Sjálfhverfa fréttamanna ruv

Formaður félags fréttamanna á ruv er ánægður með fyrirhugaðar breytingar, sem nýr útvarpsstjóri hefur boðað.

Það eina sem formaðurinn sér að þessum breytingum er að þær muni ná til hanns félagsmanna og við það verður auðvitað ekki unað!

Þvílík sjálfhverfa þessa fólks, það er sjálfsagt að fara í viðamiklar breytingar, svo fremi að þær lendi ekki á því sjálfu!

Staðreyndin er, eins og allir vita sem á þessa útvarpsstöð hlusta, að hellsti vandi stöðvarinnar og þar sem hún hellst er gagnrýnd, eru einmitt störf fréttastofunnar. Þar er langt gengið í því að teygja lög um stofnunina. Fréttaflutningurinn sjálfur er kannski ekki það versta, þó vissulega séu viðtöl og fréttafluttningur með þeim hætti að trúverðugleiki þeira er vafasamur. Hins vegar eru það hinir ýmsu "fréttaskýringaþættir" þar sem  trúverðugleikinn fer veg allra veraldar. Þá þætti notar fréttastofan sem áróðursverkfæri ESB sinna, enda flestir fréttamenn stöðvarinnar heitir aðildarsinnar og fara ekki leint með þá skoðun sína.

Ég fagna þeim breytingum sem hinn nýji útvarpsstjóri hefur boðað. Þar fer maður sem lætur ekki pólitík vefjast fyrir sínum verkum. Fjárhagslegur vandi stofnunarinnar er mikill og trúverðug áætlun hans á þeim vanda er góð. Honum er greinilega ljós vandi fréttastofu, enda þarf ekki mikið vit til að átta sig á þeim pólitíska halla sem þar ræður ríkjum.

Það er vonandi að þessum unga manni takist sitt ætlunarverk og hann láti engann kúga sig til að slá af sínu ætlunarverki, að gera ríkisútvarp allra landsmanna að ríkisútvarpi ALLRA landsmann og koma rekstrargrunni þess á rétt ról.

 


mbl.is Ræða kjaramál og breytingar á RÚV
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband