Um "alþýðuhetjuna"
26.9.2013 | 16:15
Vilhjálmur Birgison, formaður Verkalýðsfélags Akraness, hefur verið duglegur að benda á verk "alþýðuhetjunnar" Gylfa Arnbjörnssonar.
Hér er viðhengi við síðustu skrif Villa um "alþýðuhetjuna".
Ég hvet alla til að lesa þessa grein Villa og ekki væri verra að eyða smá tíma í að lesa einnig skrif "alþýðuhetjunnar", þó ekki væri til annars en að bera saman rökfræði þessara tveggja manna. Meðan Villi sækir rök sínu máli til sönnunar, notar "alþýðuhetjan" upphrópanir og gífuryrði.
Einnig gefa þessi skrif þeirra beggja örlitla innsýn á hvað þeim þykir þeir eigi að standa fyrir. Meðan Villi stendur vörð sinna félagsmanna, tekur "alþýðuhetjan" sér sæti við hlið fjármagnsaflanna.
Athugasemdir
þetta finnst mér bara vera bull hjá þér - segir vb ekki bara það sem fólk vill heyra?
Rafn Guðmundsson, 26.9.2013 kl. 20:27
Þeir sem hafa fylgst með vinnu Villa fyrir sitt félag vita að þar fer enginn bullari. Hann lætur ekki orð duga, eins og flestir aðrir, heldur fylgir málum eftir til enda.
Við hliðina á honum er ég vissulega bullari, undir það get ég tekið. Og það eru líka flestir aðrir sem tjá sig um málefni verkalýðshreyfingarinnar, án þess að kynna sér þau.
Þar fer fremstur í flokki sá sem mest ætti að vita um þessi mál, en talar eins og hann hafi aldrei nálægt launafólki eða þeirra vettvangi komið, Gylfi Arnbjörnsson!
Gunnar Heiðarsson, 27.9.2013 kl. 09:26
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.