Hvers konar andsk... bull er þetta !!
31.5.2013 | 19:53
Hollenski háskólaprófessorinn er að nota rafmagn framleitt með olíu, alveg sama þó hann kaupi eitthvert "aflátsbréf" frá Íslandi. Þvílík andskotans vitleysa sem mönnum dettur í hug!
Nú er svo komið að Ísland, sem framleiðir alla sína orku með endurnýjanlegum kostum, er allt í einu farið að framleiða orku með kjarnorku. Og það ekkert smáræði, alls 16% orkunnar er framleidd með þessum hætti. Að vísu bara á pappírnum, en engu að síður þar. Þetta hefur kyrfilega verið skjalfest!
Þó Eiríkur sjái ekki nein tengsl milli þessara aflátsbréfa og þeirra sem kaþólska kirkjan gefur út, þá er þetta nákvæmlega sama bullið, þó öllu verra.
Kaþólska kirkjan tekur sér leifi til að gefa út aflátsbréf í nafni hins almáttuga. Eiríkur gefur hins vegar út aflátsbréf í nafni Íslendinga, aflátsbréf sem sverta hið tæra land okkar. Það er enginn svertur með aflátsbréfum kirkjunnar!
Það gat svo sem verið að þetta rugl væri sprottið í fáráðnleikaverksmiðju ESB, eins og reglurnar um bananana, gúrkurnar og matarolíuna!
Selja græn aflátsbréf til útlanda | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Er þetta ekki um sams konar svindl og þegar kolefniskvótar ganga kaupum og sölum? Dæmi eru um að glæpamenn fái ókeypis útdeilt kolefniskvóta frá opinberum aðilum á fölskum forsendum og selja þá síðan öðrum sem stunda rekstur þar sem koltvíildi er leitt út. Svona svindl væri ekki hægt að stunda ef það væri almennt viðurkennt, að hnattræn hlýnun sé ekki af mannavöldum, og þar með væri engin kvótasala með CO2.
Austmann,félagasamtök, 31.5.2013 kl. 20:15
Þessi uppákoma hefur verið viðruð áður:
http://agbjarn.blog.is/blog/agbjarn/entry/1269838/
En það er full ástæða til þess að kanna hvað nýfráfarinn umhverfisráðherra var að bralla á Kaupmannahafnarráðstefnunni forðum.
Kolbrún Hilmars, 31.5.2013 kl. 20:17
það a tafarlaust að reka fólk sem tekur þsatt I svona bulli
Helgi Armannsson (IP-tala skráð) 31.5.2013 kl. 21:26
Víst er þetta algjört bull, en er þetta ekki bull sem Orkuveitan er að græða á?
Ég meina, samkvæmt fréttinni, þá er getan hjá erlendum fyrirtækjum til að geta sagt "knúin af grænni orku" álitin mjög verðmæt og orkuframleiðendur eru greinilega tilbúnir að borga pening til að geta þóst framleiða það.
Þetta er náttúrulega algjört kjaftæði að segja að við séum að framleiða orku með kjarnorku og olíu, því að við vitum betur. Einnig væri ég ekki par sáttur ef ég byggi erlendis og kæmist að því að orkuveitan, sem ég væri í viðskiptum við, væri að lofa mér grænni orku en væri í staðin að stunda svona bull brask.
En þetta eru einhverjar reglur frá Evrópusambandinu, sem segja að þetta sé í lagi og ég geri fastlega ráð fyrir að við höfum aðgang að, í gegnum EES samninginn. Ég spyr, hvað erum við að tapa gagnvart því sem við erum að græða? Orkuveitan fær pening fyrir þetta, við erum ekkert að menga neitt, þótt eitthvað plagg haldi öðru fram, og langtíma hugmyndin er að hjálpa grænum orkuframleiðendum að koma sig á fót með auka fjármagn, eins skrítin og hún ku vera.
Og svo þurfti ekki að leggja niður neinn sæstreng, í þokkabót.
Einar Örn Gissurarson, 31.5.2013 kl. 21:54
Þetta er vitaskuld nettielga lygilegt við fyrstu sýn. Framleiðsla orkunnar breytist ekki baun.
Hugmyndin er hinsvegar sú að í stað miðstýrðra stjórnvaldsákvarðana um málefni sem fyrirtæki á samkeppnimarkaði taka alla jafna ákvörðun um, þá búi stjórnvöld til markaðslegra hvata til að draga úr gróðurhúsaáhrifum.
Ég veit ekki hvort þetta virkar úti í Evrópu, en t.d. vindorka (sem er nokkuð dýr í framleiðslu) á smá breik með því að búa til þennan tekjustraum til hliðar við raforkusöluna sjálfa.
Kannski klókt, kannski ekki. En þetta bókhald er að skapa hinum íslensku, grænu orkufyrirtækjum óvænta tekjustrauma.
Það er ekkert svindl í þessu. Þess vegna verðum við að færa til bókar hjá okkur orkusamsetningu þeirra sem kaupa okkar grænu vottorð. Þau eru ekki ókeypis í okkar orkusöluframtali, þótt framleiðslan standi fyrir sínu.
Eiríkur Hjálmarsson (IP-tala skráð) 31.5.2013 kl. 23:10
þetta er alika sniðugt og að selja ur ser salina ,enda alt gert I leynd firrir hönd þjoðarinnar
Helgi Armannsson (IP-tala skráð) 1.6.2013 kl. 00:53
Mogginn er lengi að fatta. Um málið var fjallað í nóvember í fyrra:
Ég nota kjarnorku fyrir hita og ljós í kofanum mínum...
Ágúst H Bjarnason, 1.6.2013 kl. 07:15
Auðvitað er ekkert svindl í þessu Eiríkur, enda gert eftir reglum ESB. Það væri enda út í hött ef OR færi að brjóta lög á þessu sviði. Þetta er bull fyrir því, algert bull.
Það má vera að íslensk orkufyrirtæki geti náð sér í aur fyrir þessi ósköp, en þjóðin sem slík hlýtur að tapa.
Ef einhverjir trúa því að hægt sé að kaupa sér einskonar aflátsbréf á þessu sviði og gera eigin orkunotkun eitthvað vistvænni með því, er ljóst að sá hinn sami hlýtur að ætla að þetta virki á báða vegu, þ.e. að einhver annar taki á sig hans mengun, í þessu tilfelli við Íslendingar.
Ef það er staðreynd að þetta bókhald segi að 16% þeirrar orku sem við framleiðum í dag sé vegna kjarnorku- kola- eða olíuorkuvera, er ljóst að þessi hópur er stór og fer hratt stækkandi!
Það er því staðreynd, að jafnvel þó við Íslendingar sjálfir vitum að hér er öll orka framleidd með endurnýjanlegum aðferðum, er ljóst að erfitt gæti reynst að halda þeirri mynd uppi gagnvart erlendum aðilum, þegar frammí sækir.
Mengun af kola og olíuorkuverum og hættan af kjarnorkuverum minnkar ekkert vegna svona viðskipta, þvert á móti gerir þetta þessum orkuverum auðveldara fyrir. Hins vegar erum við sannarlega að taka á okkur þeirra sekt, að vísu fyrir greiðslu. En hvenær er nægjanlega hátt verð greitt svo mannorð geti fokið?
Hvar eru samtök náttúruverndarsinna? Hvers vegna heyrist ekkert frá þeim núna? Þarna er verið að stuðla að aukinni alheimsmengun, í það minnsta ekki unnið gegn henni.
Gunnar Heiðarsson, 1.6.2013 kl. 07:28
Eitthvað var þetta að stríða mér.
Kannski svona mikil orka í fyrirsögninni að hún bólgnaði út
Slóðin átti að vera: http://agbjarn.blog.is/blog/agbjarn/entry/1269838/
en fyrirsögnin með slóðinni bakvið væntanlega svona:
Ég nota kjarnorku fyrir hita og ljós í kofanum mínum...
Kannski tókst þetta skammlaust núna.
Ég var staddur í kofa einum fyrir austan fjall þegar pistillinn var skrifaður og þannig varð fyrirsögnin til.
---
Ég er hræddur um að þetta geti haft mjög neikvæð áhrif á ímynd Íslands. Þeir sem selja íslenskar afurðir eða ferðaþjónustu geta ekki lengur flaggað því að orkan á Íslandi sé "græn" og ómenguð. Það mun standa á vottorðum og reikningum frá orkuveitunum um ókomin ár að stór hluti raforkunnar sem notuð er á íslandi sé framleidd með jarðefnum (kolum og olíu) ásamt kjarnorku.
Gagnaver hafa verið reist á Íslandi svo eigendur þeirra geti auglýst að þau noti einungis "græna orku". Eigendur þeirra voru plataðir. Er ekki búið að skemma þennan markað fyrir sölu á raforku með svona vanhugsuðu athæfi?
Hver átti hugmyndina að þessu furðulega uppátæki? Hvaða ráðherra veitti leyfi sitt?
Þegar upp er staðið þá á ég von á að íslenska þjóðin tapi á þessu.
Ágúst H Bjarnason, 1.6.2013 kl. 07:34
Sæll Ágúst.
Ég las þetta blogg þitt í haust og fannst þetta jafn fáráðnlegt þá og nú.
Þá er ljóst að orkufyrirtækin eru að auka verulega sölu þessara "aflátsbréfa".
Gunnar Heiðarsson, 1.6.2013 kl. 07:35
Er það ekki komið fram að það hafi verið Svandís Svavarsdóttir sem hefði gleypt eitthvað samkomulag hrátt á loftslagsráðstefnu?
Austmann,félagasamtök, 1.6.2013 kl. 14:21
Athugasemd mín var í tengslum við spurningu Ágústs: "Hvaða ráðherra veitti leyfi sitt?"
Austmann,félagasamtök, 1.6.2013 kl. 14:23
Upprunasundurliðun raforku eftir orkugjöfum (árið 2011) kemur fyrst fram á áætlunarreikningum OR fyrir marsmánuð 2013. Þar segir:
Endurnýjanleg orka 89%, jarðefnaeldsneyti 6%, kjarnorka 5%. Tekið er fram að birtingin (upplýsinganna) sé skv. reglugerð 757/2012.
Veit einhver hvaða lög heimila sölu á þessum réttnefndu aflátsvottorðum?
Kolbrún Hilmars, 1.6.2013 kl. 18:12
Sæll Gunnar. Þú ferð í geitarhús að leita ullar með því að kenna ESB um óskapnaðinn :)
Sannleikurinn er sá að þetta er afleiðing kolefnistrúboðs Al Gore, en kolefniskvótar á grundvelli þess að CO2 sé spilliefni sem stuðli að óðahlýnun jarðar eru runnir undan rifjum prestsonarins bandaríska.
Fráfarandi umhverfisráðherra og "norrænu velferðarstjórninni" tókst að setja kolefnisskatt á eldsneyti undir sömu formerkjum!
Það er því stórfrétt að NASA var að birta niðurstöðu um að CO2 hefði eftir allt saman allt aðra virkni en kolefnissöfnuðurinn hefur predikað um. CO2 kælir andrúmsloftið í stað þess að hita það! (http://www.nasa.gov/topics/earth/features/coolingthermosphere.html)
Hilmar Hafsteinsson (IP-tala skráð) 2.6.2013 kl. 01:40
Já, þetta grunaði mig alltaf. Ég hef skrifað athugasemdir á ýmsum vettvangi, jafnvel ritgerð á ensku fyrir nokkrum árum, um kolefnissvindlið, en yfirleitt mætt andúð þeirra sem vissu mikið betur um þetta en allir aðrir. Því að þetta hafa verið viðtekin trú(arbrögð) allan síðasta áratug.
Að grundvalla bifreiðagjöldin hér á landi á meintri CO2-útleiðslu í staðinn fyrir þyngd var virkilega óréttlátt og innleitt án allrar umræðu um réttmæti þess, enda hafði aldrei sannazt að CO2 ylli hnattrænni hlýnun, þótt ýmsir bloggarar séu enn að hjakka í sama farinu. En eins og allir vita þá var óréttlæti, misrétti og ósanngirni aðalsmerki Steingríms Js.
Austmann,félagasamtök, 2.6.2013 kl. 01:53
Það getur verið að ég hafi farið í geitarhúsið Hilmar, en það var þá bara vegna þess að Hjálmar leiddi mig þangað. Það var vegna hans orða í fréttinni sem ég taldi ESB vera höfund þessa rugls.
Orðrétt er eftir honum haft í fréttinn: „Þessi vottorð eru sprottin af Evrópusambandsákvörðun". Út frá þessum orðum, auk þess sem hann segir að markaðurinn fyrir þessi aflátsbréf sé innan Evrópusambandsins, leiddi til þess að ég taldi þetta vera komið í fáráðnleikaverksmiðju ESB.
Hafi Hjálmar leitt mig í geitarhúsið verð ég að slíta mig frá honum hið fyrsta og koma mér aftur inn í fjárhúsið. Þó geitur séu ágætisskeppnur líkar mér betur við sauðkindina, auk þess sem víst er að hægt er að finna ull á henni.
Gunnar Heiðarsson, 2.6.2013 kl. 07:09
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.