Það er í raun hægt að trúa öllu upp á þennan mann

Stöðugleiki byggir á fjölda þátta og vissulega spila gjaldeyrismál þar þátt. En stæðsti og veigamesti þáttur stöðugleika í hagkerfi er stöðugleiki á vinnumarkaði. Ef stöðugleiki er á vinnumarkaði er meiri von til að hægt sé að halda stöðugum gjaldmiðli.

Það er nefnilega svo, þó grár haus Gylfa meðtaki ekki þá staðreynd, að gjaldeyrir hvers hagkerfis er mælikvarði þess. Gjalfdeyrir getur aldrei orðið gerandi í hagkerfi, hann verður óstöðugur ef hagkerfið af einhverjum ástæðum verður óstöðugt.

Því eiga aðilar vinnumarkaðsins að einhenda sér í að vinna að stöðugleika á vinnumarkaði, með öllum þeim ráðum sem þeir hafa til þess. SA hefur spilað út sínu fyrsta spili, reyndar jóker, en það er önnur saga. Gylfi gaf sér örlítinn tíma frá ESB vinnu sinni til að skoða jókerinn og komst að því að hann væri einskis nýtur í komandi kjarasamningum. Síðan sneri hann sér aftur að öðru máli.

Og nú boðar Gylfi alveg nýja sýn á baráttu launafólks. Ekki skal lengur rætt um kjaramál eða semja um kjarasamninga nema tengja við það umræðu um gjaldeyrismál. Allir vita hvaða gjaldeyri Gylfi á við.

Það liggur ljóst fyrir að evran verður ekki tekin upp nema með aðild að ESB og það liggur ljóst fyrir að jafnvel þó vilji þjóðarinnar væri sterkur til inngöngu mun taka mörg ár enn fyrir okkur að aðlagst ESB. Eftir að því væri lokið þarf landið að uppfylla skilyrði til upptöku evru í a.m.k. tvö ár. Langt er í að við getum náð þessum skiyrðum og enn lengra í að við gætum haldið þau í tvö ár. Því má áætla að það taki jafnvel einhverja áratugi fyrir okkur að fá evru sem gjaldeyri, miða við að vilji þjóðarinnar til þess væri sterkur og unnið öllum árum að því markmiði. Ætlar Gylfi bara að geima alla kjarasamninga í þann tíma?

En nú er það svo að vilji þjóðarinnar til inngöngu hefur aldrei verið mikill, þó einstaka sinnum hafi meirihlutinn viljað klára aðlögunina. Sá vilji byggist á þeim misskilning að hægt sé að gera samning og skoða hann. Slíkt er ekki lengur í boði, Noregur fékk síðust þjóða að fara þá leið. Eftir að austur-Evrópa féll og vilji þeirra ríkja sem þar eru til inngöngu í ESB hófst, var reglum um viðræður breytt. Ekki var lengur hægt að gera samning nema aðlögun að regluverki ESB fylgdi með. Til þess voru fundnir upp svokallaðir IPA styrkir, styrkir til að auðvelda umsóknarríki aðlögun meðan á viðræðum stendur.

En Gylfi vill ekki gera samning til að skoða. Hann vill ganga í ESB, með kostum þess og göllum og hann vill taka upp evru. Þetta er hans persónulega skoðun og hana má virða. Hitt er ljóst að hann hvorki getur né má nota ASÍ sem vettvang fyrir sínar persónulegu skoðanir. ASÍ er ekki pólitískt félag með frjálsri aðild, heldur samtök stéttarfélaga, þar sem félagsmenn eru skyldaðir til aðildar.

Þessu verki vill Gylfi flýta sem mest má, sennilega vegna þess að hann óttast að ef beðið verður muni evran hverfa áður en hann fær að njóta hennar.

Það er ljóst að ábyrgð launþega í kjarasamningum er mikil, en ábyrgðuin er ekki síður launagreiðenda. Þeir sem þó mestu ráða um gildi kjarasamninga eru þó þeir sem stjórna verðlaginu í landinu og fyrir láglaunamanninn eru það kannski verslun og þjónusta sem þar skipta mestu máli. Meðan ekki verður komið böndum á óheftar hækkanir verslunarinnar, geta kjarasamningar aldrei orðið neitt af viti og þá getur heldur aldrei orðið stöðugleiki í landinu. Þá er sjálftaka launa eitthvað sem ætti að heyra sögunni til. Slík sjálftaka leiðir til hækkana launa hjá þeim sem aðstöðu hafa til að krefjast meira en kjarasamningar hljóða upp á. Síðan, þegar kjararáð úrkurðar um laun til æðstu starfsmanna ríkisins, verða þeir samkvæmt lögum að taka tillit til þessara hækkanna. Afleiðingin er að það mælist aukinn kaupmáttur, jafnvel þó þeir sem minnst hafa þurfi að sætta sig við töluverða skerðingu hans. 

Fyrir hrun sáum við þessa þróun skýrt og afleiðingarnar voru skelfilegar. Nú erum við farin að sjá þetta aftur, þar sem forstjórar einkafyrirtækja hækka sín laun um tugi prósenta og kjararáð verður að úrskurða um svipaða hækkun til forstjóra ríkisfyrirtækja, jafnvel þó ljóst sé að ríkið hefur enga getu til. Við sjáum laun fólks í fjármálafyrirtækjum hækka langt umfram laun annara. Góð staða þessara fyrirtækja er sögð ástæða, þó enginn hafi þorað að nefna ábyrgð í því sambandi, eins og svo oft hljómaði fyrir hrun. Um góða stöðu fjármálafyrirtækja má margt segja, en það mál er of langt til að setja í þennan pistil.

Það er á þessum þáttum sem þarf að taka. Sjálftöku þeirra sem stunda verslun og þjónustu, sjálftöku forstjóra og æðstu stjórnenda fyrirtækja, hækkun launa einstakra stértta langt umfram hækkanir annara. Það þarf að endurskoða lög um kjararáð. Þar þarf ekki einungis að horfa til hækkanna á almennum vinnumarkaði heldur einnig stöðu ríkissjóðs og getu hans til launahækkanna.

Þessum málum og fleirum þeim tengd á Gylfi Arnbjörnsson að snúa sér að. Náist tök á þessum vanda, sem er hinn raunverulegi efnahagsvandi, verða kjarasamningar auðveldir. Þá verður gjaldeyririnn stöðugri. Þetta leiðir síðan af sér að ef vilji þjóðarinnar til aðildar verður sterkur og upptöku evrunnar, mun það verk verða bæði léttara og fljótlegra. Varðandi aðkomu ríkisins að þessum kjarasamningum, geta aðilar vinnumarkaðsins óskað eftir því að ríkistjórnin beyti skattkerfinu til að milda erlandar hækkanir, þ.e. að lækka eða hækka gjöld á innfluttri vöru í takt við hækkanir erlendis, til að milda þá sveiflu sem þaðan kemur.

Aðild að ESB og upptaka evrunnar eru mál sem koma komandi kjarasamningum ekkert við.

Það vaknar óneitanlega hjá manni grunur um að eitthvað óhreint búi í pokakorni þeirra sem telja sig forsvarsmenn atvinnulífsins. Gylfi Arnbjörnsson og forsvarsmenn SA eru sammála um ESB málið, þó þeir hafi ekki umboð sinna umbjóðenda til þess. Sú herferð sem þessir aðilar, bæði hvor um sig og sameiginlega, hafa hafið fyrir þessu baráttumáli sínu, gegn ríkjandi stjórnvöldum, er nokkuð grunsamleg. Þetta er einkum grunsamlegt vegna þess að kjarasamningar nálgast nú hratt. Ummæli Gylfa um að ekki sé hægt að gera kjarasamning nema í tengslum við umræðu um gjaldeyrismál styrkir þennan grun.

Er hugsanlegt að svokallaðir forsvarsmenn atvinnulífsins ætli sér að nota þennan vettvang til að sprengja ríkisstjórnina? Að þeir telji að með því væri hægt að koma hér á ríkisstjórn sem mun sjá til þess að þeirra hugðarefni fái framgang? Þetta er stór spurning, en grunurinn verður ónetanlega sterkari með hverjum deginum.

Getur verið að Gylfi Arnbjörnsson sé svo blindaður af ást til ESB? Vissulega er hann sár vegna réttmætrar gagnrýni innan eiginn búða. Er hugsanlegt að það sé hvöt hans til þessa?

Það kæmi svo sem ekki á óvart, hann hefur áður sýnt svo ekki verður um villst hvar og fyrir hverja hann stendur. Þegar hann átti kost á að frysta eða afnema verðtrygginguna, haustið 2008, taldi hann að það gæti leitt til taps fyrir fjármálastofnain upp á nærri 200 milljarða króna og því ekki hægt. Hann var ekki að spá í að þessi upphæð kæmi úr vösum hans umbjóðenda, skuldsettra launþega.

Því er í raun öllu trúandi upp á Gylfa, einnig því að hann stefni að verkföllum. Ekki til að sækja betri kjör fyrir launafólk, heldur til að freista þess að fella ríkisstjórnina!!

 


mbl.is Gjaldeyrismál lykillinn að stöðugleika
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Verðbólgan stafar ekki  af sjálftöku launa eða hækkunum verslanna, ekki svona í stóra samhenginu. Hún stafar heldur ekki af því að launafólk krefjist t.d. 4% launahækkunnar í 4% verðbólgu!

Verðbólgan stafar af því að innistæðulausir "matador-" peningar eru að leka í hagkerfið. 

Bent hefur verið á að í hagkerfinu séu 5falt of margar krónur.   Hvað hefur verið gert í því að forða hagkerfinu frá því að þessi "eiturvessi" leki út í æðar þess?

Hvað gerir Gylfi í því máli?   

Ekkert!

Góður hluti af eignum lífeyrissjóðanna eru nefnilega þessar fölsku krónur!

Bjarni Gunnlaugur (IP-tala skráð) 27.9.2013 kl. 13:59

2 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Það er hárrétt hjá þér Bjarni, framleiðsla bankanna á raffé, eða froðufé sem væri réttara orð, er vandi sem vissulega þarf að taka á.

Þá er lífeyriskerfið vaxið okkur yfir höfuð og þarf að taka það til endurskoðunnar frá grunni.

Hvort það sé verkefni ASÍ að taka á froðufénu vil ég leifa mér að efast, þann vanda verða stjórnvöld að leysa. Auðvitað getur ASÍ lagt fram ósk um að það verði gert.

Um lífeyriskerfið er annað að segja. Þar getur Gylfi vissulega beytt sér, ef vilji væri fyrir hendi. Vandinn er bara að hann stendur vörð um þetta vonlausa kerfi og vill ekki heyra á það minnst að þar verði gerðar breytingar. Þar stendur hann vörð fjármálaelítunnar, sem fyrr. Það er hún sem mest hefur haft út úr þessu kerfi, sem hugsað var til að tryggja launafólki áhyggjulaust ævikvöld. Kerfi sem byggt er upp af fé sem launafólkið sjálft leggur til.

Stór hluti þessa fjár er sett í allskyns hlutabréf og þar sem markaður fyrir slíka gjörninga hér á landi er takmarkaður, veldur þessi aðkoma sjóðanna óeðlilega háu verði bréfanna. Og fjármálaelítan gleðst auðvitað, þar sem meira fé fellur til hennar. Það eina sem hún þarf að spá í er að vera búin að mjólka allt fé út úr þessum fyrirtækjum þegar bólan springur.

Síðast töpuðu lífeyrissjóðirnir 500 milljörðum á þessu rugli, en lítið virðast stjórnendur þeirra hafa lært á því. Enn er verið að kaupa hlutabréf í fyrirtækjum og verð þeirra rýkur langt yfir raunverulegt verðmæti þeirra.

Það væri hægt að skrifa langann pistil um lífeyrissjóðakerfið og allt það sukk sem þar hefur viðgengist. Annan pistil væri svo hægt að skrifa um leiðir til úrbótar, hugmyndir að nýju og betra kerfi. Þær eru fjölmargar.

Gunnar Heiðarsson, 27.9.2013 kl. 15:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband