Hún er undarleg tík pólitíkin
1.9.2013 | 09:53
Nú hefur þessi ríkisstjórn verið við völd í 100 daga, oft kallaðir hveitibrauðsdagar. Á þessum tíma hefur ekki skort gagnrýni á störf hennar, þó ekkert hafi verið gert af hennar hálfu annað en það sem lofað var fyrir kosningar.
Undarlegust er þó gagnrýnin á störf stjórnarinnar í málefnum skuldsettra heimila. Vissulega hefði maður viljað sjá frekari árangur þar, en góðir hlutir gerast sjaldan hratt. Þó er ríkisstjórnin á áætlun í því máli, samkvæmt stjórnarsáttmála og samþykkt sumarþings. Ekkert er í raun sjáanlegt sem tafið getur þá áætlun, nema auðvitað bankarnir, en við því mátti auðvitað búast.
Það sem gerir gagnrýnina á störf stjórnarinnar í málefnum skuldugra heimila er þó ekki verklagið, heldur hvaðan sú gagnrýni hefur komið. Þar eru fremstir í flokki þeir aðilar sem telja með öllu útilokað að hjálpa þessari grunnstoð þjóðfélagsins, þeir sem hæðst hrópuðu að ekki mætti með nokkru móti hjálpa heimilum landsins, þeir sem vilja hagnað bankanna enn meiri en nú er. Þarna fer fremst í flokki stjórnarandstaðan með dyggum stuðningi hörðustu eiginhagsmunaklíku Sjálfstæðisflokks. Þessir aðilar gagnrýna nú stjórnvöld fyrir sleifarskap í þessu máli!
Þeir sem bíða eftir lausn, þeir sem studdu þessa ríkisstjórn til valda, vita að enn er ekki tími fyrir gagnrýni. Þeir vita sem er að góðir hlutir gerast hægt en örugglega. Vel getur komið upp sú staða í framtíðinni að það fólk sameinist stjórnarandstöðu og eiginhagsmunaklíkunni gegn ríkisstjórninni vegna þessa máls, en sú stund er ekki enn runnin upp.
Nokkru fyrir áramót eiga þær tvær nefndir sem þessi mál eru að skoða, lækkun höfuðstóls og afnám verðtryggingar, að skila af sér. Þegar niðurstaða þeirra liggur fyrir munu stjórnvöld vinna úr henni og síðan flytja málið fyrir Alþingi. Þegar sú niðurstaða liggur fyrir getur gagnrýnin hafist.
Ljóst er að eiginhagsmunklíkan mun að sjálfsögðu leggjast gegn öllum tillögum til hjálpar grunnstoð þjóðarinnar, sama hversu smáar þær verða. Sá hópur vill veg bankanna enn frekari en nú er og þykir sennilega flestum nóg um. Hvort stjórnarandstaðan skipar sér á bekk með eiginhagsmunaklíkunni, eins og hún hefur gert undanfarin fjögur og hálft ár, mun svo koma í ljós.
Það verður á þeim tímapunkti, þegar málið kemur til kasta Alþingis, sem raunveruleg gagnrýni getur átt sér stað. Þá verður fólk líka upplýst um hvern skuli gagnrýna. Þá getur fólk valið sér sæti með þeim sem vilja treysta hellstu grunnstoð þjóðfélagsins, eða með hinum sem vilja hag banka og stórfyrirtækja sem mestann.
Glímir við samskipta- og væntingavanda | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.