Uppistand "sérfræðinga"

Það er margt gert til skemmtunnar fyrir landann. Eitt af því eru útgáfur bankanna á svokölluðum "greiningum", frá samnefndum deildum innan þeirra.

Ekki að efni þessara "greininga" sé svo skemmtilegt, heldur hugsunin um hvernig srtarfsmönnum þessara deilda hefur gengið að greina hluti fram til þessa.

Flestar eru þessar deildir skipaðar sama fólki og fyrir hrun og jafnvel sömu menn sem stjórna þeim. Hellsta afrek þessara svokallaðra "greiningardeilda" var að greina stöðu bankakerfisins sem mjög góða, allt þar til þeir voru fallnir. Sennilega hefur engum manni verið betur borgað fyrir jafn kolranga spá og starfsfólki þessara deilda, síðustu mánuði fyrir hrun.

Að öllu eðlilegu hefði þetta fólk allt verið látið taka poka sinn með skömm, eftir það flopp og nýtt fólk ráðið í þeirra störf. En ekki hér á landi. Hér fær þetta fólk að halda uppi sínum spám eins og ekkert sé. Og ekki hafa vinnubrögðin batnað. Copy/paste aðferðin dugir því vel. Enn kemur ragnarakarspá þegar rætt er um komandi kjarasamninga og enn er bankakerfið talið stöndugt. Enn er verðbólgan launþegum að kenna og enn er bankakerfið fórnarlambið. Þannig hefur þetta verið frá því bankarnir tóku að "greina" framtíðana og svo mun verða meðan til þeirrar "greininga" er notað fólk sem ekki virðist telja það sína vinnu að nota það sem guð gaf því!

En nóg um þetta, skoðum aðeins "greiningu" Arionbanka um að launahækkanir hafi verið of miklar. Það má vissulega taka undir þá fullyrðingu að launahækkanir umfram getu til að greiða þær, geti orðið fyrirtækjum um megn. En málið er bara ekki svo einfallt. Það er enginn einn sannleikur í því hver geta fyrirtækja er til launahækkanna. Sum gætu auðveldlega greitt mun hærri laun meðan önnur hafa enga getu til launahækkanna. Það má svo velta fyrir sér þeirri spurningu hvort eitthvað sé að rekstri þeirra fyrirtækja sem svo illa eru stödd, hvort þau eigi yfirleitt tilverurétt.

"Sérfræðingar" Arionbanka  segja að launavísitalan hafi hækkað um 17,6% frá undirritun síðasta samnings og kaupmáttur hafi aukist um 7,4% á sama tíma. Þetta segir væntanlega að verðbólgan yfir þetta tímabil hafi verið 10,2%. Hvað hefur þá kaupmáttur þeirra sem hafa einungis fengið launahækkanir samkvæmt almennum kjarasamningum, en þeir hafa gefið 11,4% á sama tímabili? Jú kaupmáttur þess fólks slefar yfir eitt prósentið!! Það er lítil bót upp í þá gífurlegu kjaraskerðingu sem þetta fólk varð fyrir við bankahrunið, sem "sérfræðingar" bankanna sáu ekki fyrir fyrr en það var orðið að staðreynd. Með sama áframhaldi mun taka launafólk heila öld að ná sama kaupmætti og fyrir hrun!! "Serfræðingar" bankanna vilja hægja enn frekar á þeirri þróun.

En aftur að tölunum. Launahækkanir frá undirritun síðustu kjarasamninga hafa verið að meðaltali 17,6%. Lang stæðsti fjöldi hins almenna launþega vinnur samkvæmt almennum kjarasamningum og verður að sætta sig við það sem þeir gefa hverju sinni. Þetta segir að launahækkanir hjlóta að hafa orðið mun meiri en 17% hjá hinum, sem eru svo heppnir að geta krafist meira. Þar er hinn svokallaði sjálftökuhópur auðvitað grimmastur, það fólk sem ýmist skammtar sér laun eða hefur einhver tök á sínum vinnuveitanda til að geta krafist aukinna launa. 30% launahækkun er sjálfsagt ekki óalgeng meðal þessa fólks. Og það merkilega er að meðal þessa fólk er einmitt sá hópur sem titlar sig "sérfræðinga" innan bankakerfisins og gefur út "greiningu" þess að það launafólk sem einungis hefur fengið kjarabót upp á rétt um eitt prósent frá síðustu kjarasamningum, megi alls ekki fá meira. Þá fari hér allt í bál og brand.

"Sérfræðingarnir" telja að kjarasamningar hafi falið í sér of miklar launahækkanir. Það eru öfugmæli. Það eru ekki kjarasamningarnir sem hafa gefið 17,6% launahækkanir, heldur einungis 11,4% eða rétt rúmlega einu prósenti meira en verðbólgan á sama tíma. 17,6% launahækkanir koma til vegna græðgis þeirra sem telja sig ekki þurfa að taka þátt í uppbyggingunni, því fólki sem telur sig vera utan kerfis þegar kemur að því að bera ábyrgð. Fólki eins og starfsfólki "greinigardeilda" bankanna!

"Greiningardeild" Arionbanka ítrekar að í komandi kjarasamningum taki menn tillit til þess að launahækkanir hafi áhrif á verðlag.

Það væri nær að þessir "sérfræðingar" reyndu að greina hvernig það getur orðið meðaltalslaunahækkun upp á 17,6% þegar kjarasamningar hljóða upp á 11,4%. Að þeir reyndu að greina hvar launaskriðið fer fram og beina sínum orðum til þeirra hópa. Þá mættu þessir "sérfræðingar" skoða hvers vegna sum fyrirtæki landsins eru svo illa stödd að þau geti ekki greitt mannsæmandi laun, hvort verið geti að einhver þeirra séu einfaldlega svona illa rekin. 

Þetta verkefni væri meira krefjandi og merkilegra en að fara fram með sama farsa og alltaf, í undanfara kjarasamninga. Þannig gætu þessir "sérfræðingar" kannski komist út fyrir gæsalappirnar!

Það er nefnilega svo að hlutverk sérfræðinga innan greiningardeilda er ekki það að stunda uppistand, heldur eiga þeir að greina hlutina og koma fram með staðreyndir. Út frá þeim staðreyndum geta þeir svo gert spá. Uppistandið á að vera á höndum skemmtikrafta og einstaka borgarstjóra.

 


mbl.is Segja launahækkanir hafa verið of miklar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll.

Fín hugleiðing hjá þér. Þessar greiningardeildir bankanna eru óttalegt grín og raunar merkilegt hvað þeim eru mislagðar hendur. Síðasta hrun skrifast m.a. á hagfræðinga enda held ég að í mörgum tilfellum taki hagfræðideildir háskólanna skírt fólk og geri það að óttalegum sauðum á 3 árum.

Ég sá rosalega góða grein í Mogganum 10. okt. sl. þar sem farið var yfir skuldir og skuldbindingar hins opinbera sem og reynt að greina hvað væri í vændum. Þær tölur voru hrikalegar en ekki heyrist hósti né stunda frá þessum svokölluðu sérfræðingum um skaðsemi botnlausra skulda hins opinbera né hvað við eigum í vændum á komandi árum. Ég geymi þetta blað því greinin var alveg frábær.

Það eina sem huggar mann er að þeir sem eiga bankana borga fyrir þessa vitleysu - ekki skattgreiðendur!!

Helgi (IP-tala skráð) 30.10.2013 kl. 08:00

2 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Það er satt Helgi, það er hægt að hugga sig við að bankarnir sjálfir borga ruglið. En þegar illa fer, lendir þó reikningurinn á þjóðinni!

Gunnar Heiðarsson, 30.10.2013 kl. 21:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband