Er Árni einatt út á þekju ?

Árni Páll þreytist seint á að gagnrýna störf síðustu ríkisstjórnar, þeirri sem hann átti sæti í sem ráðherra, lengstann tímann. Síðast í fréttum rúv í gærkvöldi.

Árni hefur áhyggjur af samráðsleysi ríkisstjórnarinnar við stjórnarandstöðu og sagði að það yrði að bæta, eftir samráðsleysi undanfarin misseri. Samráðsleysið undanfarin misseri er staðreynd, en hvort samráðsleysi núverandi ríkisstjórnar muni verða, á einfaldlega eftir að láta á reyna. Enn eru ráðherrar að forgangsraða verkefnum og sú forgangsröðum mun auðvitað verða eftir því sem þessir tveir flokkar boðuðu fyrir kosningar. Þeir flokkar sem biðu afhroð í kosningunum geta vart ætlast til að eiga aðkomu að þeirri röðun. Síðan mun reyna á samstarf stjórnar og stjórnarandstöðu þegar mál fara að koma til vinnslu.

Áhyggjur Árna Páls vegna þessa máls snú að því að fréttir af setningu Alþingis virtist hafa farið framhjá honum. Þó voru fjölmiðlar búnir að segja frá þessu í nokkra daga, áður en Árni áttaði sig. Eðli málsins samkvæmt var ekki hægt að boða þetta formlega fyrr en öllum formsatriðum var lokið, þó starfsfólki Alþingis hafi verið sagt frá því.

Það sem vekur ugg hjá flestum er kannski að formaður stjórnmálaflokks sem er að fara að vinna á Alþingi skuli ekki vera betur að sér og ekki fylgjast betur með. Það gefur ekki von um gott samstarf á næstu misserum, innan sala Alþingis.

 


mbl.is Fengu matseðil en ekki þingdagskrá
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Árni er farinn að óttast að líkum verði goldið líkt.

Kristján B Kristinsson (IP-tala skráð) 4.6.2013 kl. 10:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband