Spurning hvort er alvarlegra

Það er spurning hvort er alvarlegra, athugasemd rithöfundar við athugasemdir fagaðila um skýrslu, eða skýrsla full af rangfærslum, send til ráðherra.

Það er vissulega alvarlegt þegar menn fara með rangfærslur, en fátt er alvarlegra en þegar slíkar rangfærslur eru í skýrslu sem ráðherra skal lesa og taka tillit til.

Þá er alveg á huldu fyrir okkur fréttalesendur hvort þessar "alvarlegu athugasemdir" Andra Snæs séu byggðar á staðreyndum. Hann vísar ekki til neinna heimilda, þannig að nú stendur orð gegn orð, rithöfundur gegn fagaðilum.

 

 


mbl.is Alvarlegar athugasemdir við Samál
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Stefán Stefánsson

Ég vil nú gera alvarlega athugasemd við málflutning Andra Snæs og fynnst hann fara frjálslega með staðreyndir eins og stundum áður.

Útreikningar hans varðandi áldósirnar sem ameríkanar henda og framleiðslugetu Alcoa eru mér ósliljanlegir.

Mér sýnist hann aðallega bulla í trausti þess að allir trúi því sem hann skrifar og segir. En sumir kynna sér staðreyndir og þá er margt sem kemur ekki heim og saman í hans málflutningi.

Stefán Stefánsson, 29.5.2013 kl. 19:33

2 identicon

Er Andri ekki frekar ýktur ì sinum màlflutning? Umhverfisverndarsinnar fara sjaldnast með rétt màl. Fagnaðarefni ef nyja rikisstjornin kemur Helguvik og Bakka à laggirnar.

oddi (IP-tala skráð) 29.5.2013 kl. 20:37

3 identicon

Sæll.

Mér dettur ekki í hug að trúa einu orði af því sem Andri Snær segir. Hann vill sjálfsagt að allir lifi á því að tína hundasúrur og yrkja ljóð eins og hann. Það er hins vegar ekki hægt. Mér virðist hann vera svona atvinnukverúlant.

Svo skilur hann ekki að það að tiltölulega fáir vinna í álverunum segir í raun til um hve hagkvæm þau eru og hve mikil verðmæti hver starfsmaður framleiðir. Áliðnaðurinn mokar hér inn gjaldeyri og standur þar með m.a. undir lifistandard Andra og annarra umhverfisverndarsinna.

Það sem Andri skilur heldur ekki er að starf og starf er ekki það sama. Þessi störf sem Obama skoðanabróðir Andra er búin að "skapa" í USA eru flest láglaunastörf og mörg af þeim einungis hlutastörf. Það er því til lítils að vitna í einhverjar svona tölur eins og Andri gerir og tek ég samál trúanleg fram yfir Andra sama um hvað ræðir.

Þeir sem ættu mestar áhyggjur að hafa vegna þessa haturs á áliðnaðinum (og líka sjávarútveginum eins og veiðileyfagjaldið sýnir) eru opinberir starfsmenn. Þeir sem fara á eftirlaun á næstu árum mega eiga von á verulegum skerðingum vegna þess að ríkið þarf að reiða fram um 400 milljarða á næstu árum í lífeyrissjóð opinberra starfsmanna - milljarða sem ekki eru til nema fyrirtæki komi hingað og borgi skatta.

Helgi (IP-tala skráð) 29.5.2013 kl. 21:13

4 identicon

Um að gera að nota 90% af allri orku í landi í að búa til ál, svo allt fari til fjandans ef álframleiðsla eða verð lækkar. Það eina sem hægt er að nota íslenska orku í er búa til ál, eins og allir vita. Svo er þetta líka nýtt heimsmet.

G maðurinn (IP-tala skráð) 30.5.2013 kl. 03:15

5 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Skáld skálda, það er þeirra eðli.

Stóriðjan er stór hluti í gjaldeyristekjum okkar Íslendinga, þó kannski megi deila um hvort hún greiði næga skatta. Þó ber hún höfuð og herðar yfir annan iðnað á því sviði einnig.

En það sem Andri Snær ætti kannski að kynna sér er hvað stóriðjan hefur gefið af sér mörg afleidd störf, allt frá tæknimenntuðum störfum niður til verkamanna. Hann ætti einnig að kynna sér hvað stóriðjan hefur gert fyrir launakjör íslenskra launþega, en þessi fyrirtæki hafa sannarlega lyft launum verulega upp, þó auðvitað flestir vilji meira.

Á Grundartangasvæðinu eru tvö stóriðjuver. Vegna þeirra fyrirtækja eru yfir tuttugu fyrirtæki með fasta aðstöðu, fyrirtæki sem þjóna þessi tvö stóriðjuver. Þar að auki er fjöldi fyrirtækja sem ekki hafa fasta aðstöðu á Grundartanga en senda þangað daglega menn til vinnu við að þjónusta stóriðjuna. Hver fjöldi fólks er á Grundartanga á hverjum degi er ekki gott að segja, en ljóst að töluvert fleira fólks vinnur við beina þjónustu við stóriðjuna, en sá fjöldi sem er á launaskrá hjá stóriðjufyrirtækjunum sjálfum. Þá á eftir að telja öll þau störf sem til verða óbeint vegna þessara tveggja fyrirtækja.

Í stórum dráttum má segja að flestir Akurnesingar eigi tilveru sína undir þessum tveim fyrirtækjum, með beinum eða óbeinum hætti. Á það við um starfstúlkuna sem vinnur í Bónus sem kennarann í Grundarskóla. Ef ekki væri stóriðjan á Grundartanga væri Akranes sem lítið þorp, þar sem Bónus væri ekki með útibú og Brekkubæjarskóli sennilega allt of stór. Grundarskóli væri einfaldlega ekki til! Þá er fjöldi fyrirtækja utan Akraness sem þjónar þessi tvö stóriðjuver, allt frá Borgarnesi til Hafnafjarðar.

Þá má ekki gleyma þeirri staðreynd að stóriðjan gerði okkur kleyft að byggja upp öruggara raforkukerfi fyrir landsmenn og dreifingu orkunnar til allra landsmanna. Þeir sem eru komnir nærri hálfri öld í aldri ættu að muna hvernig ástandið í þeim málum var hér á landi, áður en Járnblendiverksmiðjan var byggð. Þrálátt rafmagnsleysi og skammtanir voru daglegt brauð, auk þess sem heilu sveitirnar voru án rafmagns. Fyrsta áratuginn sem Járnblendiverksmiðjan starfaði var hún notuð sem stuðpúði fyrir raforkukerfið, þ.e. þegar mikil notkun var í almennakerfinu var einfaldlega lækkað á ofnum verksmiðjunnar. Rafmagnsskömmtun til almennings hvarf með tilkomu hennar. Fólk gat farið að elda sína aðfangadagssteik í friði.

Það er margt sem má gagnrýna varðandi stóriðjuna, en menn verða samt að þekkja það góða líka. 

Skáldskapur er góður til að fóðra andann, en maginn þarf sitt og eini sem getur fóðrað hann með skáldskap er sjálft skáldið. Aðrir þurfa vinnu!

Gunnar Heiðarsson, 30.5.2013 kl. 07:08

6 Smámynd: Óskar Guðmundsson

There are three kinds of lies...

ATH varður hvað "eitthvað annað" er.

Ef "eitthvað annað" er ferðamanna-iðnaður þarf að greina slíkt og koma með haldbærar tölur.

Það sem þarf að ath er réttlæting.

Ef við tökum t.d. eina mjög misskilda réttlætingu. Listamannalaun vegna veltu "skapandi greina". Ekki er ath að 95-97% veltu skapandi greina er í hugverkum í tölvuleikjum og forritum sem aftur fá nákvæmlega NÚLL í styrki.

Sama er með allt anað.

Tvöföldun ferðamanna myndi á fáum árum troða náttúruna í svaðið. Ef fjölga á ferðamönnum þarf gríðarlega uppbyggingu sem og gjaldtöku.

Óskar Guðmundsson, 30.5.2013 kl. 14:38

7 Smámynd: Óskar Guðmundsson

Það er ekki það sama að selja raforku til þess sem notar orkuna allann sólarhringinn og að selja hana þeim sem notar hana t.d. 10 tíma á dag.... fyrir 30% hærra verð enda vantar þá enn uppá um 120% hækkun til að koma upp á móts við hina 14 klukkutímana í sólarhringnum.

Stórnotandi sem gerir samning til áratuga og hrikalegt magn fær betra verð en sá sem kaupir smotterí, saman á t.d. við um verslun og innkaup.

Óskar Guðmundsson, 30.5.2013 kl. 18:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband