Jafnaðarstefna og fátækt

Eru einhver tengsl milli meiri jafnaðar og minni fátæktar? Nei. Eru einhver tengsl milli lágtekjumarka samkvæmt ESB skilgreiningu og minni fátæktar? Nei.

Jöfnuður sem kemur til vegna valdboða hefur sjaldnast leitt af sér minni fátækt. Slíkur jöfnuður verður ævinlega niðurá við, það er, fleiri hafa það skítt. Þau lönd sem státa sig af mestum jöfnuðu í heiminum í dag eru Norður Kórea, Kúba og Venesúela. Þessi ríki byggja á sömu pólitík og Sovétríkin sálugu, en þar var einmitt talað um mikinn jöfnuð þegnanna. Um fátækt í þessum löndum er aldrei talað, ekki vegna þess að hún þekkist ekki, heldur vegna þess að um hana má einfaldlega ekki tala.

Lágtekjumark launa er samkvæmt skilgreiningu ESB 60% fyrir neðan miðgildi launa í hverju landi. Þetta er enginn mælikvarði á fátækt, einungis um hversu margir eru með laun 60% undir miðgildi launa. Mæling á fátækt hlýtur að vera hversu mikið kostar að lifa í hverju landi og hversu margir hafa laun undir getu til þess.

Það hefur verið reiknað út hver kostnaður við að lifa hér á landi er. Reyndar hef ég ekki séð uppreikning á þeim kostnaði, en fyrir nokkrum árum var talið að geta haldið lífi hér á landi, þ.e. haft húsaskjól, klætt sig og fætt, þyrti fólk að hafa 290.000 krónur í ráðstöfunartekjur. Það eru þúsundir með heildarlaun undir þeirri tölu.

Það má vera, með tölfræðilegum göldrum, hugsanlega hægt að segja að "jöfnuður" hafi aukist í þjóðfélaginu. En ef svo er þá segir það okkur það eitt að sá jöfnuður er af sömu ætt og sá jöfnuður sem þekkist Norður Kóreu. Fátækt hefur ekki minnkað, þvert á móti.

Eitt er víst að jöfnuður launa jókst hér mikið og miðgildi launa lækkaði verulega þegar ofurlaunafólkið datt af launaskrá, haustið 2008. Leiddi það til betri lífskjara eða hærri launa annara?

Ofurskattastefna síðustu ríkisstjórnar er klassískt dæmi um það þegar stjórnvöld ætla að reyna að jafna laun fólks. Og vissulega má færa fyrir því rök að laun hafi að einhverju marki verið jöfnuð. En sá jöfnuður var allur niðurá við. Þeir sem meira höfðu misstu hlutfallslega mest, meðan hinir sem minna höfðu misstu minna. Enginn græddi nema auðvitað fjármálaelítan, eins og rekstrarbækur bankanna sýna svo gjörla.

Reiknikúnstir hafa löngum verið notaðar til að kasta ryki í augu fólks. Sumir telja þetta einhvern sannleik, en flestir átta sig á að þar fer í flestum tilfellum áróður.

 


mbl.is Jöfnuður óvíða meiri en á Íslandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband