Er Vilhjálmur Bjarnason ekki með á nótunum ?

Það er margt sem þingmenn taka sér fyrir hendur og sumt miður gáfulegt.

Nú hefur Vilhjálmur Bjarnason, þingmaður Sjálfstæðisflokks lagt fyrirspurn til utanríkisráðherra um hvort hafin sé vinna við gerð samningsmarkmiða í þeim fjórum málaflokkum sem enn var ekki búið að klára samningsmarkið í, í tíð fyrri ríkisstjórnar.

Það hefur kannski farið framhjá þingmanninum, en ríkisstjórnin stöðvaði viðræður síðasta vor og gaf út að þær myndu ekki hefjast aftur nema þjóðin kysi svo. Því eru engar viðræður í gangi og engin ástæða til vinnu vegna þeirra hér á landi.

Hugsanlega hefur einnig farið framhjá þingmanninum að á landsfundi hans flokks, síðasta vetur, var samþykkt að svona skyldi standa að málinu kæmist hans flokkur til valda, auk þess sem samþykkt var á sama fundi að Íslandi væri betur borgið utan ESB en innan.

Þessar samþykktir lá fyrir þegar Viljhálmur ákvað að gefa kost á sér til framboðs fyrir Sjálfstæðisflokk og víst að honum var vel kunnugt um það, þar sem hann ræddi þetta mál lítið fyrir kosningar.

Það lá einnig fyrir fundum þingflokka beggja stjórnarflokka stjórnarsáttmáli, þar sem þessi afreiðsla málsins var áréttuð og samþykktu báðir þingflokkar hann. Ætla má að Vilhjálmur hafi einnig gefið sitt samþykki fyrir þeim stjórnarsáttmála.

Það er því undarlegt að þingmaðurinn skuli nú telja að viðræður séu í gangi.

Það var hans ákvörðun að gefa kost á sér á þing fyrir Sjálfstæðisflokk. Stefna þess flokks lá skýr fyrir á þeim tíma. Er hugsanlegt að Vilhjálmur hafi óvart valið vitlausann flokk? Að hann hafi fyrir slysni valið rangar dyr?

Í það minnsta kemur hann nú fram fyrir þing og alþjóð á þann hátt að vart er hægt að ætla að maðurinn gangi á öllum!!


mbl.is Vill vita um samningsafstöðu Íslands
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband