Snillingur eða hálfviti ?
11.9.2013 | 10:01
Árni Páll Árnason fer ekki hefðbundnar leiðir í pólitík, svo mikið er víst. Flestir láta líða lengri tíma frá eigin afglöpum áður en farið er að ráðast gegn andstæðingnum og flestir tala á Alþingi í örlitlium takt við þá umræðu sem þar fer fram hverju sinni. Þetta virðist vera Árna Pál ofviða.
Hvort Árni Páll er svona heimskur eða hvort hann er með einhverja pólitík sem okkur sauðsvörtum almúganum er dulin skal ekki sagt. Þó er vart hægt að trúa að heimskum manni takist að ljúka lögfræðinámi frá háskóla. Eftir stendur þá spurningin hvort þarna fari einhver ný og óuppgvötuð pólitík fram.
Tökum nokkur dæmi úr ræðu Árna. Hann talar um ráðaleysi ríkisstjórnarinnar. Þetta segir sá maður sem hvergi getur komið fram án þess að telja aðild að ESB og upptaka evru sé lausn alls vanda. Það er hans eina sýn og varla hægt að kalla hana ráðdeildni fyrir land og þjóð. Einnarmálefna stefna og rörsýn hefur engum gefist vel.
Árni Páll talar um að ríkisstjórnin eyði öllu sínu afli til hjálpar fámennri forréttindastétt. Það gleður mitt litla hjarta að vera talin til forréttindastéttar þessa lands og sjálfsagt eru margar fjölskyldur, sem berjast við að láta enda ná saman við hver mánaðamót, einnig himin lifandi. Að vera talinn til forréttindastéttarinnar, meðan leitað er eftir einhverjum aurum svo kaupa megi í matinn fyrir börnin, hlýtur að vera léttir. En hvernig voru áherslur fyrri ríkisstjórnar? Þar var almenningur ekki talinn til forréttindastéttarinnar, heldur fjármagnseigendur og Árni Páll, ásamt sínum samráðherrum stóð styrkann vörð þeirra. Þar var engu fórnað fyrir auðstéttina, meðan almenningur fékk að blæða. Ekki einu sinni voru þetta bara verk síðustu ríkisstjórnar, heldur ætlaði hún einnig að ná kjöri aftur með loforðum um að áfram skildi haldið á þeirri braut!!
Árni fagnar boði forsætisráðherra um víðtækara samstarf innan Alþingis, milli stjórnar og stjórnarandstöðu. Þó harmar hann að ekki skyldi vera haft samráð við stjórnarandstöðu um lausn skuldavanda heimila. Allt síðasta kjörtímabil og í kosningabaráttunni fyrir síðustu kosningar, gerð þáverandi ríkisstjórn þjóðinni rækilega grein fyrir því að hvorku ætti né mætti gera nokkuð það sem komið gæti skuldsettum heimilum til góða. Þegar svo sterkur málflutningur er uppi og honum haldið fram í verki, er vart hægt að gera ráð fyrir að sama fólk eigi mikið erindi í umræðuna um aðstoð við heimilin í landinu. Þetta mál er eitt að stæðstu málum þessarar ríkisstjórnar og hún vinnur auðvitað að því með fólki sem telur að það sé hægt. Að boða þá sem ekki vilja þannig lausn að borðinu, væri einungis til að tefja það.
Eitt má þó Árni Páll eiga, hann sér að þjóðin býr á viðsjárverðum tímum og að sá vandi er að mestu heimatilbúinn. Viðskilnaður síðustu ríkisstjórnar var með þeim hætti að núverandi ríkisstjórn hefur þurft að só miklum tíma til þess eins að komast til botns í vitleysunni. Þetta hefur tafið uppbygginguna og á sennilega eftir að tefja hana um einhver ár. Þennan vanda má að fullu skrifa á fyrri ríkisstjórn.
Árni Páll gagnrýnir vaxtastefnu seðlabankans, eins og svo margur annar. En bankinn vinnur samkvæmt þeim lögum sem honum eru sett og fá verkfæri sem hann hefur til að halda niðri verðbólgu önnur en vaxtahækkanir. Breytir þar engu hvers vegna verðbólgan rýkur upp, vaxtahækkun er eina verkfæri bankans. Þessi skortu verkfæra til stjórnar hagkerfisins, í landi þar sem stæðsti hluti almennings fjármagnar sitt húsnæði með verðtryggðum lánum er hluti þess vanda sem sem olli hruni bankanna og mun valda öðru hruni verði ekkert að gert. Árni Páll má vissulega gagnrýna þetta, en hann var jú efnahagsráðherra í fyrri ríkisstjórn og hefði verið í lófa lagið að breyta þessu, annað hvort með afnámi verðtryggingar, svo vaxtahækkanir færu að virka sem skyldi, eða láta seðlabananum í té einhver önnur verkfæri sem dugað gætu á verðtryggð lán. Ef slík verkfæri eru til.
Undarlegust eru þó orð Árna Páls um væntanlega kjarasamninga. Þar fullyrðir hann að verkalýðshreyfingin treysti sér ekki til að gera langtímakjarasamning. Stéttarfélög landsins eru nú þessa dagana að byrja vinnu við kröfugerð fyrir þessa samninga. Sum eru eitthvað komin á veg, meðan önnur hafa ekki enn hafið þá vinnu. Því liggur ekki enn fyrir hverjar kröfurnar verða, hvorki um launahækkanir né lengd kjarasamnings. Hugsanlega hefur Árni þessar fréttir frá samflokksmanni sínum og forseta ASÍ, en þeim báðum til glöggvunar eru það launþegar sjálfir sem móta þessar kröfur. Árni Páll er einungis þingmaður og hefur ekkert um þær kröfur að segja og Gylfi Arnbjörnsson er einungis forseti ASÍ og hefur heldur ekkert um þær að segja. Það er svo undir launþegum sjálfum komið hvort þeir afhenda svo ASÍ sínar kröfur og lætur það um að sækja þær. Fyrr á forseti ASÍ enga aðild að málinu og vel hugsanlegt að honum verði ekki treyst fyrir því í komandi kjarasamningum, vegna fyrri verka gegn launþegum!!
Ég læt lesendur um að dæma hvort Árni Páll sé snillingur í pólitík, eða hvort hugsanlega sé hægt að komast í gegnum lögfræðinám við háskóla, án lágmarks skynsemi.
Ráðleysi ríkisstjórnarinnar algert | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Það var þekktur tannlæknir í Reykjavík sem sagði mér þegar ég var að spá í lögfræðinám að lögfræði væri svo létt og einföld að það væri nóg að lesa bara í kaffi og matartímum.
Ekki skal ég dæma neitt um það hvort tannlæknirinn hafi haft rétt fyrir sér, en ef allflestir sem koma út úr lagadeild HÍ eru eins vel að sér eins og Árni Páll, þá býð ég nú ekki mikið í lagadeild HÍ.
Góður pistill Gunnar.
Kveðja frá Houston.
Jóhann Kristinsson, 11.9.2013 kl. 10:34
Sæll Gunnar, það er hægt að kenna allt milli himins og jarðar í skólum, en heilbriðg skynsemi er eitthvað sem við fáum í vöggugjöf og ef hún er ekki til staðar þá verður hún ekki numin í skólum.
Kristján B Kristinsson (IP-tala skráð) 11.9.2013 kl. 11:37
Var ekki verr farið en heima setið að gera seðlabankann sjálfstæðann ef hann getur það eitt er skaða veldur, þ.e. að hafa háa vexti í kreppunni?
Annars er útsala seðlabankans á ónýtum krónum líka að valda skaða þar sem verðmætin á bak við þau gjaldeyriskaup eru tekinn úr vasa almennings í gegnum þá verðbólgu er þau valda.
Hagfræðingar hafa bent á að hér séu 5 sinnum of margar krónur í hagkerfinu. Ætti seðlabanki ekki fremur að vinna í að taka þær úr umferð en hitt?
Annars sammála þér um Árna Pál!
Bjarni Gunnlaugur (IP-tala skráð) 11.9.2013 kl. 13:02
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.