Er þá ljóshundurinn úr sögunni ?
31.5.2014 | 08:49
Hörður Arnason er loks búinn að átta sig á á það er orkuskortur í landinu. Fram til þessa hefur hann rökstutt draum sinn um ljóshund til Bretlands með því að svo mikil umframorka væri í kerfinu, sem nauðsynlega þyrfti að koma í verð.
En nú vaknar hann upp og sér að öll umframorkan var bara draumur. Að í raun sé bullandi orkuskortur í landinu. Kannski hefur hann áttað sig þegar fyrirtækið hans fékk reikninginn frá þeim fyrirtækjum sem þurftu að skerða umfram samninga, nýliðinn vetur. Kannski vaknaði hann upp þegar hin ýmsu fyrirtæki sem vilja koma með sína framleiðslu hingað til lands óskuðu eftir orku. Hvor ástæðan er skiptir ekki máli, mestu máli skiptir að forstjórinn er vaknaður af sínum draumsvefni.
Eða er það kannski ekki raunin? Ekki hefur hann gefið út að ljóshundurinn sé úr sögunni. Hugsanlega er hann enn að nudda stýrurnar úr augunum, hugsanlega blundar hann enn og dreymir um ljóshund.
Í öllu falli þarf þegar að virkja meira, bara til að Landsvirkjun geti skaffað það rafmagn sem það hefur skuldbundið sig til að afhenda. Þá þarf einnig að virkja meira svo við getum tekið við þeim ágætu fjárfestum sem hingað vilja koma og gera okkur kleyft að búa til fleiri störf og afla meiri gjaldeyris.
Ef Hörður heldur fast við sinn keyp um ljóshundinn, sem reyndar er ekki enn tæknilega framkvæmanlegur, þarf að virkja enn meira. Til að fóðra slíkann hund þarf að lágmarki eina Kárahnjúkavirkjun, eða um 700 vindmillur af þeirri stærð sem hugmyndir eru um að setja upp á hálendinu. Svæðið sem þyrfti fyrir þær vindmillur er nálægt því 5,5 sinnu stærra en það svæði sem fór undir Hálslón!!
Til að sinna núverandi eftirspurn og þeirri sem þegar er fyrirliggjandi þarf þó ekki að virkja nema um fjórðung eða þriðjung þess sem ljóshundurinn þarfnast. Allur virðisauki sem af þeirri orkuframleiðslu verður mun verða eftir í landinu, í formi starfa, gjaldeyrisöflunar og skatta. Allur virðisauki af ljóshundinum mun aftur falla í hendur Breta.
Eftirspurn meiri en framboðið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Ekki er ég viss um það Gunnar að hundurinn hafi verið grafin.
En hvaða afglapi var það sem dró upp þetta skoffín sem á sína æðstu drauma í vindmillum og lampasnúrum sem skila tíru til jafns við tapið?
Gæti ekki verið komin tími á að þessi Íslenski Don Kíkóti og hans samfasar fái genalæga atferlis rannsókn hjá Kára?.
Hrólfur Þ Hraundal, 31.5.2014 kl. 12:04
Það væri ekki svo vitlaust að Kári skoðaði genin í þessu fólki. Kannski eru til lyf við þessum krankleik.
Gunnar Heiðarsson, 31.5.2014 kl. 12:52
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.