Hálfvitar eða pólitíkusar ?

Það gefur auga leið að útreikningur fjármálastofu Reykjavíkurborgar er gjörsamlega út úr kortinu og vekur það vissulega upp spurningar hvort þar sé hæft fólk í vinnu!

Hrár útreikningur þessa er auðveldur, en hann segir þó einungis hálfa söguna. Gert er ráð fyrir að allt að 70 milljarðar króna séreignasparnaðar geti nýst til niðurgreiðslu lána eða upsöfnunar á húsnæðisreikning. Ef við tökum miðskattálag, sem flestir eru á, gerir það skattaafslátt upp á um 27 milljarða. Af þeirri upphæð er hlutur allra sveitafélaga landsins rúmlega einn þriðji, eða innan við 10 miljarðar. Þetta er hrár útreikningur, sem segir að gjörsamlega útilokað er að reikna þetta tap upp í 14,5 milljarða, sama hversu mikill sem viljinn er.

En eins og ég sagði áður segir þessi hrái útreikningur ekki  nema hálfa söguna. Fyrir það fyrsta eru ekki nærri allir sem greiða í séreignasparnað nú, en munu gera það til að hraða lækkun höfuðstóls lána. Því eru sveitarfélögin ekki að fá að óbreyttu tekjur upp á tæpa 10 milljarða næstu þrjú ár, vegna þeirra sem rétt eiga á séreignasparnaði til lækkunnar höfuðstóls. Sú upphæð er mun minni. Þeir sem skulda mikið og þurfa að skera af öllum útgjöldum hafa auðvitað skorið niður þarna og fleiri munu gera slíkt ef ekki væri sú gulrót að hægt væri að lækka höfuðstól lána. Það er því spurning hvert tap sveitarfélaga og ríkis yrði ef ekki verður farið í þessa aðgerð.

Það er ljóst að útreikningur Sambands íslenskra sveitarfélaga er mun nærri lagi, að heildartap allra sveitarfélaga landsins geti orði um 3,5 milljarðar.

Þá er þetta skattatap ríkis og sveitarfélaga ekki eitthvað sem skellur á strax, heldur mun þetta skila sér á löngum tíma. Skattur af séreignasparnaði greiðist við úttöku. Það er vitað að lántakendur eru á öllum aldri, sama hvað Sighvatur segir og því ljóst að útgreiðsla þess séreignasparnaðar sem fólk fær til að lækka höfuðstól sinna lána næstu þrjú ár, hefði annars komið til útgreiðslu á næstu 30 til 40 árum, svona jafnt og þétt.

Það er enginn stór sannleikur að allir eiga erfitt með að taka á sig kjaraskerðingu, þetta þekkja fjölskyldur landsins vel. En við skulum ekki gleyma þeirri staðreynd að þessi skerðing sveitarfélaga skilar sér til íbúanna sem þau mynda, að um 100 þúsund manns munu geta nýtt sér þessar aðgerðir, en það er stór hluti allra fjölskyldna landsins. Það er því spurning hvort það sé mikils til ætlast af sveitarfélögum landsins að minnka sínar tekjur um 3,5 milljara í heild á næstu 30 til 40 árum, sérstaklega í ljósi þess að tap þeirra yrði sennilega margföld sú upphæð ef ekkert er að gert. Og það tap mun ekki deilast á áratugi, heldur örfá ár. 

Þessi útreikningur fjármálaskrifstofu Reykjavíkurborgar er mun meira í ætt við kosningaslag en staðreyndir, svo glórulaus sem hann er.  Og aðrir, þar á meðal oddviti Sjálfstæðisflokks í Reykjavík, hlaupa til og taka undir bullið. Þetta er sorglegt, sérstaklega þegar ekki þarf nema einfalda reiknikunnáttu til að sjá hversu langt frá sannleikanum þessi útreikningur er.

Það er spurning hvort einungis vinni hálfvitar á fjármálaskrifstofu Reykjavíkurborgar, eða hvort hana skipar harðir pólitíksar. 

 

 


mbl.is Kostnaðurinn endurmetinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband