Og vinstra liðið truflast
8.7.2014 | 20:25
Mikil umræða hefur orðið um skipan Hannesar Hólmsteins sem formann nefndar um skoðun á ytri þáttum bankahrunsins. Því miður hefur þessi vinna enn ekki farið fram, heldur öll áhersla verið á að finna íslenska sökudólga og vissulega eru þeir til. En erlend áhrif hrunsins verða ekki undanskilin. Hæðst í umræðunni um skipan þessarar nefndar fara þekktir "talsmenn" vinstraliðsins, sem og aðrir óþekktari.
Menn tala þar um að tilgangurinn með skipan nefndarinnar sé einhver óskilgetinn þörf á að breyta sögunni, að hreinsa einhverja tilgreinda menn af sök og er þá gjarnan nafn Davíðs Oddsonar einhverastaðar nærri. Ekki er ég neinn aðdáandi Davíðs, þó hann sé snildar penni og mikill húmoristi. Taldi reyndar alltaf að hann hafi valið sér ranga leið þegar hann sem ágætis skemmtikraftur ákvað að snúa sér að pólitík. En hann er ekki einn um slík feilspor.
En hver sem sök Davíðs var, þá er ljóst að hann var ekki höfundur hrunsins, þó vinstrimenn haldi slíku fram. Mikill væri hanns máttur ef honum tókst upp á sitt einsdæmi að setja hálfa heimsbyggðina á hliðina, svo hressilega að líkur eru á að heil heimsálfa, Evrópa, mun ekki ná sér á strik aftur.
Saga hrunsins hefur ekki verið skrifuð enn, þó sumir rithöfundar vinstriflokkanna og kennarar við Háskóla Íslands hafi gert örvæntingafullar tilraunir til þess. Ástæðan er einföld, það hefur ekki enn mátt líta söguina í víðara samhengi en því sem snýr að Davíð Oddsyni og í einstaka tilfellum Framsóknarflokknum, þegar allt um þrýtur.
Það er vissulega ljóður á skipan Hannesar í þessa rannsóknarnefnd að hann skuli vera flokksbundinn ákveðnum stjórnmálaflokk. En því miður er menntaelíta þessa lands ekki þroskaðri en svo að hana mynda í flestum tilfellum menn sem eru fljótir að fórna fræðunum fyrir "rétta" sýn. Þar eiga vinstiflokkarnir flesta fulltrúa, sem ekki hafa verið feimnir við slíka iðju. Má þar nefna Þórólf Matthíasson, Stefán Ólafsson, Gylfa Magnússon og auðvitað æðstastrump þeirra allra, Þorvald Gylfason. Þetta eru kannski þeir sem mest hafa látið í sér heyra og marga fleiri minni spámenn mætti nefna í þeirra röðum.
Verkefni þeirra nefndar sem Hannes er í forsvari fyrir er vel skýrt. Henni er ætlað að kanna hvers vegna bandaríski seðlabankinn neitaði okkur um gjaldeyrisskiptasamning á þeim tíma er þörf okkar var sem mest. Henni er ætlað að skoða forsendur breska fjármálaeftirlitsins fyrir því hvaða bankar þar í landi fengu að lifa og hverjir ekki. Henni er ætlað að skoða hvaða forsendur voru fyrir ákvörðun Breta að setja hryðjuverkalög á íslenskann banka, með öllum þeim afleiðingum sem það hafði. Og að lokum er nefdinni ætlað að leggja mat á það tjón sem skyndiútsala á eignum banka og fyrirtækja, að kröfu erlendra stjórnvalda og fyrirtækja, olli.
Allt eru þetta þörf rannsóknarefni og í raun merkilegt að ekki skuli fyrir löngu vera búið að gera slíkt. Ekkert af þessum atriðum er þess eðlis að flokksbynding Hannessar muni skipta þar máli. Og ekkert þessara atriða kemur beint inná störf Davíðs Oddsonar.
Hins vegar munu öll þessi atriði skipta miklu máli þegar saga hrunsins verður skrifuð, en sem von er þá líkar vinstra liðinu það illa. Þeir eru með á hreinu að höfundur kreppunnar er Davíð Oddson, jafnvel er hann höfundur heimskreppunnar.
Þá er ljóst að sum þessara atriða eru þess eðlis að hugsanlega þurfum við skoða réttarstöðu okkar gagnvar erlendum aðilum og jafnvel stórþjóðum.
Það sem ég óttast mest varðandi störf þessarar nefndar er hversu skamman tíma hún fær til verksins og hversu naumt henni er skaffað. Þó ekki sé ástæða til að miða við fjáraustur fyrri ríkisstjórnar í þau rannsóknarverkefni sem hún stóð að og þann yfirdrifna tíma sem þær nefndir fengu, verða menn að vera raunsæjir.
En verið getur að Hannesi takist að reka sína samnefndarmenn svo áfram að verkið klárist á tilsettum tíma.
Athugasemdir
Vinstri menn hvað?
Ég sé nú ekki betur en hægri mönnum með nokkuð helbrigða skynsemi sé lítt skemmt yfir þessari ákvörðun Bjarna enda er þetta ekkert annað en grímulaus spilling til að reyna að hvítþvo sjallana af ábyrgðinni á hruninu og þá sérstaklega landráðamanninn Davíð Oddsson.
Það má helst líkja þessu við það að á sínum tíma hefði Nixon verið látinn rannsaka Whatergate hneykslið og skrifa um það skýrslu.
Jack Daniel's, 8.7.2014 kl. 20:41
Ég er nú svo vitlaus Jack Daníls að ég fæ bara ekki með nokkru móti séð hvernig þessi rannsókn, sem er mjög vel skilgreind og snýr að öllu leyti að atburðum erlendis, geti verið einhver hvíþvottur einhverra íslenskra stjórnmálaflokka, eða stjórnendur stofnana hér á landi.
Það hlýtur að vera ofsagaman að vera svona vitur.
Gunnar Heiðarsson, 8.7.2014 kl. 21:03
Ég held reyndar að eini tilgangurinn með þessu sé að trufla vinstra liðið. Þetta hefði verið meira sannfærandi ef einhver annar en Hannes Hólmsteinn hefði verið fenginn í þetta.
Jósef Smári Ásmundsson, 8.7.2014 kl. 21:16
Sæll Gunnar - sem og aðrir þínir gestir !
Gunnar !
Lítilmannlegt er það - að hæða stórvin minn:: Hrafnkel (Jack Daniels) eins og þú reynir hér / að óverðugu.
Og - ENGINN er ég nú vinstri maðurinn:: ættir þú að vita manna bezt !
Súnn- Mýlzki ódámurinn: Davíð Oddsson - og VINIR hans eiga fyrir hverju þeirra orða Jack´s / sem fram koma hér að ofan.
Ég hélt - að þú værir stærri í sniðum en þetta Gunnar minn / eða......... manstu ekki atburðarás íslenzkrar sögu frá 1991 - 2008 Gunnar minn ???
Að ógleymdum viðbjóði Jóhönnu og Steingríms (2009 - 2013) -
að sjálfsögðu !!!
Lungi - ísl. stjórnmálamanna ERU ÓÞVERRAR AÐ UPPLAGI sem og innræti: Gunnar Heiðarsson !!!
Með beztu kveðjum til Kela - blendnum til þín að þessu sinni Gunnar minn ///
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 8.7.2014 kl. 21:21
Sæll Gunnar.
Mikið hjartanlega er ég sammála þer að mikil þörf er á að rannsaka þetta mál. En hins vegar set ég eins og fleiri spurningamerki við aðkomu Hannesar Hólmsteins að gerð þessarar skýrslu. Í fyrsta lagi þá er Hannes dæmdur maður sem ætti að útiloka hann frá þessari vinnu. Í öðru lagi þá eru þeir sem ráða HHG í þessa vinnu að senda okkur þau skilaboð að það skipti ekki máli þó svo að fólk sem með afbrotaferil á bakinu það er samt ráðið í vinnu hjá vildarvinum. Og í þriðja lagi þá finnst mér það skipta harla litlu hvort maður sé til vinstri eða hægri , það er verið að senda ákveðin skilaboð út í þjóðfélagið sem eru ekki ásættanleg.
thin (IP-tala skráð) 8.7.2014 kl. 21:22
Sunn- Mýlzki: átti að standa þar. Fór fram úr mér: sökum verðskuldaðrar heiptar v. umfjöllunar efnisins piltar !!!
ÓHH
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 8.7.2014 kl. 21:23
Takk fyrir góð orð í minn garð Óskar minn og megi þér ætíð vel farnast.
Tek heilshugar undir með þér sem þú segir um stjórnarfarið hér að ofan og svona orðræða er aðeins einum manni til minnkunnar og það er Gunnar sjálfur þegar hann mærir þá hönd sem mestar lygar hefur ritað í stjórnartíð þeirra flokka sem fóru með völdin frá 1996 til hruns, því slíkt gera aðeins einstaklingar sem neita að horfast í augu við staðreyndir en horfa með blinda auganu og rita með stýrðri hönd.
Það sér það hver heilvita maður með snefil af sjálfsvirðingu, að þetta er algerlega pólitísk ráðning eingöngu til að reyna að hvítþvo sjallana og DO á erlendri grundu af ábyrgð þeirra á hruninu og þá má alveg nefna það að Hannes Hólmsteinn er einhver sá allra hlutdrægasti sem hægt er að finna til þess verks enda handbendi DO frá ómunatíð til dagsins í dag.
Hér er mynd sem mundi sennilega lýsa honum best.
Jack Daniel's, 8.7.2014 kl. 21:52
Sæll frændi. Mig tekur sárt ef ég hef valdið þér hugarangri.
Eins og fram kemur í mínum pistli þá segi ég að það sé ljóður að formaður þessarar nefndar sé bundinn pólitískum flokki, en tek einnig fram að flestir innan menntaelítunnar séu á sama plani, bara öndverðum væng. Því sé ég ekki að neitt betra sé í boði.
Þá segi ég einnig í mínum pistli að ég hafi ekkert álit á Davíð Oddsyni, en öllu má þó ofgera. Hvern mann sem Davíð hefur að geima, þá er óréttlátt að kenna honum hrunið, einum.
Kjarni míns pistils er þó það að rannsóknarefni nefndarinnar kemur ekkert inná vinnubrögð Davíðs Oddsonar, heldur þau ytri öfl sem spiluðu óneitanlega inní þá atburðarrás sem olli hruninu. Því geta störf þessarar nefndar aldrei verið einhver hvítþvottur á störf Davíðs, eins og svo margir halda fram, þar á meðal stórvinur þinn Jack Daníels.
Og ég man vel atburðarásina frá 1991, þegar helvítis EES samningnum var nauðgað upp á þjóðina af þeim félögum Davíð og Jón Baldvin og það sem af þeim samningi hlaust og endaði með hruni bankakerfisins haustið 2008. Það sem verra er að svo virðist sem ekkert hafi breyst og má að stórum hluta kenna aumingjaskap síðustu ríkisstjórnar þar um. Hún hafði tækifærið til að stýra hvernig uppbygging landsins yrði háttað. Þess í stað lagðist sú ríkisstjórn við fætur herranna í Brussel, meðan fjármagnsöflin hér á landi fengu frítt spil!!
Þó kveðjan frá þér hafi verið í þynnra lagi núna frændi, veit ég að það nær grunnt.
Með bestu kveðjum af Skipaskaga.
Gunnar Heiðarsson, 8.7.2014 kl. 22:03
Sælir - á ný !
Auðvitað - var / og er þykkja mín á grunnsævi: Gunnar.
En - ekki þætti mér lakara: að þú bæðir Kela forláts á fremur kaldranalegri kveðju þinni - til hans.
Vitaskuld - var Davíð ekki einn að verki:: enda tiltók ég vini hans einnig (Jón Baldvin Hannibalsson / Halldór Ásgrímsson o.fl.) í minni fyrstu athugasemd.
Með beztu kveðjum að þessu sinni - fái Jack Daniels notið þess sannmælis / sem hann á svo sannarlega skilið: enda.. er Keli þeirrar gerðar - að við: sem þekkjum hann vitum jafnan hvar við höfum hann: á velli fyrir ///
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 8.7.2014 kl. 22:12
Aldrei hef ég ritað með stýrðri hendi Jack Daníels og þykir mér þú ganga nokkuð langt í fullyrðingum þar!!
Gunnar Heiðarsson, 8.7.2014 kl. 22:44
Ekki í neinu - hugðist ég valda þér misskilningi orða minna Gunnar / svo fram komi - einnig !
Skil ekki alveg - meiningu athugasemdarinnar:: nr. 10.
ÓHH
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 8.7.2014 kl. 23:10
Með því að lesa athugasemd nr 7, sérðu hvað ég á við frændi.
Gunnar Heiðarsson, 8.7.2014 kl. 23:26
Ísland er bananalýðveldi.
Aumkunarverðir ræflar stjórna landinu, hafa stjórnað því lengi.
Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 8.7.2014 kl. 23:35
Sælir - sem fyrr !
Gunnar frændi !
Nú já. Í athugasemd nr. 7 hefði Keli - líkt og ég sjálfur reyndar: getað bent á / sem og þú líka:: AÐ ANNAR EINS ÓNYTJUNGUR ÍSL. SAMFÉLAGS HEFÐI VART FINNANLEGUR VERIÐ - SÍÐAN ÞEIR SMIÐUR ANDRÉSSON (14. öld) sem og JÓN GERREKSSON (15. öld) höfðu uppi verið // þar til Davíð Oddsson kom fram á sjónarsviðið (á 20. öld) Gunnar minn !!!
Þar í - liggur okkar feill allra / að hafa ekki FORDÆMT manninn (DO) sem beinast lá við:: reyndar.
Með beztu kveðjum /
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 8.7.2014 kl. 23:54
Haukur fornvinur Kristinsson !
Ekki einu einasta orði við að bæta - í þinni ágætu athugasemd (nr. 13) !!!
ÓHH
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 8.7.2014 kl. 23:57
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.