Manni verður flökurt

Manni flökrar við að fylgjast með umræðu landsölufólksins þessa daganna. Orðin "lýðræði" og "lýðræðishalli" eru framarlega í munni þessa fólks. Þetta sama fólk og hafnaði með öllu aðkomu þjóðarinnar um þá ákvörðun að leggja í fenjaferð til Brussel, krefst nú þjóðaratkvæðagreiðslu um hvort þeirri feigðarför skuli hætt. Neðar er vart hægt að komast í umræðunni og hræsnin sem að baki liggur á sér enga fyrirmynd.

Hvort landsölufólkinu tekst með þessari umræðu og sértækri undirskriftasöfnun, að ná til hégómans í nægilega mörgum þingmönnum, svo samþykkt ríkisstjórnarinnar fái ekki staðfestingu, skal ósagt látið. Það er gömul saga og ný að margur þingmaðurinn hefur látið stjórnast að hégóma og poppúlisma. 

Það er sama hvernig atkvæðagreiðslan fer, hvort tillaga ríkisstjórnarinnar verður samþykkt eða felld, umræðan síðustu daga hefur skilað sínu og það er að opinbera hverjir það eru sem harðast berjast fyrir aðild. Þar koma einkum tveir hópar mest við sögu.

Annars vegar eru það menn sem ofarlega eru í menntakerfinu. Þeir vita sem er að hið rotna styrkjakerfi ESB er einstaklega hagstætt þeirra hagsmunum.

Hins vegar eru það þeir sem sitja á auð þjóðarinnar, bæði peningalegum auð hennar sem og fyrirtækjaauðnum. Þessir menn vita sínu viti, þeir vita að laga og reglukerfi ESB er sniðið að fyrirtækjum og auðmönnum. Þeir vita að þeirra vör er hjá ESB.

Svo eru það hinir, sem af undirlægjuhátt og heimóttarskap eru tilbúnir að gera hvað sem er fyrir ofangreinda hópa, fólkið sem  ekki hefur sjálfstæða skoðun, heldur fer að fyrirmælum þeirra sem þeir telja sér meiri! Þessi fámenni hópur lætur hátt.

Það kemur ekki á óvart að menn sem sitja á Alþingi sem sérlegur fulltrúar atvinnurekenda og fjármálsaflanna segist ætla að greiða atkvæði gegn þessari tillögu, jafnvel þó þeir séu innan stjórnarflokkanna. Það kemur heldur ekki á óvart þó kratar greiði atkvæði gegn henni, enda sá flokkur sem fastast spyrti sig við útrásarvíkingana fyrir hrun og hélt verndarhendi sinni yfir þeim eftir hrun.

Það sem kemur á óvart er að VG liðar skuli ekki taka þessari tillögu fagnandi. Þeirra stefnuskrá er samhljóma stefnuskrá núverandi stjórnarflokka um samskipti okkar við ESB. Að landinu sé best haldið utan aðildar en að styrkja beri samstarfið við þjóðir Evrópu. Getur verið að svo rotinn sé hugsanaháttur þingmanna VG, að vegna þess að þeir sjálfir sviku sína stefnuskrá vorið 2009, þá sé nauðsynlegt að aðrir flokkar geri slíkt hið sama? Það fer ekki milli mála að VG sveik sína stefnuskrá og kjósendur, vorið 2009, en nú hafa þeir tækifæri til að leiðrétta þau svik. Ekki er að heyra að það sé ætlun þeirra, poppúlisminn virðist bera þá ofurliði og skiptir þá engu hver stefnan er.

