Þegar byggt er á sandi
29.5.2014 | 08:39
Það hefur aldrei þótt gott að byggja hús á sandi. Það má þó segja að svokölluð "samstaða" sem Gylfi Arnbjörnsson talar um, hafi verið byggð á sandi.
Gylfi fór af stað með kjarasamning sem átti að tryggja stöðugleika. Göfugt markmið, en með öllu útilokað til framkvæmda nema allir aðilar komi að málinu. Það var ekki gert, heldur gerður kjarasamningur fyrir hönd aðildarfélaga ASÍ upp á launkjör sem skiluðu kjaraskerðingu fyrir flest aðildarfélögin og félagsfólk þeirra. Ekki var gerð nein einasta tilraun til að fá aðra aðila að borðinu, s.s. félög starfsfólks hjá ríki og bæ, eða þau félög á almennum markaði sem hafa haft gæfu til að halda sig utan ASÍ. Þetta var því dauðadæmt frá upphafi, þar sem enginn stéttarfélög utan ASÍ voru bundin af þessum samning. Reyndar tilkynntu forsvarsmenn nokkurra stéttarfélag ríkisstarfsmanna strax að þessi kjarasamningur milli ASÍ og SA væri þeim algerlega óviðkomandi og að ekki yrði horft til hans í komandi samningum. Það hefur vissulega staðist. Auðvitað átti launafólk innan félaga ASÍ að taka mark á þeirri tilkynningu og kveða niður þennann óskapnað Gylfa, með því að fella samninginn. Því miður var það ekki gert.
Alvarlegri eru þó ummæli Gylfa nú, þegar hann talar um að "tilraunin hafi misheppnast". Er það boðlegt að forseti ASÍ noti félagsfólk þeirra stéttarfélaga sem sambandið mynda, sem tilraunadýr? Hvers konar hugsanaháttur býr í kolli Gylfa? Heldur hann að hann geti leikið sér með líf fólks og gert á því tilraunir? Manni kemur nafnið Joseph Mengela í hug!
Eitt sinn reiddist starfandi forsætisráðherra framferði ákveðins banka hér á landi. Hann fór og tók sína inneign úr bankanum og hætti viðskiptum við hann. Á síðasti kjörtímabili settu þingmenn met í úrgöngu úr stjórnmálaflokkum, þar sem þeim líkaði ekki framferði forystu sinna flokka. Það er sama hversu reiður eða ósáttur ég verð gagnvart ASÍ og stjórnun þar, mér er með öllu útilokað að ganga úr þessum klúbb sérhagsmunasinna!!
Gylfa er ekki lengur sætt í stól forseta ASÍ. Þeir kjarasamningar sem gerðir hafa verið í nafni sambandsins, frá því hann tók við, hafa verið gerðir með hangandi hendi, enda hugur Gylfa að mestu verið fastur í Brussel. Hann hefur ekki hikað við að nýta sér stöðu sína til að halda í frammi sinni pólitísku skoðun, þó víst sé að svipað hlutfall félagsmanna aðildarfélaga ASÍ aðhyllist þá skoðun og fram kemur í öllum skoðanakönnunum, eða á milli fjórðungur og fimmtungur.
Burt með Gylfa, það hljóta að finnast betri einstaklingar til að gegna þessari stöðu, í félagsskap sem telur nærri 100.000 manns!!
Tilraun um samstöðu mistókst | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Þarna er ég þér sammála !
Hvernig hann hefur komið fram er hneisa !
Birgir Guðjónsson (IP-tala skráð) 29.5.2014 kl. 08:44
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.