Stjórnarandstaðan leynist víða

Stjórnarandstaðan leynist víða, jafnvel innan stjórnarflokkanna. Sumir eru viðkvæmari en aðrir fyrir poppúlismanum.

Þeir félagar Halldór og Júlíus eru báðir í Sjálfstæðisflokknum og hafa verið þar ofarlega í metorðastiganum. Þessir menn eiga báðir að vita hver stefna ríkisstjórnarinnar er. Þá bjó Halldór lengst af á Ísafirði, var reyndar bæjarstjóri þar um langt skeið, auk þess sem hann hefur verið í forsvari fyrir samtök sveitarfélaga nokkuð lengi. Ekki er víst að honum hefði tekist að halda því embætti ef hann hefði látið þessi orð falla fyrir kosningu formanns þeirra samtaka, fyrir nokkrum dögum síðan. Samtök sveitarfélaga eru samtök allra sveitarfélaga á Íslandi og sem fyrrverandi landsbyggðarmaður ætii Halldór að vita hversu mikilvægt er að styrkja byggðir landsins.

Á fundi bæjarstjórnar Hafnafjarðar var samþykkt ályktun þar sem fullyrt er að flutningur Fiskistofu standist ekki byggðasjónarmið. Sjálfsagt hefur þessi samþykkt eitthvað komið Halldóri og Júlíusi úr jafnvægi. Ef svo er verður að segja að pólitískt nef þeirra er ansi stutt.

Ekkert sem fram kemur í þessari samþykkt bæjarstjórnar Hafnafjarðar er ósatt. Það sem hins vegar gerir þá samþykkt marklausa er að bæjarstjórnin kýs að slíta Hafnafjörð frá stór-höfuðborgarsvæðinu. Svona eins og Hafnafjörður væri staddur einhverstaðar út á landi, kannski Vestfjörðum. En svo er alls ekki, Hafnafjörður ER hluti stór-höfuðborgarsvæðisins og því allur samburður af þeirri tegund sem bæjarstjórn gerir, marklaus. Það hefði t.d. mátt koma fram í þeim samanburði hversu margir starfsmenn Fiskistofu eiga lögheimili í Hafnarfirði.

Vissulega á öll stjórnsýsla að vera vönduð. Hvernig er hægt að hafa hana vandaðri en einmitt í þessu máli? Ákvörðun um flutning er tekin, það er pólitísk ákvörðun. Tilkynnt er um þá ákvörðun með margra mánaða fyrirvara og stofnuninni og starfsmönnum hennar boðið að borðinu til að ákveða með hvaða hætti skuli staðið að þessum flutningi. Því miður var slegið á það boð stjórnvalda, enginn áhugi var fyrir samráði af hálfu starfsmanna. Þeir villdu eiga aðild að hinni pólitísku ákvörðun. Þannig virka hlutirnir bara ekki, enda útilokað að stjórna landi ef sú stjórn á að fara fram hjá embættismannakerfinu.

Það má kannski hafa einhverjar áhyggjur af því að flest starfsfólk Fiskistofu velur að yfirgefa stofnunina vegna þessa flutnings, en kannski má líta þetta sem happ fyrir stofnunina.  Vissulega má meta þekkingu starfsfólks mikils, en stundum sópa nýjir sópar betur. Þá er stór spurning hvort fólk sem ekki getur sætt sig við pólitískar ákvarðanir stjórnvalda, sé yfir höfuð svo gott starfsfólk inna ríkisgeirans. Pólitískar ákvarðanir eiga að takast hjá stjórnmálamönnum, embættismönunum ber síðan að fylgja þeirri stefnu.

Það eru enda stjórnmálamenn sem standa skil sinna gerða fyrir kjósendum, ekki embættismenn.

 


mbl.is Ráðherra falli frá flutningi Fiskistofu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband