Hólmsheiði ?

Varla getur Hólmsheiðin verið meðal valkosta nefndarinnar. Nú stendur yfir bygging á lúxus fangelsi þar efra, innan þess svæðis sem kom til greina sem flugvallastæði.

Ef horft er raunhæft á málið er einungis einn staður fyrir flugvöllinn sem kemur til greina, núverandi staðsetning. Að færa flugvöll er kostnaðarsamara en svo að hægt sé að réttlæta það.

Hugsanlega má kannski eitthvað laga núverandi flugvöll, en að grunni til hlýtur hann að verða staðsettur áfram í Vatnsmýrinni. Geti hann ekki fengið að vera þar, þarf ekki að leita honum annan stað. Þá er betra að leggja niður ALLT innanlandsflug, flugkennslu og í raun allt er snýr að flugi hér á landi, að fráskildu utanlandsfluginu. Við höfum ekki efni á að byggja nýjann flugvöll frá grunni, með öllu sem því tilheyrir og fráleitt er að ætla að Keflavíkurflugvöllur geti sinnt innanlandsfluginu.  


mbl.is Fimm kostir á borðinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

http://www.innanrikisraduneyti.is/media/rvkflugvollur-skyrslur/Flugvollur_uttekt.pdf

Jonas Kr (IP-tala skráð) 1.10.2014 kl. 08:28

2 Smámynd: Ragnar Þórisson

Hvað erum við að eyða pening í rannsóknir á málinu þegar við höfum sérfræðing hérna á blogginu sem er hægt að spyrja.

Ragnar Þórisson, 1.10.2014 kl. 11:14

3 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Sé ekki hvað eldgömul og úelt skýrsla kemur málinu við í dag, Jónas. Hjó þó eftir því í þeirri skýrslu að aðstaða til æfinga og kennsluflugs getur ekki orðið nema við núverandi fyrirkomulag, að ekki sé hægt að gera ráð fyrir því innan þeirra kosta sem hugsanlega kæmu til greina.

Ragnar, það má vissulega velta fyrir sér hvers vegna verið er að sóa peningum í þessar rannsóknir. Það þarf enga sérfræðinga til að sjá vitleysuna, einungis smá vott af skynsemi. Við erum ekki miljónasamfélag, einungis rétt rúmlega 330.000 sem byggjum þetta land, litlu fleiri en íbúar Björgvinjar í Noregi. Við verðum því að sníða okkur stakk eftir vexti og vinna úr því sem við eigum.

Gunnar Heiðarsson, 1.10.2014 kl. 16:20

4 Smámynd: Ragnar Þórisson

Er að sníða sér stakk eftir vexti þegar notendagjöld Reykjavíkurflugvallar standa undir 58% af rekstrarkostnaði? Ef það er hægt að gera betur er augljóst að það er ekki verið að sóa peningum í þessar rannsóknir.

Þess vegna er það rangt hjá þér að segja að það þurfi "enga sérfræðinga til að sjá í gegnum vitleysuna", a.m.k. ekki sjáflskipaða. Við þurfum einmitt sérfræðinga og rannsóknir til að geta tekið upplýsta afstöðu.

Ragnar Þórisson, 1.10.2014 kl. 16:51

5 Smámynd: Erlingur Alfreð Jónsson

Flugvöllur er aldrei færður, heldur er sú starfsemi fer fram á honum færð annað eða henni hætt. Flugvöllur sem hefur enga starfsemi er svo lagður niður.

Keflavíkurflugvöllur getur vel annað meiri umferð flugvéla, en byggja þyrfti frekari mannvirki til að anna farþegaumferð sem slíkri umferðaraukningu fylgir.  Kannski væri það til bóta því þá væri hægt að byggja nýja flugstöð á sunnanverðum vellinum og hætta að spyrða viðbyggingum og skúmaskotum við þessa sem norðanmegin er, á þeim takmarkaða reit sem hún stendur á. ný flugstöð sunnanmegin mundi stytta ferðatíma til flugstöðvarinnar um líklega 4-5 mín, og skapa betra skjól fyrir flugvélar í slæmu veðri.  Þar að auki væri hægt að skipuleggja athafnasvæðið alveg upp á nýtt með breiðari og rýmri landgangi, eftir þörfum aðskilja komu- og brottfararfarþega, og hugsanlega setja upp vegabréfaskoðun fyrir farþega til USA við brottför, þ.e. afgreiða þá inn í USA í Keflavík.

Ég held hins vegar að innanlandsflug mundi dragast saman og áfangastöðum fækka yrði sú starfsemi flutt til Keflavíkurflugvallar, eða jafnvel lognast út af utan flugs til Akureyrar og Egilstaða.

Erlingur Alfreð Jónsson, 1.10.2014 kl. 18:17

6 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Það má ekki gleyma öryggisþætti Reykjavíkurflugvallar fyrir millilandaflugið, Alfreð.

Ekki veit ég hversu oft flugvélar á leið til landsins hafa þurft að lenda í Reykjavík, vegna veðurskilyrða í Keflavík. Sjálfur hef ég þó verið að koma með flugi til landsins og vélin þurfti að lenda í Reykjavík, ásamt sex öðrum flugvélum sem áttu að lenda í Keflavík. Þetta var þó ekki um hávetur, þegar allra veðra er von, heldur í fyrstu viku ágústmánaðar. Ástæða þess að ekki var hægt að lenda í Keflavík var þoka á vellinum þar.

Þar sem ekki var aðstaða til að taka á móti öllum þeim farþegum sem voru með þessum sjö vélum í Reykjavík og urðum við að bíða í flugvélinni, þar til þokunni létti í Keflavík.

Því er kannski frekar spurning hvort ekki væri réttara og öruggara að efla starfsemina á Reykjavíkurflugvelli, byggja þar alvöru flugstöð og hafa þann völl sem alvöru varaflugvöll fyrir Keflavíkurflugvöll. 

Sjálfsagt getur flugvöllurinn í Keflavík annað frekari umferð, en þegar veðurskilyrði hamla lendingu skiptia afköstin litlu máli. Þá skiptir meira máli hversu langt er til næsta flugvallar.

Þá efast ég um að grundvöllur fyrir flugi til Akureyrar og Egilstaða yrði fyrir hendi ef Reykjavíkurflugvöllur verði lagður niður. Allt annað innanlandsflug mun sannarlega leggjast niður.

Gunnar Heiðarsson, 1.10.2014 kl. 20:21

7 Smámynd: Ragnar Þórisson

Keflavíkurflugvöllur er ekki einn af valkostum Rögnunefndarinnar.

Annars held ég að það hljóti að vera hagkvæmt að bæta við innanlandsflugi í Keflavík, óháð því hver afdrif Reykjavíkurflugvallar verður. Það hlýtur að vera hægt að bjóða erlendum ferðamönnum upp á fleiri valkosti með beinu tengiflugi út á land.

Ragnar Þórisson, 2.10.2014 kl. 10:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband