Hvað veldur ?
14.1.2014 | 10:44
Getur verið að við séum að nota of mikla steinsteypu utanum þetta kerfi okkar? Getur verið að við séum að splæsa í of mikinn íburð úr þeirri steinsteypu? Getur verið að menntakerfið sé kannski ofmannað? Er hugsanlegt að námsskrá sé röng, eða að breytingar á henni séu of örar? Er hugsanlegt að stjórnkerfið um menntamálin á Íslandi sé orðið ofvaxið og of dýrt?
Ég get tekið eitt lítið dæmi af skóla á landsbyggðinni. Þar var komið að endurbótum á skólahúsnæði. Í stað þess að fara út í þær endurbætur, var ákveðið að byggja nýjann skóla. Kostnaðurinn varð um fimm sinnum meiri. Gamli skólinn, sem byggður var á sjöunda áratug síðustu aldar, stendur auður.
Það hafa verið byggðir tveir nýjir framhaldsskólar á vesturlandi, síðustu ár. Hvers vegna þótti nauðsynlegt að klæða annan þeirra með koparplötum? Hefði ekki verið hægt að finna ódýrari lausn? Þar að auki var ekki neinn skortur á plássi í þeim skóla sem þjónaði þessu svæði fyrir, en nú er aftur rekstrargrundvöllur hans að bresta, vegna tilkomu hinna tveggja.
Það stendur yfir bygging á framhaldsskóla í Mosfellsbæ. Þeir sem fara ramhjá þeirri byggingu átta sig á að þar er verið að byggja dýrt, veggir hafðir hallandi og stór hluti byggingarinnar er klædd með harðviði utaná steinsteypuna.
Þegar ég var í barnaskóla, út á landi, var nemendafjöldi kringum 100 nemendur og stór hluti þeirra á heimavist. Við þennan skóla störfuðu þá kringum fimmtán manns. Þessi skóli er enn starfræktur og nemendafjöldi svipaður. Heimavistin hefur fyrir löngu verið lögð niður. Nú starafa við þennan skóla yfir 30 starfsmenn! Þegar ég gekk í þennan skóla þótti til undantekninga ef nemandi væri ekki að fullu læs og þekkti grunnhugtök í stærðfræði, þegar lokið var við fjórða bekk. Nú þykir ekki tiltölu mál þó nemundur komi ólæsir úr skóla eftir tíu ára nám og að þeir þekki ekki grunn stærðfræðinnar. Hvað veldur? Er hugsanlegt að þær fjölmörgu breytingar á námsskrá hafi verið feilspor?
Það er ljóst að menntamálaráðherra á mikið verk fyrir höndum. Fyrst þarf auðvitað að skoða hvar þessi mikli kostnaður verður til og lækka hann. Hugsanlega þarf ráðherra að líta sér nær, að stjórnkerfið um menntamálin sé kannski orðið of mikið.
Þegar lekabyttan er fundin og tappi hefur verið settur í hana má skoða hvernig best er að mennta börnin, hvaða leiðir eru skilvirkastar. Kannski þarf bara að skoða hvernig þessu var fram haldið um og eftir miðja síðustu öld, fara aftur í tímann og beyta þeim aðferðum sem þá dugðu. Þegar síðan aðferðin hefur verið fundin, þarf að meta hversu marga kennara þarf til að sinna því verki. Þegar þessu öllu er lokið má gera ráð fyrir að mun léttara væri fyrir ríkissjóð og sveitarfélög að reka þennan þátt samfélagsins, kannski það miklu léttara að hægt væri að borga kennurum laun sem talist gætu samkeppnishæf.
Einn sá dýrasti í heimi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Skyldu kennarar vera að vinna vinnuna sína?
Hörður Einarsson, 14.1.2014 kl. 20:03
Ekki vil ég segja að kennarar vinni ekki vinnuna sína, frekar að kannski sé vinnan vitlaust skilgreind.
Gunnar Heiðarsson, 14.1.2014 kl. 21:13
Sæll.
Eðlilegt er að komast að því í hvað peningarnir fara. Íslenska skólakerfið er dýrt miðað við OECD en laun kennara með því lægsta sem gerist. Í hvað fara peningarnir?
Partur af lausnin er fólgin í að afnema skólaskyldu en hafa bara fræðsluskyldu. Við sjáum svipað með opinber heilbrigðiskerfi, kostnaðurinn rýkur upp en árangurinn fer niður. Opinber kerfi hafa mikla tilhneigingu til að verða dýrari en jafnframt óskilvirkari. Með því að kippa út skólaskyldunni er ekkert sem stoppar foreldra í því að taka sig saman um að mennta sín börn - þá væru skólarnir komnir með samkeppni. Með afnámi skólaskyldu gætu skólarnir líka sent börn heim sem kunna ekki að haga sér og eru ekki í skóla til að læra. Foreldrar verða að bera ábyrgð á sínum börnum. Menn gleyma líka alltaf þessum 80-90% eða svo af nemendum sem geta náð ágætis árangri ef þeir fá til þess frið og næði. Hlutverk kennara er að kenna en ekki að ala upp börn. Svo eru auðvitað alltof mörg börn send veik í skóla - þá er ég ekki að tala um kvef eða hálsbólgu.
Það er voðalega þægilegt að bolsóttast út í kennara hér en gleyma því alveg að það er ekki auðvelt að vera með foreldra á bakinu sem ekki nenna að bera ábyrgð á eigin börnum. Hvað getur kennari t.d. gert við nemanda sem er óalandi og óferjandi? Af hverju eiga sum börn að gjalda fyrir það að önnur börn sinna ekki sínu og hlusta ekki?
Vandinn er án efa kerfið. Ég ætla ekki að fara að verja kennara en þessi vandi er ekki svo einfaldur að nóg sé að skoða bara eina hlið hans. Ef kennarar erlendis geta staðið sig vel hví ættu islenskir kennarar ekki að geta staðið sig vel?
Mér finnst skipta öllu máli að fólk hafi val. Ef einhverjir vilja setja börnin sín í grunnskóla sem er ekki að standa sig (einhverra hluta vegna) þá þeir um það. Þeir sem vilja kannski setja sín börn í dýra einkaskóla sem mennta börnin eiga að geta valið um það. Þeir kennarar sem eru virkilega góðir eiga líka að fá að njóta þess í launum en launin fyrir þetta starf eru algert rugl - sérstaklega ef um hæfa kennara eru að ræða.
Vandinn er að verulegu leyti miðstýrt skólakerfi. Við þurfum ekki miðlægar námskrár. Látum skólana og kennarana sjá um þetta og þeir sem ekki standa sig fá enga nemendur. Kippum hinu opinbera nánast algerlega út úr dæminu með því t.d. að hleypa einkaframtakinu að í þessum geira. Huga þarf að hinum þögla en mjög stóra hlutfalli nemenda sem vill menntun en fá hana ekki ýmissa hluta vegna.
Helgi (IP-tala skráð) 15.1.2014 kl. 07:24
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.