Lýðræðið er dýrmæt eign og ekki sjálfgefin, þetta sjáum við kannski best meðal þeirra landa sem mynda ESB, hin síðustu misseri. Á fjögurra ára fresti göngum við kjósendur til kosninga og veljum þá stjórnmálamenn sem við teljum best til þess hæfa að stjórna landinu. Þjóðaratkvæðagreiðslur eru mikilvægur hluti lýðræðisins og því vandmeð farnar. Til slíkrar atkvæðagreiðslu má kalla þegar upp koma mál sem ekki voru í umræðunni í undanfara kosninga, eða þegar stjórnarflokkar ákveða að afgreiða mál í andstöðu við sína stefnuskrá. Undir þetta falla t.d. icesave samningarnir og undir þetta féll umsókn Íslands að ESB, sumarið 2009. Undir þetta fellur ekki afturköllun þeirrar umsóknar, enda áttu allir kjósendur að vera meðvitaðir um stefnu núverandi stjórnarflokka um það mál, fyrir kosningar. Þó einstaka frambjóðandi segji eitthvað í andstöðu við stefnuskrá síns flokks, hefur það enga vigt. Stefnuskráin, sem ráðin er af grasrót flokkanna, gildir alltaf.

Því er sú undirskriftasöfnun sem nú er í gangi ekki á réttum forsemdum. Hún er afskræming lýðræðisins, sér í lagi þegar þeir sem að henni standa eru þeir sömu og stóðu hart gegn lýðræðinu vorið og sumarið 2009!!

 


mbl.is Rætt um Evrópumálin á morgun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Heyr Heyr!

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 23.2.2014 kl. 21:11

2 identicon

Hjartanlega sammála !!

Ragnhildur H. (IP-tala skráð) 23.2.2014 kl. 21:38

3 identicon

100% sammála

Bjarni Gunnlaugur (IP-tala skráð) 23.2.2014 kl. 23:03

5 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Haraldur: Þú ert eins og biluð plata. Er þetta allt sem þú getur hengt þig á? Eru óformleg orð Bjarna Ben í aðdraganda kosninga lög sem trompa bæði samþykktir landsfundar og stjórnarsáttmálann sjálfan?

Það verður kosið um það hvort sótt verði um, þegar þar að kemur. Þ.e.a.s. ef það verður ekki í höndum Samfylkingarinnar, sem hafnaði þjóðaratkvæðum um þetta ítrekað þrátt fyrir að 76% þjóðarinnar bæði um það. 

Við skulum bara vona að þeir verði gufaðir upp og horfnir af vetvangi stjórnmálanna áður en að því kemur. Um það snýst jú móðursýkin öll í raun. Sá flokkur hefur ekki önnur markmið og er því að verða tilgangslaus. Von að þeir emji.

Jón Steinar Ragnarsson, 24.2.2014 kl. 00:09

6 Smámynd: Haraldur Rafn Ingvason

eee... er Bjarni ekki fjármálaráðherra...??? Skoðaðu nú a.m.k. tengilinn áður en þu missir þig

Haraldur Rafn Ingvason, 24.2.2014 kl. 00:21

7 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Og hvað átti þessi tengill að segja okkur? Allt satt og rétt sem þar kemur fram. 

Ég biðst afsökunnar að hafa ályktað að þú værir enn að spamma rökleysunni um loforð Bjarna Ben, sem þú hefur verið óþreytandi í undanfarna daga. Gott að þú ert búinn að sjá hverslags dómadagsdella það var.

Nú ertu farinn að brása á youtube eftir einhverju óræðu til stuðnings málstað sem engin er.  Er örvæntingin að bera þig ofurliði? 

Endilega haltu áfram. Hentu inn einu og einu myndbandi með Britney Spears og Miley Cyrus í leiðinni. Það hefur jafnvel meiri sannfæringarkraft en þetta.

Takk annars fyrir frábært myndbrot af Sigmundi. Hann fer á kostum þarna og hittir beint í mark.

Jón Steinar Ragnarsson, 24.2.2014 kl. 00:55

8 identicon

Hjartanlega sammála.

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 24.2.2014 kl. 07:58

9 Smámynd: Haraldur Rafn Ingvason

Ég hef það fínt, þú hljómar hins vegar eitthvað æstur Jón minn. Fyrst þú ert farinn að biðja um óskalög þá er sjálfsagt að verða við því. Hér er eitt verulega flott. Læt vera að spamma íslensku áramótaútgáfunni...

En ég er sammála þér með Sigmund og myndbandið, það er náttúrlega fráleitt að halda þjóðinni frá því að kjósa um svona mál.

Haraldur Rafn Ingvason, 24.2.2014 kl. 12:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband