Vertryggð lán til húsnæðiskaupa ættu ekki að vera val
16.12.2013 | 08:13
Verðtryggð lán til húsnæðiskaupa ættu ekki að vera val.
Lántakendur horfa fyrst og fremst til afborganagetu. Þetta leiðir til þess að verðtryggtð lán eru meira freistandi kostur, þ.e. hægt er að taka stærra lán ef það er verðtryggt. Þetta leiðir til þess að þegar verðbólga æðir af stað þá lenda lántakendur fljótt í vanda. Lánabyrgði vex þeim yfir höfuð og í kjölfarið verður afborgunarbyrgi þeim ofviða.
Því á skilyrðislaust að banna vertryggingu lána til húsnæðiskaupa. Ekkert er til fyrirstöðu að önnur lán geti verið verðtryggð, enda er þá annað hvort um að ræða lántökur stærri aðila svo sem fyrirtækja og fagfjárfest, eða skemmri neyslulán einkaaðila. Fyrirtæki og fagfjárfestar ættu að hafa meira vit á fjármálum en hinn venjulegi þjóðfélagsþegn og af skammtímalánum verður skaðinn minni þó verðbólgan æði af stað. Nú er hins vegar lagt bann við verðtryggingu skammtímalána.
Þá má ekki gleyma þeirri staðreynd að meðan stæðsti hluti lána landsmanna eru verðtryggður, er verið að viðhalda eilífðarvél verðbólgunnar.
Bann við verðtryggingu minnkar val | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.