Forsendubrestur ?

Nú hleypur forusta verkalýðsins fram og telur sig hafa verið svikna, að sá samningur sem samþykkur var og undirritaður þann 21. des haldi vart lengur. Undarlegast er þó að sjá SA liðana taka undir þetta.

En hver voru þessi svik? Hækkanir komugjalda til lækna og fleiri gjaldskrárhækkanir ríkisins og sveitarfélaga? Hækkanir byrgja á vöruverði? Launakröfur ríkisstarfsmanna? Ekkert af þessu getur talist svik við nýgerðann kjarasamning.

Hækkanir á gjaldskrám ríkisins lágu fyrir við framlagningu fjárlagafrumvarps, snemma í haust og voru staðfestar á Alþingi degi áður en skrifað var undir kjarasamninginn.

Sum sveitarfélög höfðu gefið út yfirlýsingu nokkru áður en kjarasamningur var gerður, að þau myndu ekki hækka sínar gjaldskrár. Öll þau sveitarfélög sem slíka yfirlýsingu gáfu hafa staðið við þau orð. Hins vegar voru önnur sem aldrei hafa gefið frá sér slíkt loforð og því ekki nein svik þó þau hafi hækkað sínar gjaldskrár, jafnvel upp á 200% í sumum tilfellum.

Byrgjar eru að vísu flestir í SA og því má kannski hellst tala þar um einhver svik, en kemur það virkilega einhverjum á óvart?

Starfsmenn ríkis og bæja voru ekki aðilar að þeim kjarasamning sem undirritaður var 21. des. síðastliðinn og því ekki bundnir af honum að neinu leyti. Þeirra kröfur eru því ekki í neinni andstöðu við þann samning, heldur einfaldlega raunhæft mat á stöðu mála.

Það er því ekki hægt að tala einhvern forsendubrest. Forsendur fyrir undirskriftar voru einfaldlega ekki til staðar þegar ritað var undir þennan kjarasamning. Það voru gerð stór mistök. Þannig vill oft verða þegar menn vinna verk sitt með hangandi hendi, þegar verk eru unnin út frá öfugum enda.

En það er enn tími til að leiðrétta þessi mistök. Enn er hægt að fella þennan samning og byrja upp á nýtt.

Það þarf ekki endilega að leiða til þess að ekki verði hægt að ná svipuðum samning. Til þess þarf einfaldlega að taka alla aðila að borðinu og byrja frá grunni. Allir vita hversu mikilvægt er að sátt og stöðugleiki ríki og því ætti það verk ekki að vera óvinnandi, þó vissulega verði það erfitt. 

Því ætti forseti ASÍ að stíga fram fyrir skjöldu og viðurkenna sín mistök og mælast til að hinn nýgerði kjarasamningur verði felldur. Þannig væri hægt að vinna að raunhæfri þjóðarsátt og stöðugleika, með allri þjóðinni.

Að halda áfram þessari vonlausu vegferð er hins vegar vís leið til upplausnar!! 

 


mbl.is „Blöskraði“ hækkanir birgja á matvöru“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband