Hafa stjórnarmen OR ekki heyrt af hruninu, haustið 2008 ?
25.6.2013 | 11:39
Gagnaveita Reykavíkur (GR) er að fullu í eigu Orkuveitu Reykavíkur (OR). OR lánar GR 8 millarða króna og ætlar nú að breyta helming þess láns í hlutabréf?!. OR ætlar þannig væntanlega að auka sína eign eitthvað yfir þau 100% sem hún á þegar í GR! Þetta er sagt vera hluti í aðgerð til að selja 49% hlut í GR.
Einhvern veginn fæ ég ekki skilið hvernig þetta dæmi gengur upp, minnir nokkuð á þau viðskipti sem útrásarvíkingarnir stunduðu, með þeim afleiðingum að efnahagur Íslands hrundi svo eftirminnilega.
Hvernig getur maður aukið hlut sinn í fyrirtæki sem maður á 100%? Hvers vegna eru þessir fjórir milljarðar ekki bara einfaldlega afskrifaðir? Hefur enginn lært af hruninu haustið 2008?
OR breytir skuld GR í hlutafé | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.