EES, ESB og evrópudómstóllinn
30.10.2013 | 21:49
Í Spegli RUV í kvöld var viðtal við Kjartan Björgvinsson, lögfræðing hjá EFTA dómstólnum. Tilefnið var að Kjartan telur að eðli EES samningsins sé að breytast.
Í fréttum RUV í kvöld var síðan sagt frá því að eftirlitsstofnun EFTA hafi sent íslenskum stjórnvöldum áminningu um að tilskipun um leyfi til innflutnings á hráu kjöti hafi ekki verið tekin upp, samkvæmt skilgreiningu embættismanna ESB í Brussel.
Þessar tvær fréttir vekja upp ugg. Þær fela í sér að svo virðist sem Eftirlitsstofnu EFTA og evrópudómstóllinn geti gert einhliða breytingu á samningum sem gerðir eru við ESB, í þessu tilfelli samning milli þeirra þriggja landa sem standa að EES við ESB. Það vekur aftur upp spurningar um hversu haldgóðir samningar sem gerðir eru við sambandið eru, svona yfirleit.
Það liggur ljóst fyrir að við gerð EES samningsins var sett þar klásúla um að sá samningur feli ekki í sér framsal á löggjafarvaldi. Um þessa klásúlu hefur alla tíð verið gagnkvæmur skilningur. Nú vill eftirlitsstofnun EFTA túlka samninginn á þann veg að íslensk stjórnvöld og Alþingi Íslendinga hafi ekki val, að tilskipunina skuli taka upp, hvort sem þjóð og þing sé sammála. Þarna er eftirlitsstofnunin greinilega komin útfyrir samninginn. Þá liggur fyrir að evrópudómstóllinn hefur þegar fellt dóm sem túlka megi sem svo að ákvörðun ESB sé rétthærri en ákvarðanir þjóðþinga. Sá dómur féll að vísu í máli milli Bretlands og ráðs ESB, en Kjartan Björgvinsson vill meina að hann gæti gilt yfir deilumál milli EES og ESB.
Ef þetta verður staðreynd er ekki verið að ræða grundvallarbreytingu á EES samningnum, eins og Kjartan vill meina, heldur hvort samningurinn sé enn gildur. Breytingar á samningum geta aldrei orðið einhliða af hálfu annars aðilans, um þær hlýtur að þurfa að semja. Því er einhliða breyting annars aðilans jafngild uppsögn samnings. Svo einfallt er það.
Ríkisstjórn Íslands hlýtur að líta þessi mál alvarlegum augum og hefja strax samráð við Noreg og Lichtenstein um það hvernig tekið skuli á þessu samningsbroti. Fyrir Noreg er þessi klásúla jafn þýðingarmikil og okkur Ílsendinga og víst er að Lichtenstein vill örugglega halda sínu fullveldi frá ESB.
Fullveldi byggir fyrst og fremst á valdi til löggjafar og ef það vald verður af okkur tekið erum við ekki lengur fullvalda þjóð. Þessi klásúla um að löggjafarvald EES ríkja verði ekki af þeim tekið með samningnum, er í raun það sem skilur milli ESB og EES.
Því eigum við ekki að þurfa að lúta valdi frá Brussel um hvort við leifum innflutning á hráu kjöti eða ekki, ná neinni annari skipan þaðan. Það vald liggur að fullu hjá Alþingi Íslendinga og enginn spurning um að EES samningurinn segir svo!!
Athugasemdir
thank good for EES/ESB
Rafn Guðmundsson, 31.10.2013 kl. 00:29
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.