Lækka laun allra forstjóra og stjórnarmanna um 50%
20.6.2014 | 00:17
Það þarf ekki erlent tímarit til að segja okkur þessar fréttir. Við Íslendingar þekkjum vel þá staðreynd að því hærri sem laun forstjóranna eru, þeim mun verri verður reksturinn. Hitt er svo annað mál að það er ánægjulegt að sjá að útlendingarnir eru farnir að skilja þessa staðreind einnig.
Við sáum hvernig fór hjá okkur á fyrsta áratug þessarar aldar. Laun forstjóranna hækkuðu sífellt og reksturinn versnaði. Þegar laun forstjóra og stjórnarmanna voru orðin almenning óskiljanleg, svo há að það hefði tekið almennan launamann í landinu nokkrar aldir að vinna fyrir einum árslaunum bankastjóra, hrundi allt til grunna.
Og nú er allt komið á fulla ferð aftur, utan það að nú á almennigur hlut í flestum fyrirtækjum landsins í gegnum lífeyrissjóðina. Forstjóri stæðsta flugfélagsins skammtaði sér væna launahækkun og voru laun hanns þó engir smáaurar fyrir. Skömmu síðar kom fram afkomuaðvörun frá fyrirtækinu. Bankastjórarnir keppast við að hækka sín laun sem mest þeir geta. Þó er rekstur bankanna nú orðinn með þeim hætti að vandséð er að þeir fái allir lifað út þennan áratug. Svona mætti lengi telja.
Þessi frétt er því engin frétt fyrir okkur Íslendinga, þó við virðumst ekkert hafa lært og látum yfir okkur ganga sömu hringavitleysuna aftur og aftur.
Það liggur því beinast við að lækka laun allra forstjóra og stjórarmanna um svona 50%, þá er kannski von á að fyrirtækin fari að bera sig!
Hærri laun, verri forstjórar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Alveg hjartanlega sammála.
Versta vid thetta allt ,
ad thetta er enntha allt sama hyskid og var fyrir hrun.
Thannig ad vid hverju er ad buast...?
M.b.kv
Sigurdur Hjaltested (IP-tala skráð) 20.6.2014 kl. 02:30
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.