Heillindi ESB opinberast.
13.3.2014 | 12:03
Sú staðreynd að ESB, Norðmenn og Færeyingar semji um skiptingu makrílstofnins og að sá samningur er byggður á veiði sem er langt umfram ráðleggingar fiskifræðinga, er alvarlegt mál. Auðvitað á Alþingi að standa saman gegn svona aðför að landinu.
Því miður sér stjórnarandstaðan einhver vopn í þessum samning og vill nýta þau í sínu stríði við réttkjörin stjórnvöld hér á landinu. Ekki að þetta komi á óvart, það voru kratar sem stóðu gegn sjálfstæði landsins á sínum tíma, það voru kratar sem stóðu gegn þorskastíðunum þrem, sem háð voru til að ná yfirráðum yfir okkar landhelgi. Það stríð varð síðan til þess að alþjóðasamningum var breytt á þann veg að strandríki heims fengu yfirráð yfir 200 mílum umhverfis sitt land. Að vísu hafa nokkur ríki Evrópu valið að afsala sér þeim rétti til búrókrata ESB.
En gott og vel, ef stjórnarandstaðan, þá hellst kratar, vilja setja þetta alvarlega mál í karp hér innanlands, í stað þess að standa með þjóð sinni, er það allt í lagi. Þá skal sú umræða líka standa á réttum grunni, grunni þess að ekki sé með nokkru móti hægt að semja við ESB. Sambandið fari sínar eigin leiðir, hvað sem hver segir. Heillindi þeirra sem þar ráða eru einskisvirði.
Forkastanleg framkoma gegn Íslandi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 13.3.2014 kl. 12:32
Týrir nú á tík, og ESB sýnir sitt rétta fés. Vonsviknari er ég með granna vora, sér í lagi Færeyinga.
En...þar sem ca þriðjungur stofnsins er á beit hér við land, þá veiðum við bara innan landhelgi upp í það sem við vorum að reyna að semja um. Eða meira.
Jón Logi (IP-tala skráð) 13.3.2014 kl. 14:45
Vísindalegar makrílveiðar eru að mínu mati bara innistæðulaus orðaleikur. Það er nefnilega útilokað að telja þessar engisprettur hafsins, þó reynt væri að ljúga því til að byrja með.
Vísindalega fiskveiðiráðgjöfin er svona álíka merkilegt blekkingarfyrirbrigði, eins og ,,nýju fötin keisarans", í ævintýrinu góða.
Það er kominn tími til að byrja ábyrgar fiskveiðar aftur í heiminum, sem stjórnað er af reynslumiklum, heiðarlegum og ábyrgum sjómönnum, sem sjá í gegnum blekkingarvef fiskveiðiráðgjafanna vísindalegu. Ráðgjafa sem sitja við allar hliðar heimsveldis-hring-teborðs heims-spillingarelítunnar.
Það þarf að veiða þennan makríl þar sem hann gengur, hvort sem það er á Íslandi eða annarsstaðar.
ESB hefur svo upp í gegnum tíðina staðið fyrir stanslausum villimanna-sjóránsveiðum, með Bretaelítuna í formannabrúnni spilltu! Svei þessu heimsveldis-lygarugli öllu saman!
Ísland á svo ekki veiðiréttinn í Grænlands-landhelginni, og ég hef furðað mig á græðgiför íslenskra togara til Grænlands? Og íslenskir sjómenn skildir eftir atvinnulausir á Íslandi? Hvers konar er þetta eiginlega?
Danmörk (litla Þýskaland) fær svo auknar veiðiheimildir í Noregi núna! Fingraför ESB hafa nú líka náð til Færeyja í gegnum Danmörk (litla Þýskaland). Færeyjar eru ekki sjálfstæðari en svo, að Danmörk (litla Þýskaland) hefur æðsta vald yfir Færeyjum.
Hvað vakti fyrir Íslandi að ætla sér makríl Grænlands? Það skildi ég aldrei!
M.b.kv.
Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 13.3.2014 kl. 15:39
Í hafinu gildir bara eitt lögmál Anna. Að drepa eða vera drepinn. Íslenzkir sjómenn máttu ekki veiða síldina á Breiðafirði s.l. haust en höfrungar, smáhveli, selir og fuglar mega háma stofninn í sig í manngerðu síldargildrunni í Kolgrafarfirði! Er nema von að maður dragi skynsemi ráðamanna í efa......
Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 13.3.2014 kl. 16:03
Fréttir dagsins af þingi benda til þess að kratar átti sig eki á alvarleik þessa máls, sama má segja um skrif nokkurra í athugsemdum hér fyrir ofan.
Skilja mátti á málflutningi krata í daga að það hafi verið af undirlagi íslensku ríkisstjórnarinnar hvernig fór! Þvílík hræsni!
Það vakti þó örlitla von að horfa á Kastljós kvöldsins. Þar sást að SJS, sem gjarnan nýtir hvert tækifæri til að klekkja á stjórnvöldum, skilur alvarleikann og vill halda þessu máli utan við pólitísk skítköst. Hann sér að þetta mál er þess eðlis að allir þingmenn verði að snúa saman bökum. Hafi hann hrós fyrir.
En kratar sitja fast við sinn keyp, enda ekki mikill pólitískur skilningur meðal þeirra. Þar er fyrst og fremst reynt að vinna að eigin frama, hvað sem það kostar. Þessi hópur myndi kasta þjóðinni fyrir úlfa, teldu þeir sig einhvern persónulegann hag geta haft af því, nú eða þeir teldu það þjóna ESB!!
Gunnar Heiðarsson, 13.3.2014 kl. 21:38
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.