Lýðræðið

Frá því landið okkar öðlaðist sjálfstæði hefur svokallað fulltrúalýðræði verið okkar stjórnform. Það byggir á að fólk stofnar flokka um ákveðna stefnu gildi og geta kjósendur valið sér flokk eftir sinni sannfæringu. Fólk getur síðan gengið í ákveðinn stjórnmálaflokk, ef það kýs svo og haft áhrif þar. Þetta kerfi er auðvitað ekki gallalaust, en sennilega virkasta lýðræðið sem þekkist. Beint lýðræði er ekki til, enda nánast útilokað að stýra landi sem reynir slíkt. Það hefur marg sannast í Sviss, þar sem lýðræðið er einna beinast. Oftar en ekki kjósa íbúar þar um eitthvað mál, sem svo veldur því að gera þarf stórtækar breytingar á lagaumhverfinu, breytingar sem ná langt út fyrir það mál sem kosið var um.

Virkni lýðræðisins innan stjórnmálaflokka er hins vegar mismunandi. Þó má segja að svokölluð grasrót þeirra hafi haft nokkuð sterk ítök í þessum flokkum. Stundum hafa þeir sem eru í forsvari fyrir flokka ekki sætt sig við vilja grasrótarinnar og þeir yfirgefið sinn flokk, stundum hafa þeir yfirgefið stjórnmálin að fullu, en oftar stofna þetta fólk nýjann flokk. Oftar en ekki sameinast síðan það framboð gamla flokknum aftur. Þetta hefur einkum verið áberandi á vinstri væng stjórnmálanna og má telja mikinn fjölda flokka og framboða sem tengjast krötum, af þessu tilefni. Þá hafa einnig sumir flokkar misst flesta sína kjósendur vegna þess að þeir sem voru í forsvari vildu ekki fylgja stefnunni sem almennir floksmenn samþykktu. Einstaka sinnum gengur fylgið til baka þegar kúrsinn er réttur af og málpípur flokkanna fara að fylgja þeirri stefnu sem mörkuð var.

Megin stefnan hefur þó verið að það er hinn almenni flokksmaður sem ræður og málpípur flokkana haft það hlutverk að endurvarpa þeim boðskap til þjóðarinnar. Eftir bankahrunið var þetta stjórnform gagnrýnt verulega og sagt að lýðræðinu væri ógnað með því. Að svokallaður fjórflokkur væri ógn við lýðræði landsins, þó þeir flokkar hafi verið til í einhverri mynd frá stofnun lýðveldisins.

Upp spruttu fjölmörg framboð, þar sem því markmiði að fjölmenn grasrót mótaði stefnuna, var kastað á glæ. Sum þessara framboða var þó með sterka stefnu, ákveðna af fámennum hóp, en önnur æddu af stað án nokkurrar stefnu. Flest þessara framboða náði skammt í kosningum, utan eitt. Og það var framboð án stefnu. Það sem einkenndi þessi framboð öll var þó ákall á meira lýðræði, sem þau þó höfðu að engu innan sinna raða.

Það er merkilegt að kjósendur skuli vilja gefa slíkum framboðum sitt atkvæði, þegar í boði stendur virkt lýðræði, að kjósendur vilji frekar kjósa framboð sem annað hvort hefur stefnu sem ákveðin er af fámennum hóp, eða framboð án stefnu, þegar í boði eru flokkar sem bjóða hvern velkominn til sín og leifir hverjum sem er að leggja sitt á vogarskálar lýðræðisins.

Björt framtíð hefur náð ótrúlegu fylgi miðað við að sá flokkur er nánast stefnulaus og allar ákvarðanir eru teknar í fámennum hóp. Þessi flokkur er þó hreinn krataflokkur og má kannski skýra fylgi hans með óánægju kjósenda Samfylkingar. Að þeir kjósendur telji ekki lengur þann flokk vera málsvara kratastefnunnar og leiti því annað. Að þessir kjósendur telji betra að kjósa flokk sem er án stefnu. Í það minsta er ljóst að BF er að taka verulegt fylgi frá Samfylkingu og vandséð hvor þeirra flokka muni ná yfirráðum yfir atkvæðum þeirra kjósenda sem aðhyllast kratisma, hvort það verður sá flokkur sem kennir sig við þá stefnu, eða hvort hinn stefnulausi ná þar yfirráðum.

Og nú er nýtt framboð í burðarliðnum, framboð á hægri væng stjórnmálanna. Þar koma saman nokkrir Sjálfstæðismenn sem ekki geta sætt sig við vilja meirihluta kjósenda. Landsfundur Sjálfstæðisflokksins er fjölmennasti fundur nokkurs stjórnmálaafls á Íslandi og því mætti ætla að þar væri lýðræðið kannski virkast. Á síðasta landsfundi var ákveðin stefna mörkuð varðandi ESB aðildina. Mjög ríkur meirihluti fundarmanna samþykkti hvernig staðið skyldi að því máli. En fámennur hópur gat ekki sætt sig við vilja meirihlutans, sætt sig við lýðræðið. Þessi fámenni hópur hefur nú boðað nýtt framboð, þar sem stefan verður coperuð frá stefnu Sjálfstæðisflokks, utan ESB málið. Þar ætlar þessi fámenni hópur að skilja sig frá Sjálfstæðisstefnunni.

Þetta er hið besta mál og sorglegt að þetta framboð skuli ekki hafa verið stofnað miklu fyrr. Strax eftir síðasta landsfund áttu auðvitað þeir menn sem ekki sættu sig við vilja fundarins að stofna slíkt framboð og bjóða fram í síðustu kosningum. Sá skaði sem Sjálfstæðisflokkur hlaut af því að það var ekki gert var mikill. Fjöldi kjósenda flokksins, bæði flokksbundnir og utan flokks, drógu að sér hendur í síðustu kosningum. Sumir færðu sig annað en flestir sátu heima. Ástæðan var einföld, formaður floksins gaf sterklega í skyn fyrir kosningar að hann ætlaði hugsanlega að hafa ákvörðun landsfundar að engu og fara frekar að vilja hins fámennu og háværa minnihluta flokksins. Sá skaði sem af þessu hlaut er ómældur. 

Það ber því að fagna nýju framboði á hægri vængnum, framboði með því eina markmiði að ganga í ESB. Það mun þá opinberast í næstu kosningum hversu stór flísin er innan Sjálfstæðisflokks sem vill kasta sjálfstæði þjóðarinar fyrir borð. Þetta gæti þó orðið erfitt að mæla, þar sem nokkuð er ljóst að enn fleiri muni snúa til baka til flokksins, þegar þessi óværa hefur verið numin brott úr honum.

Staðreyndirn er að í síðustu kosningum fékk Sjálfstæðisflokkur afar dræmt fylgi, miðað við að hafa verið í stjórnarandstöðu í heilt kjörtímabil. Það má vissulega rekja að hluta til þess að aðildarsinnar innan flokksins kusu hann ekki, en að lang stæðstum hluta til þess að sjálfstæðissinnuðum flokksmönnum hugnaðist ekki daður formannsins við frænda sinn og hans slekti. 

Lýðræðið byggir alltaf á meirihlutavilja. Þeir sem ekki sætta sig við það, sætta sig ekki við lýðræðið. Það eru menn forsjárhyggju, þar sem stefnan skal ákveðinn af fámennum hóp fyrir fjöldann.

Orson Wells kunni góða sögu um þannig stjórnarhætti! 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband