Er ruv að grafa sína eigin gröf ?
9.6.2013 | 07:11
Hellstu rök fyrir því að reka ríkisútvarpstöð er að þar sé komið mótvægi gegn einkahagsmunum, að slík stöð flytji fréttir óháð pólitískum afskiptum. Þetta er einskonar varnagli á að einkaaðilar geti í krafti fjölmiðla náð að yfirtaka hinn pólitíska völl. Út frá þessu sjónarmiði hef ég ætíð verið hlynntur tilveru ruv.
Þegar menn eins og ég, sem alla tíð hef verið harður stuðningsmaður þess að Ríkisútvarpið fá starfað, er farinn að efast, má gera ráð fyrir að margur fleiri sé einnig farinn að efast um tilveru stofnanunarinnar. En hugmyndafræðilega á minn efi þó ekkert tengt við hugmyndafræði SUS, gagnvart stofnuninni. Þar á bæ vilja menn loka henni í nafni frelsis, að allt eigi að vera frjálst og enginn ríkisrekstur á neinu sviði. Minn efi kemur einkum fram vegna þess að svo virðist vera sem útilokað sé að láta stofnunina vinna eftir þeim annars ágætu lögum sem um hana fjalla.
Það liggur ljóst fyrir að þessi stofnun, sem á að vera hlutlaus með öllu og flytja fréttir á hlutlausann hátt og án pólitískra afskipta, hefur fjarri því fylgt þeirri stefnu, síðustu ár.
Í undanfara hrunsins þreyttist stofnunin seint á að mæra hina svokölluðu útrásarvíkinga. Ef einhver efaðist var hann samstundis kveðinn niður, með yfirlýsingum "sérfræðinga" sem stofnunin leitaði til.
Í og eftir hrun spilaði þessi stofnun stórt hlutverk í að espa mannfjöldann. Nægur var ofsinn í fólki, þó ekki væri verið að ýta undir hann af fjölmiðlim, a.m.k. ekki ríkisfjölmiðli. Enn voru "sérfræðingar" kvattir til og þar reyndust í flestum tilfellum sömu menn og áður, sömu menn og mærðu þá sem léku aðalhlutverkið í bankahruninu. Nú var málflutningur þeirra hins vegar allt annar en áður.
Vorið 2009 tók við "hin eina tæra vinstristjórn" sem landið hefur átt og mun eignast. Enn var fréttastofa ruv í aðalhlutverki. Nú var staðið vel að baki ríkisstjórninni og tilkvaddir "sérfræðingar" til að mæra hennar verk. Enn og aftur voru sömu menn í því hlutverki og áður og enn fundu þeir ný rök. Harðast gekk stofnunin fram í því að hjálpa ríkisstjórninni með icesave málið, en önnur mál voru einnig studd kyrfilega, s.s. eins og ESB aðildarferlið, stjórnarskrármálið og fleiri mál sem þjóðin sjálf hefur lítinn áhuga á. Ekki má heldur gleyma stuðningi stofnunarinnar við Samfylkingun, þegar fella átti forsetann. Enn ræðst þessi stofnun gegn honum á óvæginn hátt.
Í undanfara síðustu Alþingiskosninga fór svo ruv fram með grímulausum áróðri gegn pólitískum andstæðingum Samfylkingar, einkum núverandi forsætisráðherra. Þar var engu til sparað, en uppskeran rýr. Ekki var betur séð en fréttastofa ruv væri sem deild inna Samfylkingar í þeim kosningum.
Eftir að þjóðin hafði kveðið sinn dóm, í kosningunum 27. apríl, dóm sem aldrei hefur verið jafn skýr og mun sennilega aldrei verða svo skýr aftur, tók fréttastofa ruv til óspilltra málanna. Reynt var að gera myndun nýrrar ríkisstjórnar eins tortryggilega og hægt var og eftir að hún tók til starfa var ekkert slegið af. Þar skipti sannleikurinn litlu máli, pólitísk hugsjón var og er honum yfirsterkari.
Það er merkilegt þegar þessi saga er skoðuð að sjá hversu fjarlæg fréttastofa ruv er fólkinu í landinu. Hvað eftir annað er málflutningur hennar í andstöðu við vilja landsmanna, en í samhljóm með einum ákveðnum stjórnmálaflokk.
Þær aðferðir að leitast til að flytja fréttir með þeim hætti að vel líti út fyrir ákveðinn hóp en illa fyrir annan, einskonar val á staðreyndum, eru þekktar. Þetta er aðferð sem áróðursmeistarar hafa gjarnan notað til að réttlæta sinn málflutning. Þarna er í raun engu logið en ekki allur sannleikur sagður. Þetta er aðferð sem lög um Ríkissútvarpið banna stofnuninni að starfa eftir. Þar skal leitast við að segja allan sannleik. Samt má finna fjölmörg dæmi um þessa aðferð fréttastofu ruv upp á síðkastið. Þar eru menn teknir í viðtöl og þau síðan slitin úr samhengi. Mikilsverðum staðreyndum sem fram koma í viðtalinu er haldið frá almenning, meðan önnur minna merk eru tíunduð og látið líta út sem þau séu hellsta hugðarefni viðmælenda. Nægir þar að nefna að varla getur forsætisráðherra mætt í viðtal án þess að fréttamenn ruv geti lesið eitthvað allt annað úr því viðtali en hann sjálfur segir. Svo er reyndar um alla ráðherra og þingmenn stjórnarliðsins.
Nú virðist sem stofnunin, eða réttara sagt fréttastofa hennar, sé farin að nota aðrar og óvandaðri fréttir, einskonar Gróu á Leiti aðferð.
Lætt er lítill frétt á vefmiðil ruv, aðrir fréttamiðlar grípa það sem heilagann sannleik og birta hjá sér. Þá vísar fréttastofan í þá fréttamiðla. Síðasta og kannski ljótasta dæmi þessa eru fréttir af ummælum Forsetans við setningu Alþingis. Fyrsta voru orð hans tekin úr samhengi, því næst endurraðað eftir höfði fréttastofu ruv og síðan í krafti þess flutt frétt sem átti enga stoð í því sem forsetinn raunverulega sagði. Að þessu loknu var haft samband við einhvern kommisar í Brussel og hann beðinn skýringa á málflutningi forsetans, þar sem fréttin var notuð sem sönnunargagn.
Á vefmiðli ruv var svo byrt lítil frétt þar sem þessi kommisar var gerður að talsmanni 27 ríkja ESB og haft eftir honum að forsetinn okkar færi fram með staðlausa stafi. Eyjan greip þessa frétt og byrti á sinni síðu örstuttu síðar og í kjölfarið var þetta komið í alla fjölmiðla. Var um þetta mál mikið fjallað en þegar fólk áttaði sig á hversu mikið rugl var þarna í gangi og áhugi þess hvarf, minnkaði fréttaflutningur af því á flestum miðlum. Fréttastofa ruv reyndi þó að halda glæðum í þessari ekki frétt, sem hún hafðu hannað. Í fréttum í gærkvöldi var enn verið að klifa á þessu, en nú bar svo við að fréttastofa ruv bar fyrir sig vefmiðlinum eyjunni! Þarna var Gróa gamla lifandi komin.
Eins og ég sagði í upphafi er engu líkara en að ruv sé að graf sína eigin gröf. Þetta er hið versta mál. Það er ljóst að stuðningsmönnum stofnunarinnar fækkar ört og er þar fyrst og fremst að kenna pólitískum afskiptum fréttastofunnar. Það er hætt við að SUS fá fleiri stuðningsmenn til lið við sig gegn stofnuninni og nú er við völd sá flokkur sem elur upp fólk í SUS.
Skelfingin við að leggja niður Ríkisútvarpið felst einkum í því að þá eru einungis einkareknir fjölmiðlar eftir. Það býður heim þeirri hættu að hér nái einhverjir óprúttnir menn völdum á landsmönnum, gegnum sína fréttamiðla.
Einfaldara og betra væri að koma því svo fyrir að fréttastofa ruv láti af pólitískum afskiptum og fari að vinna eftir þeim lögum sem um stofnunina eru sett. Ef það kallar á mannaskipti verður svo að vera, tilvera ruv veltur á því að stofnunin taki upp hlutlausann fréttaflutning.
Ég læt vera að skrifa um "fréttaskýringaþáttinn" Spegillinn. Bendi fólki bara að hlusta á þann þátt og meta hlutleysi fréttamanna þar sjálft, sérstaklega fréttaritara ruv í London.
Ekki þarf heldur að nefna þá "sérfræðinga" sem stofnunin sækir til. Þar hafa sömu menn verið í aðalhlutverki frá því fyrir hrun, þó málflutningur þeirra sé að nálgast það að vera kominn hringinn. Trúverðugleiki þessara manna er fyrir löngu horfinn með öllu.
Athugasemdir
Sæll Gunnar, Tilvera Rúv er ekkert annað en tímaskekkja, ekki er ríkið í dagblaða útgáfu, hinsvegar vantar betri fjölmiðlalög áður en ríkið hættir afskiptum af fjölmiðlum, þar má til dæmis taka fjölmiðlaveldi Jóns Ásgeirs Jóhannessonar 365 lögin sem sá rekstur byggir á þarf að fara í gegn um rækilega endurskoðun eins og RUV .
Kristján B Kristinsson (IP-tala skráð) 9.6.2013 kl. 12:59
Það er rétt Kristján, það þarf vissulega að klára að setja nothæfa löggjöf um fjölmiðla á Íslandi.
Hinu er ég ekki sammála, að leggja beri þessa stofnun niður. Þar kemur tvennt til.
Í fyrsta lagi gæti það leitt til þess að örfáir menn ná enn meiri áhrifum innan stjórnkerfis landsins, í krafti sinna fjölmiðla, en þegar er orðið. Slíkt er ekki gott. Markaðurinn hér er einfaldlega of lítill til að halda uppi alvöru samkeppni á þessu sviði.
Hitt atriðið er kannski veigameira í mínum huga og það er dreyfing ljósvakamiðla um landið. Einkarekin fjölmiðill sækir ekki eftir því að halda uppi öflugri dreyfingu um allt land, sækir hellst þangað sem markaðurinn er stæðstur. Nú verður ruv að skila sínu efni heim í hvert hús á landinu, algerlega óháð því hvort það er hagkvæmt eða ekki. Víða um land er þetta eini ljósvakamiðillinn sem næst.
Auðvitað má setja lög sem skikka þá sem í þessum bransa vilja vera, til að dreyfa efni til allra landsmanna, en það mun ekki duga. Við höfum fordæmi fyrir svipaðri einkavæðingu og hvernig hún virkar.
Þegar Póst og Síma var splittað upp og fært út úr ríkisrekstri, voru sett lög um þeirra starfsemi. Íslandspóstur, sem tók póstdreyfingarþátt af hinu gamla fyrirtæki, á samkvæmt þeim lögum að skila af sér pósti heim á hvert byggt bú landsins og vera með pósthús dreifð um allt land.
Fyrst var pósthúsum fækkað verulega og enn er verið að fækka þeim. Nú er svo komið að sumir landsmenn þurfa að aka verulegar vegalengir til þess að komast á næsta pósthús. Á sama tíma er kannski helsti vandi höfuðborgarbúa að velja hvaða pósthús þeir vilja skipta við.
Enn merkilegra var þó þegar Íslandspóstur tók upp á að skilgreina ýmsa bóndabæji utan byggðar, jafnvel þó þar væru rekin mydarleg bú. Þetta gerði fyrirtækið af því þótti of langt að skila þangað pósti, að það væri ekki hagkvæmt.
Það má því fastlega gera ráð fyrir að sama yrði upp á teningnum ef ljósvakamiðlar væru allir einkareknir. Þjónusta við þau svæði sem ekki þykja hagkvæm yrði fljótt lítil og sumstaðar engin. Þetta er hellsta ástæða þess að ég vil halda ruv gangandi.
Vandinn er einungis sá að stjórnendur stofnunarinnar virðast komast upp með að hundsa þau lög sem um hana eru sett og henni ber að vinna eftir. Þau lög er vissulega gölluð og má bæta, en fyrst og fremst þarf að framfylgja þeim. Kannski fyrsta viðbót við þessi lög ætti að vera einhverskonar viðurlög, svo auðvelda megi fylgni þeirra?
Gunnar Heiðarsson, 10.6.2013 kl. 06:53
Sæll Gunnar, ég get verið alveg sammála því að ríkið reki RUV til framtíðar til þesss að menn á borð við JÁJ nái ekki töglum og högldum þar, en það þarf að einhvern veginn að breyta stofnuninni þannig að hún geti verið hlutlaus fjölmiðill en ekki þessi pólitíska ormagryfja sem hún er í dag.
Kristján B Kristinsson (IP-tala skráð) 11.6.2013 kl. 07:50
Sæll.
Hjá RUV munu menn fatta það að þeir eru ekki hafnir yfir lög þegar þeim hefur verið sagt upp.
Palli Magg á að fjúka sem og allir fréttastjórar hjá þessu kommabatteríi. Ég efast þó um að Illugi hafi manndóm í sér til að fara eftir þeim lögum sem um stofnunina gilda :-(
Helgi (IP-tala skráð) 14.6.2013 kl. 21:46
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.