Hvers á Höskuldur að gjalda ?
5.3.2014 | 18:25
Hvers á Höskuldur gjalda. Kall greiið fékk einungis 14% launahækkun, þegar Birna fékk 35% hækkun og Steinþór 58%. Það er illa farið með kallinn.
Þessi smánarlaunahækkun gaf Höskuldi ekki nema 6,6 milljónir, eða rétt rúmlega hálfa miljón í launahækkun á mánuði. Þetta er náttúrulega skandall, hann hlýtur að krefjast leiðréttingar!
Reyndar eru heildarlaun Höskuldar hæðst þeirra þriggja og kannski ekki alveg í samræmi við ofurgróða bankanna, þar sem hanns banki náði einungis að nurla saman 12,7 milljörðum í hagnað á síðasta ári, hagnaður hinna tveggja bankanna var miklu meiri. Þessi hagnaður er auðvitað sóttur til almennings.
Birna, sem fékk 35% í launahækkun á síðasta ári, situr í stjórn SA. Auðvitað þótti henni nóg að samningsaðilar SA, fólkið sem heldur uppi þjóðfélaginu, fengju 2,8% launahækkun. Enda væri meiri hækkun til þessa fólks bein ávísun á að hagkerfið myndi hrynja. Þegar einn verkalýðsleiðtoginn gerðist svo forhertur að krefjast 20.000 króna hækkunnar á laun þeirra sem minnst hafa, var hann úthrópaður sem lýðskrumari! Þó hefði sú hækkun einungis mælst nálægt 10%, eða tæplega einum þriðja af þeirri prósentuhækkun sem Birna sjálf fékk. Ef þessar tölur eru færðar í krónur er ljóst að launahækkun Birnu samsvarar heildarlaunum margra verkamanna!!
En ég vorkenni Höskuldi. Hálf milljón í launahækkun á mánuðu er auðvitað allt of lítið. Þetta er ekki nema sem svarar heildarlaunum tveggja og hálfs verkamanns, ekki nema 25 sinnum hærri launahækkun en verkamaðurinn fékk!!
Það er spurning hvort ASÍ/ESB Gylfi verði ekki að hlaupa undir bagga með honum og krefjast enn lægri launahækkunnar fyrir verkafólkið. Hugsanlega gæti Höskuldur þá fengið örlítið meira!
Laun bankastjóra hafa snarhækkað | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Enska máltækið „adding insult to injury“ lýsir því vel hversu ósmekklegar launakröfur þessa fólks eru.
Toni (IP-tala skráð) 6.3.2014 kl. 09:54
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.