Það er öllum hollt að smakka eigin meðul

Það er spurning hvor steig stærra skref, Samtök atvinnulífsins með því að leggja undir sig auglýsingatíma sjónvarps, gjarnan í síðasta auglýsingatíma fyrir fréttir, með einhliða og röngum áróðri, eða formaður VLFA, sem svarar þeim áróðri með ódýrri breytingu á skjáskoti á vef youtube. Menn geta deilt um hvor fari neðar, en það þarf ekki að deila um hvor hóf þessa lágkúru. Þar eru Samtök atvinnulífsins að fullu sek og bera alla ábyrgð. Það liggur ljóst fyrir að VLFA hefði aldrei sett fram þetta skjáskot nema til að svara röngum áróðri SA.

Hitt er svo spurning, hvers vegna fréttamenn sannreyni ekki tölur SA. Hvers vegna þeim upplýsingum er tekið sem heilögum sannleik. Það er ekki eins og þurfi að leita langt eftir þessum upplýsingum!

Samkvæmt því sem fram kemur bæði hjá Hagstofunni og SÍ, hefur verðbólga frá því í desember 2007 fram til síðustu mælingar í október 2013, verið 56%. Á þessum tíma hafa kjarasamningar gefið launahækkanir upp á rétt rúmlega 20%. Verið getur að launavísitalan yfir þetta tímabil hafi hækkað um 40%, eins og SA heldur fram, en að segja að kjarasamningar hafi hækkað um 60% er hreint bull!

Það má vera að með því að taka allra lægstu launin og reikna hækkun þeirra megi fá þessa niðurstöðu, en hversu margir launþegar voru á lægstu launum haustið 2007 og hversu margir verða að láta þann taxta duga í dag.

Almennt hafa kjarasamningar gefið um rúm 20%, meðan verðbólgan hefur hækkað um 56%. Sá hluti verðbólgunnar sem má rekja til kjarasamninga er nálægt 7% á þessu tímabili. Hin 49% má rekja til annara orsaka. Sú staðreynd að launavísitala skuli hafa hækkað tvöfalda hækkun launa samkvæmt kjarasaningum, má einnig rekja til annara orsaka en kjarasamninga. Stæðstann hluta þessara tveggja þátta má rekja til óstjórnar fyrirtækja, þar sem þau hafa magnað verðbólgudrauginn með óheftum hækkunum út í almennt verðlag, ásamt því að hækka óhóflega laun þeirra sem næstir þeim standa.

Forsvarsmenn SA ættu að taka til á eigin heimili áður en þeir setja út á hjá öðrum. Og fréttamenn ættu að sjá sóma sinn í því að skoða málin og staðfesta þau, áður en hlaupið er með "fréttina" í fjölmiðla!!

Það er ljóst að þessi leikur VLFA hefur komið blóðinu af stað hjá SA og það er gott. Það er öllum hollt að smakka eigin meðul!!

 

 


mbl.is „Formaðurinn fer niður á áður óþekkt plan“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: rhansen

Stundum þarf að kafa djúpt i skitinn ...og hætta sætta sig við hann ,til að hægt se  að moka honum út ,og það eimitt gerðist ,kanski ?

rhansen, 23.11.2013 kl. 18:01

2 identicon

Það er þekkt frá forni fari að draugar sem sendir  til að gera miska, voru magnaðir og "endursendir". Sendingarmátinn tekur tækniframförum eins og annað...

Almenningur (IP-tala skráð) 23.11.2013 kl. 18:36

3 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já ég er afskaplega ánægð með þetta skot Vilhjálms Birgissonar á "snillingana" hvort heldur þeir eru á vegum Así eða Sa. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 23.11.2013 kl. 23:35

4 identicon

Sæll.

Ég get ekki séð að einn eða neinn skuldi neinar afsökunarbeiðnir. Hér er sem betur fer málfrelsi.

Þetta myndband hans Vilhjálms er afar ómálefnalegt og mikið er gert út á öfund, hann og fleir sjá ofsjónum yfir háum launum sumra og það er notað sem réttlæting fyrir hækkuðum launum annarra. Þeta myndband hans segir auðvitað talsvert um hann. Það er ekkert í lífinu ókeypis og ekki heldur þetta myndband - ég ber ekki lengur neina virðingu fyrir manninum fyrst hann höfðar svona mikið til hins frumstæða innra með okkur öllum. Hvað ætli hann sé með í laun? Hverjir borga hans laun?

Þetta frá SA sá ég ekki.

Ef menn vilja launahækkun eiga menn auðvitað að snúa sér til ríkis og sveitarfélaga og heimta verulegar lækkanir opinberra álagna. Segja þarf upp verulegum fjölda opinberra starfsmanna.

Hvaða rétt hefur t.d. ríkið til að skipta sér af viðskiptum okkar við matvöruverslanir (vsk) eða erlenda kaupmenn (tollar og annað slíkt)?

Helgi (IP-tala skráð) 24.11.2013 kl. 18:12

5 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Auglýsing SA er lögbrot.

Plain and simple.

Guðmundur Ásgeirsson, 24.11.2013 kl. 21:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband