Stóra njósnamálið
27.10.2013 | 10:21
Njósnir eru í eðli sínu ógeðfelldar, sama hver það er sem njósnar og um hvern. Þetta er iðja sem ætti auðvitað ekki að þekkjast, en því miður hefur hún verið stunduð frá örófi alda.
Á þeirri tækniöld sem við búum í dag er auðveldara en nokkru sinni fyrr að stunda njósnir. Fyrr á öldum voru menn með flugumenn innan raða andstæðinga og samherja, til að fá sem gleggsta mynd af hugsanahætti og ætlunum þeirra.
Símhleranir hafa verið stundaðar frá því síminn var fundinn upp. Þetta ættu allir að vita og vita auðvitað. Þráðlaust símasamband er enn opnara fyrir hlerunum en gamli þráðsíminn, sem þó var hleraður af miklum móð.
Tölvutæknin hefur svo valdið því að söfnun gagna er enn einfaldari og hægt að safna miklu magni gagna á mjög stuttum tíma. Vinnslan er aftur ennþá flókin og seinvirk.
NSA, deild innan Bandarísku leyniþjónustunnar, hefur verið í fréttum að undanförnu. Kemur þar til uppljóstranir Snowdens um þá starfsemi sem þar fer fram. Að ætla að þetta sé eina leyniþjónusta heims stundi þessa ógeðfelldu vinnu er barnalegt. Allar leyniþjónustur allra ríkja stunda það sama. Upplýst hefur verið að leyniþjónustur bæði Þýskalands og Frakklands noti hugbúnað frá NSA til njósnastarfa og að menn frá þeim löndum hafi verið sendir til Bandaríkjanna í þjálfun með þann búnað.
Því liggur á borðinu að bæði þau lönd eru janfn vel sett og Bandaríkin, til njósna. Nokkuð er víst að þessi tvö ríki, ásamt fjölda annara, hleri síma Bandaríkjaforseta og hans nánustu starfsmenn. Það er nefnilega svo að bandamenn eru oftast skæðustu andstæðingarnir, þegar á reynir.
Umræðan um þessar njósnir NSA hefur nú staðið yfir í um eitt ár. Strax í upphafi kom fram að NSA hleraði ekki einungis andstæðinga og hryðjuverkamenn, heldur einnig samherja Bandaríkjanna. Frakkar og fleiri þjóðir ESB hafa verið að malda í móinn vegna þessa, en ekki náð neinni athygli, sérstaklega ekki innan embættismannakerfis ESB. Angela Merkel hefur allan tímann þagað þunnu hljóði og reynt að gera sem minnst úr þessu.
Þegar svo Snowden upplýsir að hennar sími er hleraður fer allt á fullt. Fundir ESB snúast að mestu um þetta eina mál og nú allt í einu er það eitthvað svo alvarlegt. Það sést vel hvar höfuð ESB liggur á búk þess.
Það væri betra ef menn innan leyniþjónustna fleiri ríkja tækju Snowden sem fyrirmynd og kæmu fram með upplýsingar um hvað fram fer á þessu sviði innan þeirra. Þá væri umræðan kannski á réttu róli, þ.e. að allir njósni um alla. Nú er umræðan einungis á einn veg, að NSA sé sökudólgur en allar aðrar þjóðir fórnalömb. Svoleiðis er þetta bara ekki, því miður. Kannski eigum við eftir að sjá einhvern starfsmann Þýsku leyniþjónustunnar stíga fram og upplýsa hvað þar fer fram.
Eins og ég sagði í upphafi eru njósnir ógeðfelld iðja og ætti ekki að þekkjast. En það er barnaskapur að ætla að þær verði lagðar niður.
Það góða við uppljóstranir Snowdens er þó það að söfnun NSA á upplýsingum er af þeirri stærðargráðu að gjörsamlega útiokað er að nokkuð vitrænt komi þaðan. Það má gera ráð fyrir að svo sé einnig hjá öðrum leyniþjónustum, a.m.k. þeim sem nota sama hugbúnað og NSA. Það magn af upplýsingum sem safnað er, er svo mikið að einungis er hægt að geyma það í örfáa daga, þá eyðist það nema búið sé að yfirfara það og flokka úr það sem geima skal.
Því má segja að njósnastarfsemi í dag sé komin á það stig að hún sé marklaus, vegna umfangs síns.
Það er nokkuð víst að þessi stuttu pistill mun lenda í söfnunarvélum NSA og sjálfsagt hjá fleiri leyniþjónustum. Stikkorð eins og NSA, Snowden og sjálfsagt fleiri munu sjálfsagt sjá til þess. Hvort starfsmenn þessara leyniþjónustna nái að kippa henni frá og yfirfara, áður en hún eyðist sjálfkrafa úr kerfi þeirri, er aftur erfitt að segja til um. Þó eru meiri líkur en minni á því að það náist ekki. Ef það hins vegar næst, hef ég það á samvisku minni að sóa tíma einhverra starfsmanna þessara leyniþjónustna.
Obama upplýstur um hleranir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
það sem NSA og CIA eru að skoða hjá vinaþjóðum eru engin hryðjuverk eða annað álíka. þarna ganga þeir hagsmuna Boing og allara vopnaframleiðanda sinna sem eiga í harðnandi samkepni við state of the art græjur frá Frökkum,þjóðverjum og bretum. Meira að seigja svíjar eru í samkepni við USA um vopn. þetta snýst um sölusamninga og fátt annað..
ólafur (IP-tala skráð) 27.10.2013 kl. 16:43
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.