"Ef" og "hefði"

Sjaldan hefur maður lesið jafn oft orðin "ef", "hefði", "hugsanlegt" og "mætti búast við", í einni frétt. Tek strax fram að ég á eftir að lesa skýrsluna sjálfa, en ef hún er að einhverju leyti í samræmi við þessa frétt, er ljóst að um moð er að ræða, moð sem ætlað er til að slá ryki í augu fólks.

Í fyrirsögn fréttarinnar segir "Viðræður hefðu klárast snemma 2013", en þegar lengra er lesið er sagt að EF ekki hefði verið hægt á viðræðum um áramót 2013/2014, og EF þær hefðu ekki verið stöðvaðar eftir kosningar vorið 2014, mætti búast við að búið væri að opna alla kafla NEMA þá tvo sem fjalla um sjávarútveg og landbúnað. Þessar fullyrðingar passa illa saman, reyndar hvor í sínu lagi ákaflega undarlegar.

Það er hvergi mynnst á undanþágur í fréttinni, þó fyrsta fyrirsögn hennar segðu að þær væru þegar til staðar. Hins vegar er hver kaflinn af öðrum rakinn, þar sem segir að EF þetta eða hitt HEFÐI verið til staðar, þá væri HUGSANLEGT  og MÆTTU BÚAST VIÐ að einhverjar tilslakanir fengjust.

Það er ljóst að tafirnar á viðræðum voru allar af hálfu ESB og tiltekin mál sem þáverandi utanríkisráðherra sór og sárt við lagði að hefðu engin áhrif þar á, s.s. icesave, makríll og fleira.

Þá er einnig ljóst að spilatækni ESB er með þeim hætti sem andstæðingar aðildar hafa haldið fram, að fyrst skuli ræða þau mál sem minnstu skipta og auðveldast er að leysa, en stærri og erfiðari málin geymd til loka viðræðna. Þannig getur sambandið flækt umsóknarríki nægjanlega í sinn vef, að úr honum verði ekki komist. Það sem kemur kannski á óvart er að þáverandi utanríkisráðherra virðist hafa tekið þátt í þessum spilaleik ESB og beinlýnis verið með frumkvæði að því að spila á þennan hátt. Má þar nefna frumkvæði utanríkisráðherra á að geyma viðræður um hvalveiðar fram á síðustu metrana.

Það er vonandi skekkja hjá fréttamanni, þegar hann blandar inn í frétt um þessa skýrslu, skáldsögu Össurar. Ef hins vegar fréttamaður er að taka þann kafla fréttarinnar út úr skýrslunni sjálfri, þarf ekki að sóa tíma í að lesa hana! Þá hefur skýrslan dæmt sig sjálf. Höfundar hennar hafa þá valið að stytta sér leið með aðferðum sem fræðimenn ekki nota!!


mbl.is Höfðu þegar náð fram sérlausnum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Það er svolítið erfitt að skrifa blogg við frétt þegar fyrirsögn fréttarinnar breytist í sífellu.

Fyrst þegar þessi frétt kom fram á mbl.is var fyrirsögnin "Höfðu þegar náð fram sérlausnum", síðan breyttist fyrirsögnin yfir í "Viðræður hefðu klárast snemma 2013" og nú er upphaflega fyrirsögnin komin aftur á fréttina.

Það breytir því þó ekki að í þessari frétt kemur hvergi fram hvaða sérlausnir hafa náðst fram, en farið löngu máli um hvað hugsanlega gæti náðst ef ákveðin skilyrði væru til staðar. Engin rök eru þó að baki þessu, einungis vitnað í ónafngreindann aðila inna embættismannakerfis ESB, auk þess sem skýrsluhöfundar virðast láta drauma ráða nokkuð efni skýrslunnar.

Gunnar Heiðarsson, 7.4.2014 kl. 15:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband