Hin kratíska slóð

Kratískur hugsanháttur er flestum óráðinn, nema auðvitað krötunum sjálfum. Þessi hópur, sem á hátíðastundu kennir sig við jafnaðarmennsku, er einhver mesti sérhagsmunahópur sem fyrir finnst í þessu þjóðfélagi. Þeir sérhagsmunir ná þó ekki til einhverra hópa eða hagsmunasamtaka, þessir sérhagsmunir ná einungis til þeirra sjálfra og þeirra sem næstir þeim eru.

Launamál Más Guðmundssonar voru hálfgert laumuspil, þegar hann var ráðinn til Svörtulofta. Þegar síðan sett voru lög um hámarkslaun forstjóra ríkisfyrirtækja varð hann ósáttur og taldi sig utan laga í þessu þjóðfélagi. Við þetta opnaðist umræðan um hver laun hann hefði samið. Lengst af fór þó sú umræða í að finna þann sem samið hafði við Má, enginn vildi kannast við að samningur hefði verið gerður. Þó var ljóst að málið var á ábyrgð þáverandi forsætisráðherra. Að endingu steig fram sannur krati og tók byrgðina af ráðherra.

En Már var enn ósáttur, hann taldi að lög sem Alþingi setti um hámarkslaun forstjóra ríkisfyrirtækja ættu ekki við sig og í þeim skilning lagði hann til orustu við bankann sem hann var í forsvari fyrir. Sú gerð ein og sér var svo gjörsamlega út í hött, að nægt hefði til að segja honum upp starfi. Þá má spyrja hvers hugur og siðferði þess manns er sem fer í mál við það fyrirtæki sem hann er í forsvari fyrir. Hitt, að ætla að leita sér málsbóta fyrir dómstólum, með því hugarfari að þeir dæmi gegn ríkjandi lögum, vekur síðan upp spurningar um vit og skynsemi þess sem slíkt gerir.

Það lá fyrir strax í upphafi að þetta var tapað mál fyrir Má. Dómstólar landsins eru bundnir því að fara að lögum og þau lög sem Alþingi samþykkti um launakjör ákveðinna starfsmanna ríkisins voru skýr. Það kemur því á óvart að samfylkingarkratinn, lögfræðingurinn og þáverandi formaður stjórnar Seðlabankans, skuli nú halda því fram að einhver óvissa hafi verið til staðar og því réttlætanlegt að bankinn sjálfur, mótaðilinn gegn Má, skyldi borga hanns kostnað. Ekki er þetta mat hennar byggt á lögfræði, svo mikið er víst. Því hlýtur hún að hafa verið undir miklum kratískum áhrifum þegar hún upp á sitt einsdæmi tók þessa ákvörðun. Hún ræddi ekki við stjórn bankans um þetta, taldi einfaldlega að stjórnin myndi styðja þessa ákvörðun. Sumir þáverandi stjórnarmenn bankanns eru að heyra þetta fyrst núna, svo ljóst er að stjórnarformaðurinn ætlaði aldrei að leita samþykkis stjórnarinnar, heldur fela sína kratísku slóð.

Ábyrgð fyrirtækja er í höndum stjórnar og forstjóra. Hvergi er þessi ábyrgð ríkari en einmitt í Seðlabanknanum, en vegna sjálfstæðis hans hefur eigandinn enga aðkomu að framkvæmd eða rekstri bankans. Nú liggur fyrir að þáverandi stjórnaformaður tók upp á sitt einsdæmi að nota allt að 10 milljónum (samsvarandi heildarárslaunum um 4 verkamanna)  af fé bankans í leyfisleysi. Því liggur beinast við að núverandi stjórn bankands sæki þetta fé til fyrrverandi stjórnarformanns. Það er svo í valdi hennar sjálfrar hvort hún sækir það fé til Más. Þá er spurning hvernig skattaleg meðferð þessa fjár var, hvort Már hafi greitt tekjuskatt af þessari upphæð.

Að fela sig bak við lögfræðilega óvissu í þessu máli er út í hött. Lögin voru skýr, enda dómur héraðsdóms og Hæstaréttar í samræmi við þau lög. Menn geta verið ósáttir við lögin sjálf, en þau voru í gildi og eftir þeim dæmt.

Það leynir sér ekki kratíska slóðin í þessu máli. Kratísk sérhagsmunastefna réð því að Már þurfti ekki að leggja fram kostnað vegna þessara málaferla, enda állir meðvitaðir um pólitíska fortíð hanns og að hann var framlag samstarfsflokks krata í ríkisstjórn.

Már hefur gefið í skyn að hann hafi nánast nauðugur tekið að sér það verk að stjórna Seðlabankanum, að það starf samrýmist vart hanns virðingu. Því er engin ástæða til að halda honum lengur hér á landi, var reyndar aldrei ástæða til að kalla hann heim. Það er því rétt að leifa öðrum að njóta hanns, hellst sem lengst frá Íslandi. Sjálfsagt er til fyrirtæki, einhverstaðar út í hinum stóra heimi, sem vill uppvægt fá til sín mann sem telur það sitt verkefni að fara í mál vegna launakjara og vill að fyrirtækið greiði af því allan kostnað.

Már má missa sig.

 


mbl.is Var krafinn um kostnað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Með svona útgefendur þarf krónan ekki fleiri óvini.

Guðmundur Ásgeirsson, 8.3.2014 kl. 09:54

2 identicon

Þegar Már segir, að ákvörðun núverandi ríkisstjórnar um að ráða fleiri bankastjóra hafi ekki verið vantraustslýsing á hann sjálfan, þá tekur hann feil. Það treystir honum enginn heilvita maður. Það er alveg af og frá að hann verði endurráðinn, þegar skipunartími hans rennur út.

Mér hefði samt þótt betra ef SDG hefði sagt það hreint út. Sagt "nýjan seðlabankastjóra" í stað "fleiri". Af öðru sem SDG sagði í þessu sambandi mátti ráða, að Már ynni beinlínis gegn ríkisstjórninni, enda pólítísk ráðning rétt eins og þær fyrri. Það sem við þurfum er seðlabankastjóri, sem hefur aldrei haft neina tengingu við neina flokka og sem getur eitthvað annað en bara að halda vöxtunum í hæstu hæðum.

Pétur D. (IP-tala skráð) 8.3.2014 kl. 11:32

3 Smámynd: Samstaða þjóðar

Eina alvöru lausnin á stórkostlegum vandamálum sem tengjast Seðlabankanum er að leggja hann niður. Það er ekki bara að Seðlabankinn sé gagnslaus, heldur er hann stórkostlega skaðlegur.

Loftur Altice Þorsteinsson.

Samstaða þjóðar, 8.3.2014 kl. 12:36

4 identicon

en er ekki best ad fa bara erlendan mann i stoduna, thetta er gert i Bretlandi, hann er kanadiskur thar og Bretar ekkert modgadir ut af thvi. Tha haettir allt thetta skitkast ut af flokkum og tengingum innanlands.

gunnar (IP-tala skráð) 8.3.2014 kl. 13:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband