Hálfsannleikur

Hvort það er Blomberg fréttastofan, fréttamaður MBL, eða fulltrúinn í slitastjórn sem segir hálfsannleik í þessari frétt, skal ósagt látið. Allir þessir aðilar vita þó sannleikann allann og að þessi hálfsannleikur skekkir raunverulegu myndina svo, að úr verður hrein og klár lygi.

Skilyrði Seðlabankans fyrir viðræðum eru skýr. Ekki verður hægt að hefja þær fyrr en slitastjórnir koma fram með lausn sem ekki skaða íslenskt hagkerfi. Þetta kom skýrt fram í frétt um svar bankans til slitastjórna. Það er hins vegar ekki Seðlabankans að koma fram með tillögur í þessa átt, heldur kröfuhafa.

Það eru þeir sem óska eftir undanþágu á lögum um gjaldeyrishöft. Og nú eftir nýfallinn dóm Hæstaréttar mun sú undanþága væntanlega þurfa að gilda fyrir allar greiðslur til kröfuhafa, bæði innlendar og erlendar.

 

 


mbl.is Kaupþing ekki séð kröfur frá Seðlabankanum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband