Svartur dagur í lífi þjóðar
23.1.2014 | 22:34
Það eru allir sammála um að verðtrygging launa leiðir til aukinnar verðbólgu. Hvers vegna sér fólk þá ekki að verðtrygging lána virkar á nákvæmlega sama hátt?
Verðtrygging, á hverju sem hún er, er sjálvirk hækkun þess sem verðtryggt er. Engar beinar forsendur eru fyrir þeirri hækkun aðrar en að eitthvað annað hefur hækkað. Þar breytir einu hvers vegna sú hækkun kom til. Því er verðtrygging ekki vörn fyrir það sem verðtryggt er, heldur tryging fyrir því að ef eitthvað annað hækkar, hækkar það verðtryggða einnig. Þess vegna leiðir verðtrygging launa til aukinnar verðbólgu. Þá munu laun hækka í hvert sinn sem eitthvað annað hækkar og þar sem sú hækkun kemur til án tengsla við verðmætasköpun eða aukna arðsemi fyrirtækja, verða fyrirtæki að hleypa þeirri launahækkun út í verðlag, sem svo hækar aftur laun. Þetta eru engin ný sannindi.
Mér er með öllu fyrirmunað að skilja hvers vegna fólk áttar sig ekki á að sama lögmál gildir um verðtryggingu á lán. Að vísu er ferlið örlítið þyngra í vöfum þar, þar sem launafólk getur ekki hækkað sín laun sjálfvirkt, heldur verður að taka á sig auknar byrgðar í von um að fá það leiðrétt í næstu kjarasamningum.
Það er merkilegt að menn skuli vera að þrátta um verðtrygginguna. Þeir sem átta sig á skaðsemi verðtryggingar launa ættu að skilja að sama skaðsemi er af verðtryggingu lána. Markaðslögmálið er aftengt og lögmál einokunnar tekið upp.
Þá er enn merkilegra að menn skuli enn þrátta um vertrygginguna, þegar sagan er ljóslifandi að baki okkur. Saga verðtrygingar á Íslandi er í sjálfu sér stutt, eða rétt um 35 ára gömul. Fyrstu ár þeirrar sögu er merkileg og segir kannski allt sem segja þarf. Allar tölulegar staðreyndir þeirrar sögu eru til staðar og má finna m.a. á heimasíðu Hagstofunnar. Því er með öllu óskiljanlegt að hagfræðingar skuli afneita þeirri sögu og halda fram staðreyndum sem eru í algerri andstöðu við raunveruleikann.
Ég hef nokkrum sinnum áður þulið þessa sögu á þessum vettvangi, en aldrei er sannleikurinn of oft sagður:
Nokkru fyrir áttunda áratg síðustu aldar fór að verða nokkur stöðugleiki hér á landi í verðbólgu. Hún virtist vera að festast á bilinu 20 - 40%. Áttunda áratuginn var þessi sveifla nánast regluleg og stjórnvöld virtust ekki hafa ráð til að komast út úr þeim vítahring stöðugleika í hárri sveiflukenndri verðbólgu.
Undir lok þess áratugar voru sett lög um verðtryggingu og héldu menn þá að þar með væri búið að koma böndum á verðbólguna. Þá, eins og nú, voru til menn sem töldu verðtryggingu allra meina bót. Í upphafi voru bæði lán og laun verðtryggð.
Skemmst er frá að segja að þrem árum eftir að lög um verðtryggingu voru samþykkt, var verðbólgan á hraðleið yfir 100% markið. Strax og lögin voru sett hætti sú stöðuga sveifla sem verið hafði á verðbólguni og nýr stöðugleik tók völdin, stöðugleiki hækkandi verðbólgu. Þegar þarna var komið voru menn orðnir verulega skelkaðir, enda ljóst að meðalið virkaði öfugt. Í stað þess að slá á verðbólguna, þá virtist verðtryggingin magna hana og það af ógnar hraða. Tekin var ákvörðun um að afnema verðtryggingu launa, en því miður höfðu þáverandi stjórnvöld ekki hreðjar gegn markaðsöflunum og verðtrygging lána hélt velli. Þetta varð til þess að árangurinn varð ekki sem skildi og verðbólgan fór einungis niður á sama plan og á áttunda áratugnum. Gamli stöðugleikinn um verðbólgu á bilinu 20 - 40% tók aftur við.
Næstu ár var sá stöðugleiki við lýði, stöugleiki verðbólgu frá 20% upp í 40%. Ekki virtist möguleiki á að ná henni neðar og einhverra hluta vegna fór hún ekki ofar. Þetta var vissulega stöðugleiki, en kannski ekki sá sem menn hellst vildu.
Það var svo í upphafi tíunda áratugarins sem Einar Oddur reið á vaðið og tóks að mynda samstöðu þjóðarinnar um þjóðarsátt. Með handafli og vilja þjóðarinar var gerð sátt um að verðhækkunum skildi haldið í skefjum, nokkru undir verðbólgu og kjarasamningur gerður þar sem sama lögmál gilti. Lagt var af stað með launahækkun upp á 10% og skuldbundu allir sem að verðlagningu stóðu, sig til að halda sig innan þeirra marka. Á sama tíma var verðbólgan í neðstu sveiflu stöðugleikans, eða 20%. Því var fyrir séð að allir myndu tapa, en ef þetta gengi upp myndi tapið verða úr söguni að ári og allir farnir að hagnast að tveim árum liðnum. Þetta gekk eftir og verðbólgan féll sem steinn. Um miðjan tíunda áratuginn var hún komin undir 5% og lækkaði enn. Nú var loks kominn stöðugleiki sem allir gátu sætt sig við og hélst hann allt fram undir hrun bankanna.
Þessi saga segir okkur að verðtrygging hefur ekkert að segja í baráttu við verðbólguna, þvert á móti sannar hún að verðtrygging sé sem eldsneyti á hana. Sátt á vinnumarkaði og samstaða þjóðarinnar um slíka sátt er aftur lyfið gegn verðbólgu.
Því miður virtist sem verðtrygging lána hefði gleymst við þessar aðstæður, enda er slík verðtrygging ekki svo slæm meðan verðbólga er lítil sem engin. Einstaka sinnum vöktu þó menn upp umræðuna um þennan vágest, en sú umræða var jafnan kveðin niður hratt og örugglega, af fjármagnsöflunum. Sumir stjórnmálamenn voru duglegri en aðrir við loforð um afnám verðtryggingar, en þegar þeir komust til valda sást að kjarkurinn var ekki til staðar og fjármagnsöflin réðu ferð.
Þegar svo nokkrir menn ná að setja hagkerfi þjóðarinar á hliðina, kom skellurinn. Þá sást vel hvernig verðtrygging virkar. Allir í þjóðfélaginu þurftu að taka á sig miklar byrgðar, gengið féll og kaupgeta fólks í samræmi við það. Fyrirtæki börðust fyrir tilveru sinni og um tíma var jafnvel talið að þjóðargjaldþrot myndi skella á okkur. Vægt reiknað má gera ráð fyir að flestir landsmenn og fyrirtæki hafi orði fyrir skell sem jafngildir um 40% skerðingu. NEMA bankarnir. Þeir töpuðu engu, þvert á móti græddur þeir gífurlega.
Við stofnun nýju bankanna, á rústum þeirra gömlu, var tekið mið af þesum skell og fengu nýju bankarnir lánasöfn gömlubankanna með a.m.k. 40% afslætti, sumir segja mun meiri. En þessi lán sem söfnin byggðust á voru að stæðstum hluta verðtryggð. Því gátu nýju bankarnir nú innheimt þau að full, plús þá hækkun sem verðtryggingin gaf. Gróðinn hefur heldur ekki látið á sér standa hjá bönkunum!
Það þarf enginn að efast um að ástandið hér á landi væri skelfilegt ef verðrygging launa hefði verið við lýði, þegar bankarnir hrundu. Þá hefðu fyrirtæki ekki átt annara úrkosta en að hleypa þeim launahækkunum út í verðlagið. Hér væri sennilega verðbólga í dag sem lægi nærri 100% markinu. Kaupmáttur væri sennilega í sögulegu lágmarki og fátækt og atvinnuleysi í sögulegu hámarki. En greiðslubyrgði lána væri sjálfsagt léttari.
Hvers vegn skilur fólk ekki þessa einföldu staðreynd? Hvað er það sem gerir þjóðina svo undirþegna fjármagnsöflunum? Verðtrygging er eitur. Verðtrygging er eldsneyti verðbólgu. Verðtrygging er andmarkaðsleg og skekkir markaðinn. Þeta er eins og að setjast að spilaborði þar sem spilin eru valin fyrir einn spilarann meðan aðrir þurfa að sætta sig við það sem kemur úr stokkuðum spilastokk.
Mér er gjörsamlega fyrirmunað að skilja þessa blindu!
Fasteignaverð gæti lækkað um 20% | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Hækkun launa leiðir alls ekki til verðbólgu.
Verðbólga er skilgreind sem hækkun á vísitölu neysluverðs.
Það eru því hækkanir á verði neysluvöru sem valda verðbólgu.
Launþegar taka ekki ákvarðanir um verðhækkanir.
Þannig er útilokað að þeir geti valdið verðbólgu.
Guðmundur Ásgeirsson, 23.1.2014 kl. 23:08
Ef hækkun launa er tilkomin vegna annar aðstæðna en aukinnar framlegðar, hafa fyrirtæki ekki annan séns en að láta þá launahækkun flæða út í verðlag, sem er bein hækkun vísitölunnar. Ef laun eru verðtryggð og taka hækkun vegna hækkanna annara þátta ótengt rekstri þeirra fyrirtækja sem launin greiða, veldur það verðbólgu.
Þetta er nákvæmlega sama lögmál og verðtrygging lána. Verðtryggingin er eldsneyti verðbólgunnar. Hún skapar hækkanir, algerlega óháð því hvort það verðtryggða á inni hækkanir eða hefur á einhvern hátt unnið fyrir þeim.
Verðtrygging gefur því verðtryggða frítt spil, hvort sem þar er um að ræða laun, lán eða bara hvað það er sem er verðtryggt.
Verðtrygging afnemur markaðskerfið. Verðtrygging er tæki einokunar.
Gunnar Heiðarsson, 24.1.2014 kl. 00:16
Góð grein og sönn.
Útgáfa peninga umfram verðmætasköpun veldur verðbólgu.
Fyrir verðtrygginguna var það útgáfa seðla og myntar sem pólitíkusar létu gera í ráðaleysi sínu, sem olli verðbólgu. Svona að hætti Múgabe í Zimbabe!
Eftir verðtrygginguna er verðbólguvaldurinn verðtryggða krónan sem gefur sig sjálfkrafa út, óháð þeirri prenntuðu/slegnu.
Þetta er nú ekkert rosalega flókið.
Bjarni Gunnlaugur (IP-tala skráð) 24.1.2014 kl. 01:31
Síðan hvenær eru lögræðingar sérfróðir um hagfræði?
NKL (IP-tala skráð) 24.1.2014 kl. 12:21
Takk ég á líka erfitt að skilja þessa eytruðu blöndu gegn þjóðinni fyrir fjármálaöflin.
Sigurður Haraldsson, 24.1.2014 kl. 17:40
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.