Söguritun ?
6.11.2013 | 10:41
Það er undarlegt að sagnfræðingur skuli telja þessar skáldsögur þeirra Steingríms og Össurar til sögubóka. Þær hafa ekkert sagnfræðilegt gildi.
Sammerkt með báðum þessum bókum er sjálfshóla í miklu magni, auk árása á pólitíska andstæðinga. Sérstaklega gera þeir sér far um að ráðast gegn þeim sem þeir vita að geta ekki svarað fyrir sig, vegna embættislegrar bindingar, eins og forsetann. Slíkur skáldskapur, byggður upp af hatri og sjálfshóli, getur aldrei haft neitt sagnfræðilegt gildi.
Bók Össurar er skrifuð sem gamansaga og ljóst að hann nýtir sér athyglina til hins ýtrasta og gerir stólpa grín af þeim sem ræða við hann. Þeir halda að hann hafi verið að skrifa einhvern sannleik og það skemmtir Össuri.
Bók Steingríms er aftur nokkuð sorglegri. Sjálfshólið er þar allsráðandi og gerðar örvæntingafullar tilraunir til réttlætingar þeirra svika sem hann framdi við sína kjósendur, vorið 2009 og síðan eftir það svika við þjóðina. Ólíkt Össur, telur Steingrímur að hann sé þarna að færa söguna á bók. En það er mikill misskiningur hjá honum. Þetta er einungis sjálfshól af verstu sort, sem hefur ekkert sagnargildi.
Sem dæmi um málflutning Steingríms, þá kvartar hann sárann um mikið vinnuálag þegar hann gengdi ráðherraembætti. Hélt maðurinn virkilega að þetta væri einhver "þægileg innivinna"?
En hvert var þetta mikla vinnuálag? Jú hann tekur vissulega dæmi. Þar nefnir hann að svo mikið vinnuálag að einn daginn hafi hann verið í vinnunni í 14 tíma og næsta dag á eftir í 13 tíma. Vá!!
Hversu margur verkamaðurinn þarf ekki að vinna svo mikið til þess eins að reyna að ná endum saman? Og jafnvel það dugir ekki. Verkamaður sem ynni tvo svona daga allar vinnuvikur mánaðarins kæmist ekki nálægt því að fá 300.000 króna laun fyrir slíkann vinnumánuð. Steingrími er því engin vorkun vegna vinnuálags. Það er nefnilega svo að þeir sem bjóða sig fram til að stjórna landinu verða að gera sér grein fyrir því að í því telst vinna og hún þónokkur.
Tilraunir Steingríms til að réttlæta svikin við kjósendur sína, með samþykkt á umsókn að ESB, er fátækleg, vægast sagt. Um svikin við þjóðina að öðru leyti, eins og t.d. í icesave málinu er málflutningur hans enn sorglegri. Þessum svikum getur Steingrímur aldrei létt af sér, þau munu fylgja honum hér eftir og öll hans afskipti af pólitík mun litast af þeim.
Þessar bækur þeirra félaga eru ekki söguritun, heldur skáldsögur af ódýrri sort. Kannski þarf bókmenntafræðing til að koma sagnfræðingnum í skilning um þetta?
Óvanaleg söguritun stjórnmálamanna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
100% sammála. Svo gleymir Steingrímur að það var vegna neyðarlaga Geirs Haarde sem ekki fór allt hér til fjandans og hann hreykti sér svo af eins og hann hefði gert það sjálfur. Og ennþá þurfum við að horfa framan í smettið á honum á þingi vegna stórkostlegra galla í okkar kosningarfyrirkomulagi, sem eingöngu er gert til þess að tryggja svona sauðum áframhaldandi setu.Þvílík ógæfa fyrir Íslenska þjóð að hafa svona fólk á þingi.
M.b.kv.
Sigurður K Hjaltested (IP-tala skráð) 6.11.2013 kl. 11:19
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.