Borgarstjóri eða oddviti hreppsnefndar ?
29.8.2013 | 08:31
Nú hafa rúmlega 58.800 manns skrifað undir áskorun til borgarstjórnar og Alþingis um áframhald veru flugvallarins í Vatnsmýrinni. Ljóst er því að meirihluti borgarstjórnar er langt frá vilja almennings.
Borgarstjóri kvartar undan að ekki skuli vera gerð skil milli þeirra undirskrifta sem koma frá þeim sem búa innan borgarmarkanna og hinna sem utan þeirra búa og veltir fyrir sér hversu mikið mark hann eigi að taka á undirskiftum þeirra sem utan borgarmarkanna búa.
Ég velti fyrir mér hvort borg sem stjórnað er af manni með slíkann hugsanahátt geti yfirleitt talist höfuðborg lands.
Það eru mörg sveitarfélög út um landið sem bæði hafa getu og vilja til að taka við þessu kefli, sem virðist vera Jóni Gnarr ofviða. Auðvitað mun öll stjórnsýsla, Alþingi, Landspítali, Háskóli Íslands og allt sem getur talist til þarfa og eigu allra landsmanna, fylgja því kefli.
Eftir stæði þá Reykjavík án alls þessa, með Jón Gnarr sem oddvita hreppsnefndar.
Hvar hafa þeir alið manninn? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Auðvitað má ekki gleyma því að miðstöð flugsamgangna og flugvöllur myndi einnig fylgja. Hvað Reykjavíkurhreppur hefði við landið í Vatnsmýrinni að gera þá, þegar flestir búar hafa flust til hinnar nýju höfuðborgar, er ekki gott að segja.
Kannski gæti Jón tekið sér orf og ljá í hönd og slegið þar engjar?
Gunnar Heiðarsson, 29.8.2013 kl. 08:38
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.