Styrmir Gunnarsson og ESB
18.8.2013 | 11:43
Aðildarsinnar keppast nú, sem aldrei fyrr, við að rangtúlka orð hinna ýmsu ráðherra og reyna með því að skapa einhverja ósátt meðal stjórnarinnar. Fréttasofur RUV og 365 miðla spila með.
Það er í sjálfu sér ekkert athugavert við þetta, þ.e. þó þeir aðildarsinnar sem eru innan stórnarandstöðuflokkanna reyni af litlum mætti að berja á stórninni vegna stöðvunar aðildarviðræðna. Það er aftur spurnig hvort rétt sé að fjölmiðlar skuli taka þátt í slíku, sérstaklega ríkisfjölmiðill.
Hitt er verra að margur sjálfstæðismaðurinn lætur sitt ekki eftir liggja í þessari baráttu og má segja að gagnrýni þeirra sé mun harðari en stjórnarandstöðu. Þar fer auðvitað mest fyrir aðildarsinnum innan þess flokks, en hinir sem andstæðir eru aðild eru lítt skárri.
Þorsteinn Pálsson segir "himinn og haf" milli stjórnarflokkanna í esb málinu. Hann hefur þá greinilega ekki lesið samþykktir þessara flokka, eða stjórnarsáttmálann. Þar eru stjórnarflokkarnir að öllu leyti sammála.
Styrmir Gunnarsson fer fyrir þeim sem einnig berja hart á ríkisstjórninni, ekki vegna þess að hann vilji láta kjósa um framhald viðræðna, heldur vegna þess að hann telur ráðherra vera tvístígandi í þessu máli. Það liggur fyrir að báðir flokkar telja Íslandi betur borgið utan ESB, það liggur fyrir að aðildarviðræður hafa verið stöðvaðar. Hvað liggur á að halda áfram? Er málið ekki bara komið í góðann farveg?
Um þátt fjölmiðla í þessu máli þarf vart að fjölyrða. Þó má benda á ágætt viðtal við fjármálaráðherra í fréttum RUV í gær. Það er ágætt viðtal og Bjarni kemst vel frá því, þó enginn nýr sannleikur komi þar fram. Fréttamaður gat þó náð einni setningu úr munni Bjarna, með snúinni spurningu. Þessi eina setning, sem var einungis brot viðtalsins og ekki í neinum takt við það sem annars koma þar fram, var síðan notuð sem fyrirsögn fréttarinnar í öllum fréttatímum stöðvarinnar, það sem eftir lifði dags. Kallast þetta hlutlægur fréttaflutningur?
Það er spurning hvað þeim sjálfstæðismönnum gengur til sem hamra nú á ríkisstjórninni. Auðvitað er vitað að aðildarsinnar inna Sjálfstæðisflokks vildu frekar að hér hefði verið mynduð stjórn Sjálfstæðis og Samfylkingar, hin gamla hrunstjórn. Þá hefði aðildarferlið verið tryggt áfram. Þannig hefðu þessir aðildarsinnar innan Sjálfstæðisflokks getað sent kjósendum og landsfundi flokksins fingurinn.
Hitt veldur meiri heilabrotum hver tilgangur hinna innan Sjálfstæðisflokks, þeirra sem nú skrifa í gríð og erg um hversu ríkisstjórnin er tvístígandi í þessu máli. Ferlið hefur verið stöðvað og það verður ekki tekið upp aftur án aðkomu þjóðarinnar, einfallt og gott. Er það ósk Styrmis að stjórnin springi og fari frá? Vill hann vekja upp gömlu hrunstjórnina aftur? Hver er tilgangur þessara skrifa? Það er ljóst að ef þessi maður væri ekki í forsvari fyrir vefsíðu sem vinnur gegn aðild Íslands að ESB, gæti maður haldið að þarna færi harður aðildarsinni sem ætti þá ósk heitasta að ríkisstjórn Framsóknar og Sjálfstæðis færi frá hið fyrsta!
Þjóðinni liggur ekkert á að klára afgreiðslu þessa máls, það er í góðum farveg. Ríkisstjórnin afgreiddi þetta mál strax á fyrstu dögum sínum og setti það í góðann farveg. Nú er timi til annara og þarfari verka, verka sem koma þjóðinni aftur í gang svo hægt sé að vinna á öðrum vandamálum. ESB vandinn er leystur í bili og þá á að snúa sér að öðru!
Hvað framtíðin ber í skauti sér veit enginn. Eins og staðan er í dag er engin ástæða til að ákveða hvort haldið verður áfram aðildarviðræðum, eða hvort þær verða einfaldlega slegnar af. Þeirri spurningu þarf í raun ekki að svara fyrr en undir lok kjörtímabilsins, jafnvel síðar!
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.