Varðhundar verðtryggingar

Íbúðalánasjóður setur sig á bekk með ASÍ, SA og Seðlabankanum og varar við afnámi verðtryggingar. Að vísu eru rök sjóðsins nokkuð önnur en hinna, eða að enn fleiri munu verða í vandræðum með íbúðakaup.

Þessi rök eru nokkuð merkileg, þar sem ljóst er að allt of margir fóru langt umfram eigin getu í lántökum fyrir hrun. Að vísu á Íbúðalánasjóður ekki sök a þeirri yfirkeyrslu, þar sem reglur sjóðsins um hámarkslán voru svo lágar að enginn gat í raun nýtt sér 90% reglu sjóðsins. En einkabankarnir voru ekki með slíka reglu um hámarkslán, þeir lánuðu nánast eins og fólk bað um, hvort sem greiðslugeta var til staðar eða ekki. Hið svokallaða greiðslumat var hvorki fugl né fiskur, einkabankarnir fóru framhjá því eins og öllum öðrum reglum!

Það er vissulega ljóst að auðveldara er að taka verðtryggt lán en óverðtrygg. Þar kemur eitt til, lægri greiðslubyrgði fyrstu árin. En það er kannski einmitt rót þess vanda að svo margt fólk yfirkeyrði sig í lántöku. Kannski væru færri í vanda ef erfiðara væri að fá lán. Þá er ljóst að fasteignaverð í landinu er of hátt. Þrengri möguleikar til fjármögnunar myndu væntanlega rétta af verðmyndun fasteigna, til þess sem það raunverulega er.

Það er annað sem er merkilegt við afstöðu Íbúðalánasjóðs til verðtryggingar. Sjálfur verður sjóðurinn að fjármagna sig að mestu með verðtryggðum lánum, en veðin sem sjóðurinn fær fyrir sín útlán eru fasteignir fólks. Vandi sjóðsins er því sá sami og lántakenda, sjálf verðtryggingin, þar sem lánskostnaður er ekki í neinu samræmi við það veð sem að baki liggur, heldur lýtur allt öðrum reglum.

Það kemur engum á óvart að SA skuli tala gegn afnámi verðryggingar, þessi samtök hafa verið helstu varðhundar hennar frá upphafi. Að Seðlabankinn skuli vera að skipta sér af slíku pólitísku máli er í raun bara óviðunnandi, þó varðhundar verðtryggingar telji það sjálfsagt. Að Íbúðalánasjóður skuli setja sig á bekk með þessum varðhundum verðtryggingar er raunar stór undarlegt, svo vægt sé til orða tekið, þar sem vandi sjóðsins liggur fyrst og fremst í verðtryggingunni sjálfri.

En það er með öllu óskiljanlegt að ASÍ skuli taka afstöðu með vertryggingu og stíga þannig skref gegn sínum umbjóðendum. Þessa afstöðu má að hluta rekja til stórgallaðs lífeyrissjóðakerfis, þar sem sjálfskipaðir fulltrúar verkalýðshreyfingarinnar sitja við sama borð og sjálfskipaðir fulltrúar atvinnurekenda. Og við þetta borð er spilað fjárhættuspil með fjármagn launþega, fjárhættuspil sem olli því að hundruðir milljarðar hafa tapast út úr kerfinu. Andlitinu þykjast svo þessir menn geta haldið með því að láta sjóðsfélaga sjálfa borga ósvinnuna. Með þessu hefur stjórn ASÍ skipað sér við hlið fjármagnsafla landsins, gegn alþýðunni!!

Það sem er þó súrealískast við þetta allt saman, þegar fjármagnsöflin berjast á hæl og hnakka í varðstöðu um verðtrygginguna, er að heyra þingmenn stjórnarandstöðu, sem fyrir örfáum vikum síðan voru í stjórarmeirihluta, krefjast þess að verðtrygging verði afnumin og að strax. Hvers vegna í fjandanum afnámu þessir þingmenn ekki verðtrygginguna meðan þeir voru í meirihluta á Alþingi. Þá væri vandi lántakenda kannski eitthvað minni en hann nú er. Þeir höfðu fjögur ár til aðgerða, en guggnuðu fyrir ægivaldi fjármagnsins. Þá skorti kjark til þessa verks sem allra annara.

 


mbl.is Varar við afnámi verðtryggingar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Varðhundarnir leynast víða, sumir hverir eru afar lúmskir, aðrir ekki. Er nú komin sæmilega heildstæð yfirlitsmynd af þessu stærsta hagsmunamáli Íslendinga síðari tíma upp á stórri töflu í skrifstofuhúsnæði í miðborg Reykjavíkur. Síðasta orustan við óheiðarleika gráðugra Íslendinga verður um lífeyriskerfið. Eftir hana verður bara tímaspursmál hvenær stríðið vinnst og hvenær Íslendingar fái að njóta eðlilegra vaxtakjara af lántökum.

Flowell (IP-tala skráð) 25.6.2013 kl. 14:00

2 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Lækki lán um 20% geta vextirnir hækkað um 25% og þá verða þeir samt sama fjárhæð og áður, en samt hefur greiðslubyrðin lækkað því að afborgunarhlutinn af lægri höfuðstól hefur auðvitað lækkað líka.

Þetta er sáraeinföld stærðfræði. Óverðtryggð lán eru alls ekki dýrari og greiðslubyrðin þarf heldur ekki að vera neitt verulega hærri. Allt tal um slíkt er bara hræðsluáróður gegn góðum hugmyndum í þágu almennings.

Guðmundur Ásgeirsson, 25.6.2013 kl. 16:49

3 identicon

Lækkun eða afnám mjög svo óraunhæfrar raunávöxtunarkröfu lífeyrissjóða upp á 3,5% samhliða afnámi verðtryggingar neytendalána lækka nafnvexti og raunvexti óverðtryggðra lána, svo greiðslubyrði þeirra lána yrði litlu hærri en af verðtryggðu láni daginn í dag að sömu upphæð.

Sá minni verðbólguþrýstingur vegna afnáms verðtryggðra lána myndi skila sér í lægra verðbólguálagi nýrra lána. Varla þarf að fjölyrða meira um hvernig vaxtatæki SÍ myndi duga mun betur, sem myndi leiða til að stýrivextir þyrftu ekki að hækka jafn mikið eins og raun ber vitni daginn í dag, þ.e. enn lægri nafnvextir af óverðtryggðum lánum en er daginn í dag. Raunvaxtalækkun húsnæðislána myndi svo skila sér að sama marki eins og raunávöxtunarkrafa lífeyrissjóða væri lækkuð.

Þetta er ekki voðalega flókið þó varðhundarnir stökkvi til og frá og reyni með rökleysum að vernda þetta ónýta kerfi. Vaxtastig er of hátt og heldur aftur af fjárfestingu. Á sama tíma er skuldsetning of mikil sem heldur líka aftur af fjárfestingu. En í þessu tiltekna kerfi verður skuldsetningin alltaf of mikil af þeirri einföldu ástæðu að greiðslubyrðin er ofboðslega lág til að byrja með og að kerfið hefur hag af því að láta fólk taka verðtryggð lán og tala svo upp verðbólgu til að skapa verðbólguvæntingar í hagkerfinu.

Flowell (IP-tala skráð) 25.6.2013 kl. 17:32

4 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Það er hárrétt hjá þér Guðmundur, óverðtryggð lán er fjarri því að vera dýrari. Hins vegar er afborgun af verðtryggðum lánum yfirleitt léttari fyrstu árin, fer auðvitað eftir hækun vísitölu, en fyrstu þrjú til átta árin er afborgun þeirra léttari. Eftir það fer afborgunin að síga framúr m.v. óverðtryggt lán.

Í lok lánstímans hefur sá sem tók verðtryggt lán borgað margfalllt meira en hinn sem tók óverðtryggt lán.

Það sem er rangt í þessu er auðvitað nafnið á þesum lánum, "verðtryggt lán". Þetta orð er öfugmæli og langt frá raunveruleikanum. Verðtryggt lán ætti að skila sér í sama verðgildi og peningarnir voru við upphaf lánstíma, en allir útreikningar sýna að svo er ekki, heldur borga lántakendur langt umfram verðbólgu á lánstímanum. Þetta er hægt að sjá með því einfaldlega að fara inná reiknivélar bankanna.

Gunnar Heiðarsson, 25.6.2013 kl. 17:38

5 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Hins vegar er afborgun af verðtryggðum lánum yfirleitt léttari fyrstu árin

Það er einmitt það sem gerir þau margfalt dýrari á síðari árunum.

Þetta stafar af því hvernig verðtryggingin er reiknuð ofan á lánin.

Guðmundur Ásgeirsson, 26.6.2013 kl. 13:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband