Trúboðinn Þorsteinn Pálsson

Trúarbrögð hafa oft villt hinum vænstu mönnum sýn. Verra er að margir heittrúaðir telja sig hafa leifi til að fara frjálslega með sannleikann, í nafni trúarinnar.

ESB trú Þorsteins Pálssonar er sterk, svo sterk að hún hefur villt þessum annars ágæta manni sýn og svo sterk að hann telur sig geta farið frjálslega með sannleikann, í nafni trúarinnar.

Í sínum vikulegu skrifum í blaði Jóns Ásgeirs, ritar hann grein þessa helgina undir nafninu "Þjóðaratkvæði í vor". Þar vísar hann til þess að hann telji fara vel á því að þjóðin fái kosið um framhald ESB viðræðna samhliða sveitastjórnarkosningum í vor. Þetta er hans skoðun og ekki nema gott um það að segja, hins vegar er rökstuðningur hans fyrir sinni skoðun gagnrýniverður.

Rök Þorsteins eru þau að báðir stjórnarflokkar hafi lofað að slík kosning færi fram á kjörtímabilinu. Þessi rök halda ekki. Ríkisstjórnin boðaði fyrir kosningar að hlé yrði gert á viðræðum og þær ekki hafnar aftur nema að undangenginni þjóðaratkvæðagreiðslu. Þetta er skýrt í stjórnarsáttmálanum og í 100% samræmi við samþykktir landsfunda beggja stjórnarflokkanna. Það þarf mikinn trúarhita til að geta snúið út úr þessu.

En það er fleira sem Þorsteinn nefnir í þessari grein. Hann skilgreinir á sinn hátt hver áhrif það hefði fyrir ríkisstjórnina ef þjóðin samþykkir áframhald aðlögunnar að ESB. Þar segir hann að utanríkisráðherra yrði að segja af sér en að öðru leiti þyrfti enga breytingu. Þessari niðurstöðu kemst hann að vegna þess að utanríkisráðherra hafi sagt opinberlega að ekki verði hafnar viðræður meðan hann gegni því embætti. Ummæli forsætisráðherra telur hann mildari, enda gerir Þorsteinn sér það að leik, vísvitandi, að vísa til hálfra ummæla forsætisráðherrans. Þorstein nefnir að ráðherrann hafi sagt að þjóðaratkvæði valdi honum engum vandræðum, en nefnir ekki framhald þeirrar setningar, þegar forsætisráðherra bætti við að það væri undarleg staða ef ríkisstjórn sem er andvíg aðlögun, færi að vinna að slíkri vegferð. Þá sleppir Þorsteinn með öllu að minnast orða fjármálaráðherra, en hann sagði efnislega það sama og forsætisráðherra. Ef Þorsteinn telur að slík uppákoma leiði til þess að utanríkisráðherra verði að segja af sér, er ljóst að öll ríkisstjórnin verði að gera slíkt hið sama. Það mun þá væntanlega leiða til stjórnarslita og kosninga.

Á síðasta kjörtímabili skrifaði Þorsteinn oft um þjóðina, stjórnvöld og aðlögunarferlið. Ef einhver málsmetandi maður lét orð falla um að þjóðin ætti að fá aðkomu að framhaldi þeirrar vegferðar, sem hófst án þess að þjóðin fengi neitt um ráðið, var Þorsteinn fljótur til að skrifa miklar greinar um að ekki væri tilefni til kosninga fyrr en samningur lægi á borðinu. Þá ritaði hann oft langar og miklar greinar um hversu slæmt væri að báðir stjórnarflokkar væru ekki í takt um aðlögunnarferlið og taldi að með andstöðu annars stjórnarflokksins væri verið að hamla verulega viðræðum.

Í ljósi fyrri skrifa Þorsteins um aðkomu þjóðarinnar að þessu máli og þann skaða sem hann taldi af því að aðeins annar stjórnarflokka væri hlynntur aðild, kemur nokkuð spánskt fyrir sjónir að hann telju nú bráðnauðsynlegt að þjóðin fái aðkomu að þessu máli og að engu skipti þó báðir stjórnarflokkar séu andvígir aðild!

Auðvitað átti að kanna vilja þjóðarinnar til aðildar áður en umsókn var send. Þannig virkar lýðræðið. Þannig hefðu stjórnvöld verið í betri stöðu til viðræðna og ný stjórnvöld í sjálfu sér bundinn þeirri ákvörðun. Til að stöðva viðræður hefði þá ný ríkisstjórn þurft að sækja það umboð til þjóðarinnar, með nýrri kosningu um það mál. Þess í stað ákváðu þáverandi stjórnvöld að taka sér alræðisvald og fengu einstaka þingmenn stjórnarandstöðu til fylgilags við sig. Þar voru meðal annars samflokksmenn Þorsteins, þó að hanns flokkur hafi samþykkt skýra ályktun á landsfundi, nokkrum mánuðum fyrr, að forsenda aðildarumsóknar væri umboð frá sjálfri þjóðinni. Afleiðingar þessa afleiks, þessarar alræðistöku, var óstarfhæf ríkisstjórn í fjögur ár.

Allir vita, eða ættu að vita, að það er ekkert til sem heitir að "skoða í pakkann". Þjóð sem gengur til viðræðna um aðild að ESB gengur þá leið til að komast inn í sambandið, verða aðili að því. Enginn fer í slíkann leiðangur til þess eins að skoða hvað er í boði. Slíkt er móðgun við viðsemjanda og með öllu ófær leið, enda býður ESB ekki upp á slíkar viðræður. Af þeirra hálfu er málið einfallt. Umsóknarríki verður að semja sig að reglum og lögum sambandsins til að komast inn. Einfallt, enda fráleitt að ætla að samband sem telur 28 ríki og yfir 500 milljón íbúa fari að breyta sínum reglum fyrir eina þjóð sem telur laust yfir 300 þúsund íbúa.

  

Trúboð Þorsteins byggt upp á hálfsannleik er ekki vænt til árangurs. Þeir sem slíkum sannleik trúa eru einungis trúbræður hanns. Trúboð Þorsteins hlýtur að miða að því að reyna að snúa hinum sem eru vantrúa á hanns trú. Trúbræður hans munu fylgja honum áfram, en það eru hinir sem hann þarf að snúa. Til að það takist verður Þorsteinn að koma með haldbær rök, ekki hálfsannleik. Það virðist honum þó erfitt. Ekki vegna þess að honum skorti vit, þvert á móti má telja Þorstein til þeirra manna sem betur þekkja íslensk stjórnmál. Getuleysið skapast eingöngu að rökþurrð. Í öllum sínum skrifum hefur Þorsteini ekki enn tekist að finna haldbær rök fyrir sinni trú.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Maður hefði ekki trúað því að óreyndu að félagi Össur mundi ekki þora að kíkja í stóru pakkana og ef til vill gerði hann það og var fljótur að loka aftur. Allavega var "hægt" á viðræðunum sem áttu í byrjun að klárast á nokkum mánuðum og helst meðan Svíar voru í forsæti.

En peningar ráða miklu og það er mikill þrýstingur frá "fjársterkum" aðilum að Ísland gangi í ESB og leggi raforkusæstreng, enda er Fréttablaðið hlynt bæði

Grímur (IP-tala skráð) 11.1.2014 kl. 16:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband