Biðlað í tóma sjóði
7.2.2014 | 18:17
Það er magnað hvernig Starfsgreinasambandið (SGS) túlkar þá niðurlægingu sem kjarasamningurinn er skrifað var undir á styðsta degi síðasta árs, fékk. Það hvarflar ekki að þeim að líta í eiginn barm, heldur er sökudólga leitað annað.
Niðurstaða kosningar um þann kjarasamning var skýr, þeir sem ofar eru í launastiga ASÍ félaga samþykktu samninginn en flest félög SGS, þar sem láglaunafólkið er, felldu samninginn. Þetta segir það eitt að þeir lægstlaunuðu láta ekki skammta sér úr hnefa, þeir vilja fá bætt það tap sem þeir hafa orðið fyrir. Ástæða þess er einföld, launin eru einfaldlega svo lág að útilokað er að lifa af þeim. Þar breytir engu þó einhverjar krónur bætast við.
Vissulega varð fólk forviða þegar ljóst var að samþykkt Alþingis um ýmsar gjaldskrárhækkanir sem samþykktar voru frá Alþingi ÁÐUR en skrifað var undir samningana, hefðu ekki verið dregnar til baka. En þar var ekki stjórnvöldum um að kenna, þó þau hafi tekið þá skömm á sig. Þar var að öllu leyti um að kenna þeim sem settu nafn sitt á þann kjarasamning, fyrir hönd launþega. Þeir áttu að ganga þannig frá málinu, áður en þeir skrifuðu undir, að gengið yrði til baka með þær hækkanir.
Það er ekki krafa launþega um að sækja frekar í tómann kassa ríkissjóðs, þó sumir innan SGS vilji túlka málið á þann veg. Krafa launþega er einföld, að sótt verði frekari launahækkun fyrir þá lægstlaunuð til fyrirtækja landsins. Þau eru flest rekin með hagnaði og sum verulegum hagnaði. Þetta sést nánast daglega, þegar fyrirtæki landsins gefa út afkomutölur sínar. Það er þangað sem SGS á að sækja fé svo kjarasamningur fáist samþykktur. Að sækja í tómann ríkissjóð er einungis uppgjöf aumingja, það er eins og að pissa í skóinn sinn.
Það vekur ekki bjartsýni að SGS skuli taka ákvörðun um sameiginlegar viðræður við SA, en halda þeim tveim formönnum sem virðast skilja vandann, frá þeim sameiginlegu viðræðum. Kannski má þar kenna að formenn þriggja félaga sem felldu samninginn eru nánustu samstarfsmenn forseta ASÍ, þ.e. varaforseti sambandsins og fyrsti aðalmaður miðstjórnar auk formanns framkvæmdastjórnar SGS. Sem kunnugt er þá eru þeir félagar Vilhjálmur og Aðalsteinn eru ekki beinlínis í uppáhaldi hjá Gylfa, en það á þó ekki að bitna á launþegum.
Því miður sýnist mér að sá hópur sem hefur rottað sig saman og þykist ætla að gera nýjann kjarasamning, muni fá sömu útreið og síðast, niðurlægingu og höfnun launþega.
Lýsa yfir áhyggju af stöðu á vinnumarkaði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.