Hvar er lýðræðið ?
16.10.2013 | 09:18
Hvað hefur orðið um lýðræðið hjá okkur? Var ekki kosið til Alþingis síðasta vor? Var niðurstaða þeirra kosninga ekki skýr? Sá eini flokkur sem vill að Ísland gangi í ESB fékk útreið sem hefur verið líkt við hamförum, meðan þeir flokkar sem afgerandi afstöðu gegn aðild fengu ágæta kosningu og annar þeirra mjög góða. Þarna kom skýr vilji þjóðarinnar fram og engin ástæða til að halda málinu frekar fram.
En sá fámenni hópurinn sem tapaði, getur ekki sætt sig við það tap. Sama myndi verða upp á teningnum þó þjóðin myndi hafna áframhaldandi aðlögun í skoðanakönnun. Það er ekkert sem getur þaggað niður í þessum fámenna en háværa hóp sem vill aðild, nema kannski að draga umsóknina til baka.
Það kemur í raun ákaflega lítið fram um sjálfa skoðanakönnunina. Eitthvað sem kallast "Þjóðargátt Maskínu" er sagt hafa unnið hana á netinu. Ekkert kemur fram hvaða stofnun eða fyrirtæki þetta er. Ekki kemur fram hvaða aðferð var notuð í þessari netkönnun, hvorki aðferðarfræðin sjálf né hvernig spurningar voru. Meðan svo er, er vart hægt að taka mark á könnuninni.
En jafnvel þó maður horfi framhjá þeim "smáatriðum" og gefi sér að þarna hafi verið vel staðið að málum, kemur ljóslega fram að fjöldi þeirra sem vilja aðild er mjög lítill meðal þjóðarinnar. Það kemur einnig í ljós að rétt tæpur meirihluti vill áframhald viðræðna, sem er í sjálfu sér nokkuð merkilegt.
Það ætti flestum að vera orðið ljóst, eftir alla þá umræðu sem fram hefur farið, eftir allar þær yfirlýsingar sem fulltrúar ESB hafa gefið út og síðast en ekki síst vegna hins svokallaða Lissabonsáttmála, að ekki er um eiginlegar samningaviðræður að ræða. Þarna fer einungis fram skoðun á því hversu vel við uppfyllum lög og reglur ESB, hvar vantar uppá og hvernig staðið verði að aðlögun þeirra þátta. Hugsanlega er hægt að fá frestun upptöku einstakra reglna ESB um einhvern tíma, en varanlegar undanþágur eru ekki til umræðu. Enda er það svo að umsóknarríki óskar aðidar. ESB fer ekki að breyta sínum lögum og reglum, sem gilda fyrir 28 ríki, til þess eins að uppfylla óskir lands sem óskar inngöngu. Það hljóta allir að átta sig á þeirri staðreynd!
Því er undarlegt að til sé fólk sem vill ekki að Ísland gerist aðili að ESB, en vill þó klára aðlögunarviðræðurnar. Þetta er eins og að reyna að blanda saman olíu við vatn, gjörsamlega útilokað.
Þó þessi könnun gefi í ljós að meirihluti sé fyrir skoðanakönnun um málið, segir það ekkert um vilja til áframhald aðlögunnar. Það eru margir andstæðingar aðildar sem vilja slíka skoðanakönnun af því þeir telja það leið til að loka málinu. Svo er þó ekki, eins og áður segir. Aðildarsinnar munu ekki taka slíka skoðanakönnun gilda, ef niðurstaða hennar verður þeim ekki að skapi, ekki frekar en Alþingiskosningarnar.
Það er í raun einungis ein spuring sem þarf að leggja fyrir þjóðina, spurning sem gjarnan er höfð með í skoðanakönnunum en fjölmiðlar gera gjarnan lítið úr. Það er spurningin um vilja til aðildar. Meðan ekki er vilji þjóðarinnar til aðildar, er engin ástæða til að aðlaga okkar laga og reglukerfi að ESB og því engin ástæða til viðræðna.
Þjóðin svaraði reyndar þessari spurningu í Alþingiskosningunum síðasta vor og það svar ætti að nægja. Þannig virkar lýðræðið.
Þegar Alþingi var neytt til aðildarumsóknar, var sú gerð án aðkomu þjóðarinnar. Þá var lýðræðið fótum troðið. Nú vill sama fólk og þá fótum tróð lýðræðið, traðka aðeins meira á því.
Hafi það skömm fyrir!
![]() |
Tæp 52% vilja halda viðræðum áfram |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Það var farið í ESB ferlið án þess að leyfa landsmönnum að kjóa um það hvort það væri vilji landsmanna að byrja ESB ferilinn.
Þess vegna þarf ekki að setja það í þjóðaratkvæði hvort það á að halda áfram eða ekki, ( með öðrum orðum ef það þurfti ekki þjóðaratkvæði til að byrja ESB ferilinn, þá þarf ekki þjóðaratkvæði til að enda ESB ferilinn) enda er búið að læsa þessari vitleysu niður í skúffu, í það minsta meðan (D) og (F) eru í stjórn og vonandi týnist lykillinn.
Kveðja frá Houston.
Jóhann Kristinsson, 16.10.2013 kl. 09:44
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.