Stórkostlegt afrek krata

Það er sama hvort kratar eru í stjórn eða ekki, þeirra vilji skal ráða.

Á síðasta kjörtímabili sat Samfylkingin í ríkisstjórn, hafði fengið umboð nærri 30% þjóðarinnar í kosningum vorið 2009. Allt það kjörtímabil leit þessi flokkur svo á að hans vilji skyldi ráða, hvort sem samflokkurinn í ríkisstjórn, eða stjórnarandstaðan væri því samþykkt. Um samráð var ekki að ræða og til að halda meirihluta á Alþingi var samstarfsflokknum hótað. Svo fór reyndar að þessi ríkisstjórn missti meirihluta sinn nokkru áður en kjörtímabilið var úti, þar sem nokkrir þingmenn samstarfsflokksins í ríkisstjórn ofbauð frekjan í krötum. 

Í kosningum vorið 2013 fékk svo Samfylkingin makleg málagjöld, þegar kjósendur refsuðu henni hressilega. Fylgi flokksins féll niður í 12,9% og þingmönnum hans fækkaði úr 20 niður í 9. Einn þingmanna flokksins lýsti þessu sem hamförum.

En jafnvel þó þjóðin hafi sent skýr skilaboð til Samfylkingar, lætur hún sem ekkert sé og krefst þess að stjórnað sé samkvæmt stefnu Samfylkingar. Krefst þess að núverandi stjórnarflokkar kasti sinni stefnu fyrir borð og taki upp stefnu þess flokks sem lenti í "hamförum" í síðustu kosningum.

Vissulega heyrðist oft orðið "samráð" frá munni krata á síðasta kjörtímabili, en það samráð byggðist alltaf á að allir aðrir færu að þeirra vilja. Orð og athafnir voru og eru sitt hvað hjá krötum. Svo er enn, kratar krefjast þess að málalok verði á þeirri frestun sem er á ESB viðræðum, en þau málalok skulu verða samkvæmt vilja krata. Kratar krefjast þess að samráð skuli haft innan Alþingis, samráð um að vilji þeirra fái ráðið!! 

Fari svo að stjórnarflokkarnir gefi eftir í þessu máli er ljóst að þeir hafa gengið á bak orða sinna, að þeir hafa svikið sína kjósendur. Þá má vissulega tala um afrek Samfylkingar. Þá hefur henni tekst að láta þrjá stjórnmálaflokka svíkja sína kjósendur. Fyrst VG, þegar sá flokkur var vélaður til samstarfs 2009 og svo nú báða stjórnarflokkanna. Þetta hlýtur þá að teljast eitthvað mesta afrek sem einum stjórnmálaflokk hefur tekist og það stjórnmálaflokk sem einungis hefur rétt rúmlega einn tíunda kjósenda að baki sér!

Þó þessu verði kannski ekki jafnað við afrek Kim Jung Un, þá er þetta afrek ekki langt þar frá!! 

 


mbl.is Fundur formanna fyrirhugaður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband