Hvað á Helgi Hjörvar við ?
18.10.2013 | 11:50
Helgi Hjörvar lýsti áhyggjum sínum á Alþingi yfir því að hafa ekki séð forsætisráðherra í nokkra daga. Þó vissulega sé gleðilegt að Helga sé svo annt um ráðherrann, er vonandi að þær áhyggjur fari ekki með hann á taugum.
Þessar áhyggjur hans eru hins vegar nokkuð undarlegar. Ekki hafði hann jafn miklar áhyggjur þegar forsætisráðherra síðustu ríkisstjórnar hvarð sjónum manna svo vikum skipti og var hún þó flokksformaður þess flokks sem Helgi situr fyrir á þingi.
Ég ætlaði svo sem ekki að blogga um þetta mál, því þótt stjórnarandstöðu þyki það merkilegt og fjölmiðlar landsins haldi vart vatni vegna þess, finnst mér þetta það lítilvægt að vart sé orðum á það eyðandi.
Það var aftur viðtal við Helga, í einum fjölmiðli í morgun, sem olli því að ég varð að slá á nokkra hnappa lyklaborðsins. Þar var honum tjáð að forsætisráðherra hefði farið með konu og börn til Flórída í nokkra daga frí frá amstri dagsins. Þetta hafði reyndar komið fram í fjölmiðlum áður og átti kannski ekki að koma Helga á óvart.
En viðbrögð hans voru á þann veg að maður hlýtur að spyrja sig hvað honum gengur til. Fyrir það fyrsta þóttist hann ekkert vita hvert ráðherrann hefði farið og í öðru lagi sgðist hann ekki trúa þeim orðum.
Hvað á Helgi við?
Athugasemdir
Sæll; Gunnar fornvinur !
S.D. Gunnlaugsson; er sami ÓNYTJUNGURINN, og Jóhanna kerling reyndist vera, hafi fram hjá þér farið, Gunnar minn !!!
Áþekkt er; um hitt þingliðið, svo sem !!!
Með beztu kveðjum; sem jafnan /
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 18.10.2013 kl. 12:17
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.