Sannleikur getur aldrei rýrt orðspor

Það eru undarlegur skilningur sem fyrrum forsætisráðherra hefur á orðspori. Að hans mati er best til þess fallið að byggja slíkt upp, með lygum. Að sannleikurinn geti rýrt orðspor. Þetta er undarleg skilgreining og stenst enga skoðun.

Þorsteinn Pálson, fyrrum forsætisráðherra, eins og fréttastofa RUV kynnir hann gjarnan, ritar að venju sinn vikulega pistil í Fréttablaðið. Þessa helgina kemst hann að þeirri niðurstöðu að núverandi forsætisráðherra hafi rýrt orðspor Íslands með ummælum um IPA styrkina, ummælum sem ÞP túlkar sem svo að forsætisráðherra kalli þessa styrki mútur. Það er frekar langsóttur skilningur hjá ÞP, þó vissulega að forsætisráðherra hafi sagt að styrkirnir væru tæki til aðlögunnar.

En skoðum þessa styrki örlítið nánar. Þeir eru sagðir til hjálpar aðildarþjóð við að aðlaga sitt reglu- og stjórnkerfi að kröfum ESB. Þetta er hinn opinbera skýring. Væri svo, hví er þá verið að greiða þá út meðan á viðræðum stendur? Væri ekki eðlilegra að greiða þá eftir að "samningur" hefur verið gerður og samþykktur? Eða eru þetta kannski bara aðlögunarviðræður, eins og oft hefur verið haldið fram og að ekki sé hægt að ljúka viðræðum án þess að aðlögun sé fyrst lokið?

Látum þetta þó vera. Hitt er forvitnilegra, að skoða til hvaða verkefna þessir styrkir hafa farið og áttu að fara. Reyndar er erfitt að finna slík gögn á einum stað, en með leit á netinu var fljótlega hægt að finna verkefni sem hlotið hafði loforð um styrk úr IPA kerfinu. Verkefni sem kemur ekkert aðlögun eða aðild við. Þetta verkefni er á vegum Nýsköpunarmiðstöð Íslands og kallast SuFi, "Sustainable Fuel for Iceland", eða kortlagning auðlinda á Íslandi sem gagnast gætu til framleiðslu orku fyrir bíla-, skipa- og flugflota landsins.

Það er því ljóst að þarna fer styrkur til verkefnis sem er sannarlega þarft og gott, en kemur aðild eða aðlögun ekkert við. Þarna er því verið að styrkja verkefni sem sennilega allir Íslendingar eru sáttir við og með því er ESB að sá sínum fræjum í huga fólks. Þarna er beinlínis verið að nota þetta fé til að kaupa atkvæði og einskis annars.  

Því er ljóst að ummæli sumra stjórnarþingmanna um að þarna sé mútufé á ferð eru sönn og ef forsætisráðherra hefði sagt hið sama, væri hann einungis að segja sannleikann.

Sannleikur getur aldrei rýrt orðspor eins né neins! Þetta eru kannski ný sannindi fyrir þá sem sátu í ráðherrastólum á árum áður, þó allur almenningur hafi þekkt þessa staðreynd um aldir!


mbl.is Forsætisráðherra rýrir orðspor Íslands
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband