Peningaprentun ?

Hvað veldur því að Samtök fjármálafyrirtækja, Seðlabankinn, Samtök verslunar og þjónustu og Viðskiptaráð eru á móti þeirri breytingu að þeir sem nota kreditkort borgi þann kostnað sem hlýst af greiðslufresti upp á 20 daga?

Þá vaknar einnig upp spurning hvers vegna sumar verslanir bjóði aukinn afslátt af vörum sem greiddar eru með slíku korti, afslátt sem sá sem staðgreiðir með reiðufé á ekki kost á.

Þetta er hið undarlegasta mál. Eða getur verið að verslunin og bankarnir séu að græða eitthvað af þessum viðskiptum með kreiðslukortum? Er hugsanlegt að verið sé að ofreikna þennan kostnað og leggja meira á vöruna en raunverulega þarf? Að verslunin og bankarnir séu að fela þarna einhvern gróða sem ekki er stoð fyrir?

Það að leggja álag á vörur til að kosta notkum kretitkorta er í sjálfu sér í lagi, en sá kostnaður hlýtur að eiga að leggjast á þann sem notar slíkt kort. Ekki á hina sem staðgreiða með debetkorti eða reiðufé.

Með því fyrirkomulagi sem nú er, er gagnsæið ekkert. Enginn veit í raun hversu mikið leggst á vöruverð vegna þessa. Með því að skilja þetta að, þ.e. að vöruverð miðaðist við staðgreiðslu og síðan þeir sem greiða með kreditkorti rukkaðir að auki um þann kostnað sem af því hlýst, yrði öllum ljós sá kostnaður er sem kreditkortanotkun krefst. Gagnsæið yrði algjört.

Þannig mætti gera ráð fyrir að notkun kreditkorta myndi minnka og skuldir lækka.

Svo er bara spurningin hvort það er sem Samtök fjármálafyrirtækja, Seðlabankinn, Samtök verslunar og þjónustu og Viðskiptaráð óttast meira, gagnsæið eða minni skuldir heimila.

Í það minnsta ætti Seðlabankinn að líta svo að báðir þessir þættir væru hagstæðir þjóðfélaginu, þó verslunin og bankarnir vilji auðvitað ekki gefa frá sér þessa peningaverksmiðju.

 


mbl.is Leggjast gegn frumvarpi Frosta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband