljanlegt ... og þó.

Ekki velti ég mér upp úr því hvernig bíl Gylfi ekur á, eins og DV hefur svo gaman af og ekki velti ég mér upp úr því hvort hann leggur þessum bíl sínum í stæði fatlaðra. Þessi atriði brýna einungis á því hvernig siðferði gerjast innan kollsins á Gylfa.

Hins vegar læt ég í mér heyra þegar þessi maður notar samtök launafólks í sinni persónulegu pólitísku herferð. Þegar hann lætur ráða för í sinni vinnu fyrir launafólk hvaða stjórnmálaflokkar sitja í stjórnarráðinu. Þá læt ég mig varða hvernig staðið er að kjarasamningum og hvernig staðið er vörð um kjör launafólks innan ASÍ. Ástæða þess að ég læt þetta mig varða er einfaldleg sú að hluti minna launa fer til að borga Gylfa og öðru starfsfólki ASÍ laun.

Vissulega óttast Gylfi næstu kjarasamninga. Meiri líkur en minni eru á því að til verkfalla komi á komandi vetri, alveg óháð því hvað Gylfi segir. Ástæða þess er þó ekki aðgerðir stjórnvalda nú, heldur sá kjarasamningur sem Gylfi stóð að um síðustu vetrarsólstöður. Þá er launafólk einnig í fersku minni aðgerðir síðustu ríkisstjórnar og þögn Gylfa gagnvart þeim. Því er ekki að undra þó Gylfi leyti sem grár köttur að einhverju hálmstrái til að bjarga sér upp úr drullunni.

Og hálmstráið fann hann, hálmstrá sem fellur vel að hans eigin persónulegu pólitísku hugsun. En hálmstrá hafa lítið hald og hætt við að það muni slitna undan þeim byrgðum óréttlætis sem Gylfa hefur tekist að koma á almennt launafólk í landinu. Bara síðastu kjarasamningur leiddi kjaraskerðingu yfir þá félagsmenn stéttarfélaga innan ASÍ, sem búa við að fá laun samkvæmt kjarasamningum. Gylfa til huggunnar eru laun margra þeirra sem búa við að fá laun samkvæmt kjarasamningum í flestum tilfellum svo lág að í krónum talið, að tapið myndi duga skammt í eldsneyti á jeppann hans fína.

En kjaraskerðing er það samt, ólíkt við aðgerðir ríkisstjórnarinnar. Það sem kannski launfólki svíður mest er að þó þessi kjaraskerðing sé kannski ekki há í krónum talið, þá hafa allir aðrir fengið verulegar kjarabætur og því meiri eftir því sem hærra dregur í launum.  Þetta sést kannski best á því að meðaltals kaupmáttur síðastliðið ár hefur aukist um 6%, samkvæmt tölum Hagstofunnar. Kjarasamningur ASÍ gaf einungis af sér 2,8% launahækkun og þar sem verðbólgan á sama tíma hefur legið nálægt 3%, er ljóst að meðan meðaltals kaupmáttur hefur aukist um 6%, hafa þeir sem þyggja laun samkvæmt kjarasamningi ASÍ við SA, orðið fyrir 0,2% kjaraskerðingu. Ofaná þá skerðingu er síðan hægt að telja fjölmörg atriði sem síðasta ríkisstjórn stóð og skerti kjör þessa fólks, með velþóknun Gylfa.

Það er sárt til þess að hugsa að hluti launa manns skuli vera notuð til að halda uppi ASÍ og Gylfa. En við því get ég ekkert gert. Þó félagafrelsi sé í landinu er aðild að stéttarfélagi lögbundin. Þannig að ég get ekkert gert, ekki frekar en þællinn á bómullarakrinum í Alabama, á miðri nítjándu öld. Ég má sætta mig við að hluti minna launa sé tekinn til að halda uppi pólitískum draumum Gylfa Arnbjörnssonar. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband