Össur og kökurnar

Össur Skarphéðinsson grípur gjarnan til óhefðbundinna málefna, þegar rökleysið bagar hann. Kökur eru honum hugleiknar við slíkar aðstæður. Hvort kökur eru honum svona ástkærar að hann sjái eftir þeim í munn annara, skal ósagt látið.

Við yfirheyrslur hjá þeirri nefnd sem reyndi að varpa ljósi á bankahrunið, greip Össur til þessarar samlíkingar, þegar að honum var sótt, en eins og flestir muna var hann höfuð Samfylkingar þá örlagaríku daga er bankarnir féllu. Formaðurinn var á þeim tíma upptekinn við eiginn frama út í New York. Þegar nefndarmenn sóttu að Össur og vildu frá honum skýringar, sagðist hann ekki hafa hundsvit á peningum. Hann taldi sitt hlutverk í ríkisstjórn hellst, að telja hversu mikið menn gátu hámað í sig af sætabrauði á hverjum fundi og fór stórum orðum um það í skýrslunni.

Í gær óskaði stjórnarandstaðan eftir umræðum um fundarstjórn forseta. Og auðvitað kom Össur í pontu, þar sem hann gagnrýndi forsætisráðherra fyrir að vera ekki í sal Alþingis, meðan umræða um fundarstjórn fór fram. Hví í ósköpunum skyldi ráðherra átt að sitja þar? Var ekki verið að ræða fundarstjórn forseta? Vill Össur meina að ráðherra eigi að meðtaka kvartanir vegna fundastjórnar og síðan að skamma forsetann? Svo langt gekk Össur að hann vildi að forseti Alþingis tæki forsætisráðherra á tiltal.

Auðvitað varð forseti ekki við þeirri beiðni. Þegar svo Össur steig aftur í pontu hafði hann ekkert að segja og til að eyða tíma greip hann til þess ráðs að ræða kökuát.

Þegar síðan ruv sýndi frá störfum Alþingis í fréttatíma kvöldsins, var það einmitt sú ræða Össurar sem mest vægi hlaut. Það var ekki sagt frá umræðum að neinu marki og ekki sagt frá því að forseti setti niður við stjórnarandstöðu. Nei, ræða Össurar um kökuát þótti fréttnæmust!! 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Ég verð að viðurkenna að mér þykir alltaf pínulítið vænt um Össur, hann er einn af þeim sem erfitt er að vera reiður við. Hjartað á honum er líka á réttum stað, en heilabúið er oftar en ekki úti á túni.

Ég held að stjórnarliðar ættu að einbeita sér að því að fá svör hjá honum um AF HVERJU HANN HÆGÐI Á UMSÓKNARFERLINU Í FYRRA OG SETTI ÞAÐ SVO Á ÍS.

Ég held að þar liggi mergurinn málsins og aðalþunginn. Hvað gerðist sem varð til þess að ferlið var sett á ís?

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 11.3.2014 kl. 13:38

2 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Sjálfsagt er Össur hinn vænsti maður, svona inn við beinið. En það má segja um flest alla sem á Alþingi sitja. Og víst er að hann er hrókur fagnaðar á samkomum.

En pólitík hefði Össur átt að láta vera. Þar er hann sannarlega á rangri hillu.

Gunnar Heiðarsson, 11.3.2014 kl. 13:45

3 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já hann hefði sennileg átt að verða prestur, eða rithöfundur.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 11.3.2014 kl. 15:01

4 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Hann má vera feginn að Sigmundur hefur ekki lyst á bollum.

https://www.dv.is/folk/2013/12/23/beid-eftir-barninu-i-tiu-ar-UU90NB/

Jón Steinar Ragnarsson, 11.3.2014 kl. 19:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband