Uppskera sérhagsmunaaflanna
22.9.2013 | 10:36
Borgarstjórnarflokkur Sjálfstæðisflokks fær slæma útreið í skoðanakönnun. Þetta ætti svo sem ekki að koma neinum á óvart. Svo merkilegt sem það er, þá tala þeir borgarstjórnarfulltrúar Sjálfstæðisflokks hæðst sem næst liggja borgarstjórn í ákvarðanatöku, meðan hinir sem ekki eru sammála virðast með öllu málstola. Meðan svo er, geta kjósendur ekki ályktað annað en að Sjálfstæðisflokkur sé alls ekki í stjórnarandstöðu inna borgarinnar og meðan enginn flokkur er í andstöðu við núverandi borgarstjórn er valið ekkert.
Það virðist vera nákvæmlega sama hvað gert er innan borgarinnar, eða ekki gert. Sumir fulltrúar Sjálfstæðisflokks leggja sína blessun yfir það. Aðrir malda í móinn en enga raunverulega andstöðu er þar að finna. Þetta á við jafnt hvort aðsúgur að bílaumferð er unnin af fullu afli, hvort samgöngumiðstöð landsmanna í Vatnsmýrinni er fórnað eða varðandi slæleg vinnubrögð við það eitt að halda ásýnd borgarinnar til góða, með slætti og umhirðu borgarlandsins. Það er sama hvar er tekið niður, allstaðar veður aumingjaskapurinn og slóðaskapurinn uppi og þeir sem ættu að standa vörð borgarbúa ýmist leggja blessun sína yfir ósómann, af einnskærri blindni og hrifningu til Gnarr, eða eru svo miklar skræfur að geta ekki komið upp hljóði.
Sjálfstæðisflokkur stendur frammi fyrir miklum vanda, heimatilbúnum vanda. Þetta á ekki einungis við um vettvang borgarmála, heldur einnig á landsvísu. Hér fyrir ofan er örlítið dreypt á sundurlindi og aumingjaskap flokksins í borrgarstjórn, en ekki minna sundurlindi veður uppi innan flokksins á landsvisu.
Allt frá því núverandi ríkisstjórn var mynduð, hafa öfl innan flokksins talað það samstarf niður og ekki dregið af sér. Þar fer fremst fyrir sérhagsmunafólk sem skeitir engu hverjar samþykktir landsfundar flokksins eru, heldur berst gimmt fyrir eigin hagsmunum. ESB aðild og varðstaða fjármagnsaflanna eru þeirra baráttumál, enda fara þessi tvö málefni gjarnan saman.
Meðan Sjálfstæðisflokkur getur ekki stillt sína strengi og komið sérhagsmunafólki sínu í skilning um að samþykktir landsfundar gilda, hversu illa mönnum er við það, er engin von til að flokkurinn nái til kjósenda. Flokkurinn verður að koma sínum sérhagsmunöflum í skilning um að á landsfundi geti þeir komið sínum málum fram og takist það ekki verði þeir einfaldlega að bíða næsta landsfundar. Koma sínum sérhagsmunaöflum í skilning um að á milli landsfunda verði forysta flokksins að fá að vinna sína vinnu í friði, í samræmi við samþykktir landsfundar.
Sundurlindi Sjálfstæðisflokks er heimatilbúinn vandi, þar sem fámenn klíka stundar öflugt niðurrifsstarf. Með sama áframhaldi munu sérhagsmunaöflin inna Sjálfstæðisflokks uppskera ríkulega, algert hrun flokksins!!
Það er ekki vegna gerða eða gæfu Besta flokksins sem hann heldur fylgi, heldur aðgerðarleysis og gæfuleysis annara flokka, sérstaklega eina raunverulega andstöðuflokksins innan borgarstjórnar, Sjálfstæðisflokks!
Besti flokkur stærstur á ný | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.