Í hvaða kápu var Gylfi ?

Það er spurning fyrir hvern Gylfi mætti á þennan fund. Það er ljóst fyrir hverja fulltrúar SA standa, en erfiðara að átta sig á fyrir hvern og hverja Gylfi Arnbjörnsson stendur.

Var hann mættur þarna til að standa vörð um Icelandair, var hann mættur þarna til að standa vörð um verkfallsrétt flugvirkja, eða var hann mættur á þennan fund sem forseti ASÍ, í þeim tilgangi að verja þann kjarasamning sem hann skrifaði undir síðasta vetur? Í þeim kjarasamning segir að enginn skuli fá hærri launahækkanir en sem nemur þeim samning, eða 2,8%.

Það er því slæmt ef satt er að þeir sem kallaðir voru til fundarins hafi ekki mátt spyrja spurninga. Það hefði verið fróðlegt að heyra spurningar frá Gylfa.

Það er erfitt að þurfa að klæðast mörgum kápum.

 


mbl.is Formaðurinn bannaði spurningar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband