Ashton og táragasið
3.6.2013 | 08:49
Það má vissulega gagnrýna þær aðgerðir og vissulega eru þær allt of harðar, en hefur Ashton efni á slíkri gagnrýni?
Nú hafa staðið yfir mótmæli fyrir utan Evrópska seðlabankann í nokkra daga. Frammi fyrir þessum mótmælendum stendur her manns með alvæpni og hafa ítrekað notað táragas til að reyna að tvístra mannfjöldanum.
Í Frakklandi, á Spáni, í Portúgal, á Ítalíu, á Grikklandi og fleiri ríkjum innan ESB hafa verið regluleg mótmæli almennings, nú í meir en tvö ár. Mótmlæli gegn ofstjórn og yfirgangi ESB. Þessum mótmælum er einatt svarað af hörku, með her manna undir alvæpni þar sem skotvopn og táragas þykir sjálfsagt að nota.
Það er vissulega hægt að gagnrýna stjórnvöld í Tyrklandi, en ekki síður stjórnvöld þeirra landa ESB þar sem sömu meðulum er beytt. Munur þessara mótmæla er þó sá að í Tyrklandi er verið að mótmæla stjórnvöldum, sem hafa fært sig verulega í átt að múslimastjórnarfari, en innan landa ESB snúa öll mótmæli að sama þættinum, ofstjórn og ofríki ESB!
Cathrine Ashton, utanríkismálastjóri ESB á sinn pólitíska feril að þakka andláti eiginmanns síns, fékk sína pólitísku stöðu í arf. Eins langt frá lýðræðinu er vart hægt að komast.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.